Ferill 639. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1099  —  639. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um niðurstöður starfshóps um lækkun lífeyristökualdurs tiltekinna starfshópa.

Frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur.


    Hefur starfshópur sem ráðherra var gert að skipa til að greina með heildstæðum hætti þörf á því að lífeyristökualdur tiltekinna starfshópa verði lægri en almennt tíðkast, á grundvelli ákvæðis til bráðabirgða í lögum nr. 127/2016, skilað niðurstöðum sínum? Ef svo er, hverjar voru niðurstöðurnar og hver eru áætluð næstu skref? Ef ekki, hver er staða vinnu starfshópsins?


Skriflegt svar óskast.