Ferill 674. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1143  —  674. mál.
Fyrirspurn


til félags- og barnamálaráðherra um greiðslu atvinnuleysisbóta.

Frá Sigurði Páli Jónssyni.


     1.      Hver er meðalbiðtími eftir greiðslu atvinnuleysisbóta síðustu fimm ár frá því að umsókn er móttekin?
     2.      Hver er lengsti tími sem einstaklingur hefur þurft að bíða eftir greiðslu atvinnuleysisbóta?
     3.      Hvaða ferli fer í gang hjá Vinnumálastofnun þegar umsókn um atvinnuleysisbætur berst? Væri hægt að flýta því ferli og ef svo er, með hvaða hætti?


Skriflegt svar óskast.