Ferill 342. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Prentað upp.

Þingskjal 1167  —  342. mál.
Leiðréttur texti.

2. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (skattalegir hvatar fyrir lögaðila sem starfa til almannaheilla).

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (ÓBK, ÞórP, JSV, BN, BHar, ÁÓÁ, ÓGunn, SMc).


     1.      Við 1. gr.
                  a.      Orðin „4. tölul.“ í 1. málsl. falli brott.
                  b.      Á eftir orðinu „almenningsheilla“ í a-lið komi: í 4. tölul.
                  c.      Inngangsmálsliður b-liðar orðist svo: Við 4. tölul. bætist ný málsgrein, svohljóðandi.
                  d.      Orðin „samkvæmt töluliðnum“ í efnismálslið b-liðar falli brott.
                  e.      Orðin „þ.m.t. íþróttastarfsemi“ í b-lið b-liðar falli brott.
                  f.      Við bætist nýr stafliður, c-liður, svohljóðandi: Við bætist nýr töluliður, 9. tölul., svohljóðandi: Þeir lögaðilar sem um ræðir í 5. tölul. 1. mgr. 2. gr., sbr. 5. tölul. þessarar greinar, sem hafa með höndum starfsemi sem fellur undir a–g-lið 2. mgr. 4. tölul. og eru skráðir í sérstaka almannaheillaskrá hjá fyrirtækjaskrá Skattsins. Ákvæði VII. kafla laga um skráningarskyldu félaga til almannaheilla með starfsemi yfir landamæri, nr. 119/2019, gilda um skráningu lögaðila í almannaheillaskrána eftir því sem við á. Þrátt fyrir 1. málsl. er lögaðila heimilt að stunda atvinnustarfsemi til fjáröflunar innan þeirra marka sem tilgreind eru í samþykktum hans og leiða má beint af tilgangi lögaðilans eða starfsemi sem hefur aðeins óverulega fjárhagslega þýðingu með tilliti til heildartekna hans.
     2.      Við 2. gr.
                  a.      Í stað orðanna „sem hafa með höndum starfsemi til almannaheilla skv. a–g-lið 4. tölul.“ í 1. málsl. komi: skv. 9. tölul.
                  b.      Á eftir orðunum „og allt að hámarki“ í 1. málsl. komi: samtals.
                  c.      2. málsl. orðist svo: Skilyrði frádráttar samkvæmt þessum lið er að sá lögaðili sem veitir viðtöku gjöfum eða framlögum til starfsemi sinnar falli undir 2. mgr. 4. tölul. 4. gr. og sé sem slíkur skráður í sérstaka almannaheillaskrá hjá fyrirtækjaskrá Skattsins á því tímamarki þegar gjöf er afhent eða framlag er veitt og upplýsingar um fjárhæð fjárframlags hafi verið mótteknar frá viðtakanda til áritunar á skattframtal skv. 92. gr.
                  d.      3. málsl. falli brott.
     3.      Við 3. gr.
                  a.      Í stað orðanna „sem hafa með höndum starfsemi til almannaheilla skv. a–g-lið 4. tölul.“ í 1. málsl. komi: skv. 9. tölul.
                  b.      Við 1. málsl. bætist: eða framlag er veitt.
                  c.      3. málsl. orðist svo: Skilyrði frádráttar skv. 1. málsl. er að sá lögaðili sem veitir viðtöku gjöfum eða framlögum til starfsemi sinnar falli undir 2. mgr. 4. tölul. 4. gr. og sé sem slíkur skráður í sérstaka almannaheillaskrá hjá fyrirtækjaskrá Skattsins á því tímamarki þegar gjöf er afhent eða framlag er veitt.
                  d.      4. málsl. falli brott.
     4.      4. gr. orðist svo:
                  Í stað orðanna „1., 2., 4., 5., 6., 7. og 8. tölul.“ í 1. málsl. 4. mgr. 71. gr. laganna kemur: 1., 2., 5., 6., 7. og 8. tölul.
     5.      Í stað orðanna „a–g-lið 4. tölul. 4. gr.“ í 5. gr. komi: 2. mgr. 4. tölul. 4. gr.
     6.      II. kafli falli brott.
     7.      Við 7. gr.
                  a.      Í stað orðanna „almannaheilla skv. a–g-lið 4. tölul.“ í 1. málsl. komi: lögaðila sem fellur undir 9. tölul.
                  b.      Í stað orðanna „að móttakandi hagnaðar sé skráður í almannaheillafélagaskrá Skattsins“ í 2. málsl. komi: auk þess.
                  c.      Í stað orðsins „ríkisskattstjóra“ í 2. málsl. komi: Skattsins.
                  d.      Í stað orðanna „Eftirtalin starfsemi telst góðgerðarstarfsemi samkvæmt ákvæðinu“ í 3. málsl. komi: Undanþága samkvæmt þessari málsgrein tekur eingöngu til eftirtalinnar starfsemi.
                  e.      Í stað orðanna „basarsala, merkjasala og önnur hliðstæð sala góðgerðarfélaga, þ.m.t. sala“ í 1. tölul. 3. málsl. komi: basarsölu, merkjasölu og annarrar hliðstæðrar sölu, þ.m.t. sölu.
                  f.      Í stað orðsins „söfnun“ í 2. tölul. 3. málsl. komi: söfnunar.
                  g.      Í stað orðsins „sala“ í 2., 3. og 4. tölul. 3. málsl. komi: sölu.
     8.      Við 8. gr.
                  a.      Inngangsmálsliður orðist svo: 42. gr. A laganna orðast svo.
                  b.      Í stað orðanna „hafa með höndum starfsemi sem fellur undir a–g-lið 4. tölul.“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: falla undir 9. tölul.
                  c.      Í stað orðanna „almannaheillafélagaskrá Skattsins“ í 1. tölul. 3. mgr. komi: sérstaka almannaheillaskrá hjá fyrirtækjaskrá Skattsins.
                  d.      Í stað tilvísunarinnar „15. mgr.“ í 4. tölul. 3. mgr. komi: 4. mgr.
     9.      Á eftir 8. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                  Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  Þrátt fyrir ákvæði 42. gr. A skal á tímabilinu 1. janúar 2022 til 31. desember 2025 endurgreiða lögaðilum sem falla undir 9. tölul. 4. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, 100% þess virðisaukaskatts sem þessir aðilar hafa greitt af vinnu manna á byggingarstað við byggingu, viðhald eða endurbætur á mannvirkjum, eða sérgreindum matshlutum þeirra, sem alfarið eru í eigu þeirra samkvæmt skráningu í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands. Um endurgreiðslu samkvæmt ákvæði þessu gildir að öðru leyti 42. gr. A.
                  Ákvæði þetta skal sæta endurskoðun fyrir 31. desember 2025.
     10.      Í stað „4. tölul.“ í efnismálsgreinum 9. og 10. gr. og efnismálslið 11. gr. komi: 9. tölul.
     11.      12. gr. orðist svo:
                  Lög þessi öðlast gildi 1. nóvember 2021. Þó öðlast 7. og 8. gr. gildi 1. janúar 2022.