Ferill 632. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1090  —  632. mál.
Fyrirspurn


til félags- og barnamálaráðherra um leiðsöguhunda.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvað líður störfum samráðshóps sem ráðherra boðaði að hann hygðist skipa á 80 ára afmæli Blindrafélagsins til að vinna úr tillögum sem fram komu í skýrslunni Leiðsöguhundar á Íslandi: Fortíð og framtíð?
     2.      Til hvaða aðgerða hefur verið gripið í framhaldi af útgáfu skýrslunnar til að festa leiðsöguhunda í sessi sem umferlishjálpartæki?


Skriflegt svar óskast.