Ferill 634. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1092  —  634. mál.
Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um verkefni á flugvöllum árin 2019 og 2020.

Frá Líneik Önnu Sævarsdóttur.


     1.      Hver er staða verkefna sem áætlað var að vinna á flugvöllum á árinu 2019 samkvæmt samgönguáætlun fyrir árin 2019–2023 og á árinu 2020 samkvæmt samgönguáætlun fyrir árin 2020–2024?
     2.      Hver var áætlaður kostnaður og hver er endanlegur kostnaður við hvert og eitt verkefni? Verkefni óskast sundurliðuð á sama hátt og gert er í töflu 4 og 5 í samgönguáætlun.


Skriflegt svar óskast.