Ferill 633. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1091  —  633. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um birtingu úrskurða kærunefndar útlendingamála.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hversu marga úrskurði hefur kærunefnd útlendingamála kveðið upp frá því að hún hóf störf? Óskað er sundurgreiningar eftir árum og því hvort útdráttur var birtur eða úrskurður í heild sinni.
     2.      Hve marga úrskurði kærunefndarinnar hefur verið fallið frá því að birta, þ.e. úrskurði í heild eða útdrátt, frá því að hún hóf störf? Hvaða ástæður voru helst fyrir því að birta ekki úrskurði?
     3.      Hvað er miðað við að langur tími líði frá úrskurði til birtingar á vef kærunefndar?
     4.      Hver hefur verið meðaltími frá úrskurði til birtingar úrskurða frá því að kærunefndin hóf störf? Hver var stysti tími frá úrskurði til birtingar annars vegar og lengsti tími hins vegar hvert ár? Óskað er sundurgreiningar eftir árum og því hvort útdráttur var birtur eða úrskurður í heild sinni.
     5.      Hversu marga úrskurði á enn eftir að birta og frá hvaða árum? Hvaða ástæður eru helst fyrir því að tefst að birta úrskurði?
     6.      Hversu oft hefur kærunefndin frestað eða fallið frá birtingu úrskurða á grundvelli 8. og 9. gr. verklagsreglna um birtingu úrskurða á netinu, frá 1. júní 2020, eða sambærilegra ákvæða eldri reglna? Óskað er sundurgreiningar eftir árum og því hvort ákvörðun hafi verið tekin á grundvelli fjölmiðlaumfjöllunar, sbr. 8. gr. reglnanna, eða heimaríkis kæranda, sbr. 9. gr. þeirra.
     7.      Hvernig er háttað mati á því hvort úrskurður sem annars er ekki persónugreinanlegur verði persónugreinanlegur vegna fjölmiðlaumfjöllunar í kjölfar uppkvaðningar úrskurðar? Á hvaða lagagrundvelli hvílir þessi heimild 8. gr. reglna um birtingu úrskurða kærunefndar útlendinga á netinu?


Skriflegt svar óskast.