Ferill 664. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1133  —  664. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um starfsmenn í stjórnum opinberra hlutafélaga.

Frá Kolbeini Óttarssyni Proppé.


     1.      Í hvaða opinberu hlutafélögum hafa starfsmenn rétt til að tilnefna fulltrúa í stjórn, sbr. til dæmis 3. mgr. 9. gr. laga um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013?
     2.      Telur ráðherra rétt í ljósi sjónarmiða um atvinnulýðræði að starfsmenn eigi að hafa lögbundinn rétt til að tilnefna fulltrúa í stjórn opinberra hlutafélaga eins og til dæmis Isavia ohf.?
     3.      Hvaða réttindi og skyldur ættu slíkir stjórnarmenn að hafa? Ættu að vera nokkur stærðarmörk á þeim félögum þar sem starfsmenn hafa þessi réttindi?
     4.      Telur ráðherra að það að veita starfsmönnum opinberra hlutafélaga rétt til að tilnefna fulltrúa í stjórn geti verið liður í aukinni lýðræðisvæðingu vinnumarkaðarins þar sem það verði meginreglan að starfsmenn eigi fulltrúa í stjórn fyrirtækja?