Ferill 648. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1115  —  648. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um hjúkrunarheimili og meðferðarstofnanir.

Frá Sigurði Páli Jónssyni.


     1.      Hyggst ráðherra bregðast við tekjutapi hjúkrunarheimila og meðferðarstofnana sem hafa þurft að fækka rýmum vegna kórónuveirufaraldursins? Ef svo er, með hvaða hætti?
     2.      Hyggst ráðherra auka framlag ríkisins til reksturs þessara stofnana með því að hækka daggjöld og vega þannig upp á móti raunlækkun sem orðið hefur á daggjöldum til hjúkrunarheimila, eins og samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa kallað eftir?
     3.      Hefur ráðherra áform um að breyta núverandi fyrirkomulagi við rekstur hjúkrunarheimila sem eru sjálfseignarstofnanir með þjónustusamning við ríkið?
     4.      Hefur ráðherra íhugað að formfesta og setja skýrari reglur um fyrirkomulag við öldrunarþjónustu?


Skriflegt svar óskast.