Ferill 630. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1087  —  630. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um aðgengi að Nyxoid-nefúða eða sambærilegu lyfi.

Frá Söru Elísu Þórðardóttur.


     1.      Með hvaða hætti getur fólk í hættu á ofskömmtun ópíóða nálgast Nyxoid-nefúða eða sambærilegt lyf og fengið lyfið niðurgreitt?
     2.      Hversu margir einstaklingar hafa nýtt sér þá leið að fá niðurgreiðslu á fyrrgreindu lyfi vegna þess að þeir hafa verið í hættu vegna ofskömmtunar ópíóða?
     3.      Telur ráðherra koma til greina að gera breytingar á fyrirkomulagi aðgengis að fyrrgreindu lyfi ef núverandi fyrirkomulag gagnast ekki hópnum sem þarf mest á lyfinu að halda?
     4.      Stendur til að heimila sölu lyfsins í lausasölu til að auðvelda aðgengi að því eins og gert hefur verið víða erlendis?
     5.      Kæmi til greina að greiða leið fólks að heilbrigðisþjónustu með því að ekki yrði leyfilegt að sækja til saka fólk sem leitar bráðaaðstoðar vegna ofskömmtunar lyfja, þó að það sé í aðstæðum sem annars teldust saknæmar? Ef ekki, hvers vegna?


Skriflegt svar óskast.