Ferill 399. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
2. uppprentun.

Þingskjal 1172  —  399. mál.
Leiðréttur texti.

2. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003 (hvatar til fjárfestinga).

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.


    Við 1. gr.
     a.      Í stað orðanna „árinu 2021“ í 1. mgr. komi: árunum 2021 og 2022.
     b.      Í stað 2. mgr. komi tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
             Að auki er heimilt að reikna sérstakt fyrningarálag á stofnverð eigna sem aflað er á árunum 2021–2025 og teljast umhverfisvænar, stuðla að sjálfbærri þróun, uppfylla áskilin skilyrði og falla undir einn af eftirfarandi flokkum:
              1.      Vistvænar samgöngur.
              2.      Endurnýjanleg orka.
              3.      Hreinsun fráveituvatns og endurnýting úrgangs.
              4.      Sjálfbær og umhverfisvæn stýring á náttúruauðlindum og landnotkun.
             Fyrningarálag skv. 2. mgr. skal vera eftirfarandi:
              1.      25% vegna lögaðila skv. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 2. gr.
              2.      13,3% vegna lögaðila skv. 3., 4. og 5. tölul. 1. mgr. 2. gr.
              3.      13,18% vegna einstaklinga í atvinnurekstri.
     c.      Í stað tilvísunarinnar „2. mgr.“ í inngangsmálslið 3. mgr. komi: skv. 2. og 3. mgr.
     d.      Í stað orðanna „sem er tileinkuð“ í 2. tölul. 3. mgr. komi: sem felst í.
     e.      3. tölul. 3. mgr. orðist svo: Eru tilgreindar í viðeigandi BAT-niðurstöðum Evrópusambandsins og uppfylla losunarviðmið í viðeigandi BAT-niðurstöðum Evrópusambandsins.
     f.      Í stað hlutfallstölunnar „100%“ í 4. tölul. 3. mgr. komi: a.m.k. 85%.
     g.      Orðið „hlutfallslega“ í 5. tölul. 3. mgr. falli brott.
     h.      Lokamálsliður 5. mgr. falli brott.
     i.      6. mgr. falli brott.
     j.      1. málsl. 7. mgr. falli brott.
     k.      Í stað orðanna „Þá er ekki heimilt“ í 2. málsl. 7. mgr. komi: Óheimilt er.
     l.      Í stað tilvísunarinnar „3. mgr.“ í lokamálslið 7. mgr. og í 8. mgr. komi: 4. mgr.