Ferill 662. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1131  —  662. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um ráðgjafarþjónustu, verktöku og tímabundin verkefni.

Frá Gunnari Braga Sveinssyni.


     1.      Hver hefur verið kostnaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins við hvers kyns ráðgjafarþjónustu frá 1. janúar 2018?
     2.      Af hvaða fyrirtækjum eða einstaklingum hefur ráðgjafarþjónusta verið keypt á tímabilinu, hvenær hófst þjónustan og hvenær lauk henni, ef henni er lokið? Hve mikið hefur hverjum aðila verið greitt?
     3.      Hve marga samninga hefur ráðuneytið gert um kaup á ráðgjöf, hvenær voru þeir gerðir, við hverja og til hve langs tíma?
     4.      Hvaða fyrirtæki eða einstaklingar hafa þegið verktakagreiðslur frá 1. janúar 2018?
     5.      Hvaða einstaklingar hafa verið ráðnir í tímabundin verkefni frá 1. janúar 2018? Hvaða verkefni voru þeir ráðnir í og hvaða verkefnum er lokið?


Skriflegt svar óskast.