Ferill 328. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1088  —  328. mál.




Skýrsla


um liðskiptaaðgerðir, samkvæmt beiðni.



    Með beiðni á þskj. 384, 328. mál frá Ásmundi Friðrikssyni og fleiri alþingismönnum er þess óskað að heilbrigðisráðherra flytji Alþingi skýrslu um liðskiptaaðgerðir og leiðir til úrbóta svo auka megi þjónustu við þá sem eru í brýnni þörf fyrir slíkar aðgerðir.

    Heilbrigðisráðherra kallaði til fulltrúa frá embætti landlæknis og Sjúkratryggingum Íslands til að vinna að skýrslugerðinni, ásamt sérfræðingum heilbrigðisráðuneytisins.
Helstu atriði sem óskað var eftir í skýrslubeiðninni tengjast eftirfarandi atriðum:
     *      Fjöldi þeirra sem bíða eftir liðskiptaaðgerð og staða biðlista sl. fimm ár.
     *      Sjúkrastofnanir sem framkvæma liðskiptaaðgerðir.
     *      Reynsla af liðskiptaaðgerðum á landsbyggðinni.
     *      Tillögur um aukna skilvirkni með samningum við einkarekna heilbrigðisþjónustu.
     *      Kostnaður vegna liðskiptaaðgerða erlendis.
     *      Samanburður á kostnaði vegna liðskiptaaðgerða ef þær hefðu verið gerðar hérlendis með samningum við einkaaðila.
     *      Hvernig tryggja megi jafnt aðgengi íbúa landsins að liðskiptaaðgerðum.
     *      Hvernig tryggja megi stöðuga þjónustu þegar neyðarástand skapast.

    Verkefnahópurinn fór þá leið við gerð skýrslunnar að svara spurningum þingmanna í almennri umfjöllun um málefnið en flétta við þau atriði sem oft skortir, í umfjöllun um biðlista og liðskiptaaðgerðir hérlendis. Eru það helst atriði sem snúa að:
     *      Samanburði á aðgerðarfjölda annarra landa en í ljós kemur að Ísland er að nálgast Norðurlöndin hvaða varðar fjölda framkvæmdra aðgerða á hvern íbúa.
     *      Þeim þáttum sem hafa áhrif á lengd biðtíma.
     *      Þeim veruleika að ýmislegt bendir til þess að ekki sé verið að fullnýta ýmis meðferðarúrræði sem til eru og eru viðurkennd fyrir sjúklinga með sjúkdóm í liðum hnjáa og mjaðma, áður en þeim er vísað í aðgerð.
    Markmiðið er að skýrslan geti nýst þingmönnum í til framtíðar í umræðum og ákvarðanatöku um þetta mikilvæga málefni.


Fylgiskjal.


Liðskiptaaðgerðir.
www.althingi.is/altext/pdf/151/fylgiskjol/r0002-f_I.pdf