Ferill 637. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1097  —  637. mál.




Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um Samkeppniseftirlitið.

Frá Gunnari Braga Sveinssyni.


     1.      Með hvaða hætti eru fyrirtæki úrskurðuð með markaðsráðandi stöðu? Hverjir koma að slíkri ákvörðun hjá Samkeppniseftirlitinu og er hún háð samþykki stjórnar eftirlitsins? Þarf að bera slíka ákvörðun undir úrskurðarnefnd samkeppnismála?
     2.      Hvaða ferill er hjá Samkeppniseftirlitinu þegar tilkynnt er um að fyrirtæki hafi verið úrskurðað markaðsráðandi? Hefur viðkomandi fyrirtæki tækifæri til að bera fram andmæli áður?
     3.      Hvaða fyrirtæki hefur Samkeppniseftirlitið úrskurðað með markaðsráðandi stöðu frá stofnun Samkeppniseftirlitsins? Hvenær voru viðkomandi fyrirtæki úrskurðuð markaðsráðandi og á hvaða sviði viðskipta?
     4.      Hvaða fyrirtæki hefur Samkeppniseftirlitið fellt af lista yfir markaðsráðandi fyrirtæki frá upphafi og hvenær það var gert?
     5.      Hver var árlegur kostnaður fyrirtækja við tilsjónarmenn sl. tíu ár sem aðilum samruna er heimilt að tilnefna? Svar óskast sundurliðað eftir fyrirtækjum.
     6.      Hver var fjöldi ársverka fyrir hvert starfsár hjá Samkeppniseftirlitinu frá stofnun þess til og með árinu 2020?
     7.      Hver var heildarlaunakostnaður Samkeppniseftirlitsins árið 2020, þ.e. laun og launatengd gjöld?
     8.      Hvaða aðilar þáðu verktakagreiðslur fyrir vinnu fyrir Samkeppniseftirlitið árið 2020 og hver var upphæðin í hverju tilfelli?
     9.      Hver var heildarrekstrarkostnaður Samkeppniseftirlitsins á árinu 2020?
     10.      Hver er ráðningartími forstjóra og aðstoðarforstjóra Samkeppniseftirlitsins? Hver eru launakjör þeirra, þ.e. heildarlaun og hlunnindi?
     11.      Hefur ráðuneytið gert áætlun um vöxt Samkeppniseftirlitsins, t.d. til næstu tíu ára?
     12.      Hver hefur árlegur vöxtur Samkeppniseftirlitsins verið síðustu tíu ár hlutfallslega og í krónum talið?
     13.      Hvað skýrir að Samkeppniseftirlitið fer ekki að lögum og skilar ársskýrslum líkt og kveðið er á um í samkeppnislögum?


Skriflegt svar óskast.