Ferill 11. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1106  —  11. mál.
3. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns).

Frá Þorsteini Sæmundssyni.


    Við 23. gr.
     a.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Hafi foreldrar gert samkomulag um sameiginlega forsjá skal kostnaður vegna framfærslu barns skiptast milli foreldra að teknu tilliti til umgengni við barnið.
     b.      Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Hafi foreldrar gert samkomulag um sameiginlega forsjá skal greiðsla meðlags ákveðin að teknu tilliti til umgengni við barnið eins og hún hefur verið ákveðin í skriflegum samningi foreldra.