Ferill 636. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1094  —  636. mál.
Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um ríkisstyrki til sumarnáms.

Frá Hönnu Katrínu Friðriksson.


     1.      Hvernig nýttust þær 500 milljónir kr. sem stjórnvöld ákváðu að veita til háskóla svo unnt væri að bjóða námsmönnum upp á sumarnám sumarið 2020?
     2.      Hversu margir þeirra sem skráðu sig í sumarnám háskólanna skráðu sig í háskólanám til eininga, hversu margir skráðu sig í endurmenntunardeildir háskólanna og hvað annað var niðurgreitt með þessum styrk?
     3.      Hvernig skiptist fjármagnið á milli háskólakennslu til eininga annars vegar og endur- og símenntunarstofnana háskólanna hins vegar?
     4.      Var þess gætt af hálfu stjórnvalda að þessi ríkisstuðningur yrði ekki nýttur til að niðurgreiða þjónustu sem er í beinni samkeppni við einkarekin fræðslufyrirtæki sem bjóða sambærileg námskeið?
     5.      Voru þessir ríkisstyrkir bornir undir Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) líkt og gert er með aðra ríkisstyrki, t.d. ferðagjöf stjórnvalda?


Skriflegt svar óskast.