Ferill 638. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1098  —  638. mál.
Fyrirspurn


til félags- og barnamálaráðherra um lífeyrisgreiðslur almannatrygginga.

Frá Guðmundi Inga Kristinssyni.


     1.      Hver yrði kostnaður ríkissjóðs ef hætt yrði að skerða greiðslur vegna:
                  a.      eigin tekna lífeyrisþega í almannatryggingakerfinu,
                  b.      eigin atvinnutekna lífeyrisþega í almannatryggingakerfinu,
                  c.      eigin lífeyrissjóðstekna lífeyrisþega í almannatryggingakerfinu,
                  d.      eigin fjármagnstekna lífeyrisþega í almannatryggingakerfinu,
                  e.      annarra eigin tekna lífeyrisþega í almannatryggingakerfinu?
     2.      Hver yrði kostnaður ríkissjóðs ef frítekjumark væri annars vegar 2.000.000 kr. á ári og hins vegar 3.000.000 kr. á ári við útreikning á tekjutryggingu, ellilífeyri, heimilisuppbót og framfærsluuppbót?
     3.      Hver yrði kostnaður ríkissjóðs ef framfærsluuppbót yrði færð inn í tekjutryggingu?


Skriflegt svar óskast.