Ferill 685. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1155  —  685. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um myglu í húsnæði Landspítalans.

Frá Birgi Þórarinssyni.


     1.      Í hve mörgum og þá hverjum bygginga Landspítalans hefur orðið vart við myglu?
     2.      Í hve mörgum tilfellum árlega sl. þrjú ár hefur starfsfólk Landspítalans kvartað yfir einkennum sem rekja má til myglu?
     3.      Hve marga veikindadaga starfsfólks má rekja árlega sl. þrjú ár til myglu og hvað má gera ráð fyrir að margir hafi hætt störfum vegna afleiðinga myglu?
     4.      Hvernig hefur gengið að uppræta myglu þar sem hún hefur komið upp? Hefur það tekist að fullu í öllum tilfellum?
     5.      Hver má gera ráð fyrir að sé árlegur kostnaður Landspítalans sl. þrjú ár við að uppræta myglu?
     6.      Hefur Landspítalinn greitt starfsfólki bætur vegna afleiðinga myglu og ef svo er, um hvaða fjárhæðir er að ræða?
     7.      Hafa þær aðstæður komið upp að ekki borgi sig að gera við húsnæði spítalans vegna afleiðinga myglu?


Skriflegt svar óskast.