Ferill 635. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1093  —  635. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um Sjúkratryggingar Íslands og fjölskyldunúmer barna.

Frá Bryndísi Haraldsdóttur.


     1.      Hefur verklagsreglum Sjúkratrygginga Íslands verið breytt þegar send eru út bréf sem varða börn þannig að ekki er aðeins miðað við þann aðila sem stýrir fjölskyldunúmeri barns?
     2.      Hafa Sjúkratryggingar Íslands brugðist við þeim athugasemdum sem Persónuvernd gerði við að SÍ stíli bréf sem varða málefni barns á annan en forráðamann, ef til vill einhvern sem er skráður á lögheimili barnsins?
     3.      Persónuvernd lagði til úrbætur, var þeim fylgt eða önnur leið farin?