Ferill 704. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Microsoft Word.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1183  —  704. mál.
Stjórnarfrumvarp.



Frumvarp til laga


um breytingu á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnunar
(viðurlög, tengdir aðilar o.fl.).


Frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.



I. KAFLI

Breyting á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar, nr. 57/1996.

1. gr.

    Við 1. mgr. 8. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Eftirlitsmönnum Fiskistofu er heimill aðgangur að rafrænum vöktunarkerfum í löndunarhöfnum í þeim tilgangi að hafa eftirlit með löndun afla.

2. gr.

    4. mgr. 9. gr. laganna orðast svo:
    Skipstjórnarmenn veiðiskipa, sem hafa veiðileyfi í atvinnuskyni samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða, skulu halda rafrænar afladagbækur eða rafræna aflaskráningu með snjallsímaforriti. Ráðherra skal með reglugerð kveða nánar á um þær upplýsingar sem skrá skal í afladagbækur, form þeirra og skil til Fiskistofu. Fiskistofa getur svipt skip leyfi til veiða í atvinnuskyni vegna vanskila á afladagbókum og skal leyfissvipting vara þar til skil hafa verið gerð eða skýringar hafa verið gefnar á ástæðum vanskila. Þá er skipstjórum skipa sem vinna afla um borð skylt að halda dagbók um vinnslu aflans í sérstaka vinnsludagbók á því formi sem Fiskistofa samþykkir.

3. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:
     a.      Á eftir orðinu „skila“ í 2. mgr. kemur: Fiskistofu.
     b.      Í stað orðsins „ráðuneytið“ í 2. mgr. kemur: stofnunin.
     c.      Í stað 3. og 4. mgr. koma þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                  Fiskistofa skal skora á hvern þann sem vanrækir að veita upplýsingar skv. 2. mgr. að bæta úr. Um leið skal hlutaðeigandi gefinn kostur á að upplýsa um ástæður tafa við upplýsingaskil. Leiðbeina skal um að dagsektir verði lagðar á að sjö dögum liðnum hafi umræddar upplýsingar ekki borist, nema að hlutaðeigandi upplýsi sannanlega um ástæður, sem honum verður ekki um kennt og gerðu honum ókleift að veita upplýsingarnar. Jafn skjótt og slíkum tálmunum lýkur skal veita Fiskistofu upplýsingarnar.
                  Dagsektir skulu nema 30 þús. kr. fyrir hvern byrjaðan dag. Ákvörðun um dagsektir skal tilkynna skriflega þeim sem hún beinist að. Ákvörðun um dagsektir felur í sér að sá aðili sem ákvörðunin beinist að skal greiða sekt fyrir hvern dag frá og með upphafi fyrsta virka dags eftir að honum var tilkynnt um ákvörðunina og er það tímamark jafnframt gjalddagi kröfunnar. Síðasti sektardagur skal vera sá dagur þegar upplýsingum hefur verið skilað. Dagsektir eru aðfararhæfar og greiðast í ríkissjóð. Óinnheimtar dagsektir falla ekki niður þótt aðilar veiti um síðir upplýsingar skv. 2. mgr. Dagsektir geta hæstar orðið 1, 5 millj. kr.
                  Ákvörðun um dagsektir má kæra til ráðuneytisins innan fjórtán daga frá því að hún er tilkynnt þeim sem hún beinist að. Kæra til ráðuneytisins frestar ekki réttaráhrifum ákvörðunar. Sé mál höfðað til ógildingar ákvörðunar Fiskistofu um dagsektir er ekki heimilt að innheimta þær fyrr en dómur hefur fallið, enda hafi ekki verið haggað við gildi ákvörðunarinnar í honum. Þrátt fyrir kæru eða málshöfðun til ógildingar ákvörðunar um dagsektir leggjast dagsektir áfram á viðkomandi aðila.

4. gr.

    2. mgr. 14. gr. laganna fellur brott.

5. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „skal svipta“ í 1. mgr. kemur: getur svipt.
     b.      Í stað orðanna „Við fyrsta brot, sem varðar sviptingu“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: Við fyrstu sviptingu.
     c.      Í stað orðanna „ítrekuð brot“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: ítrekaðar sviptingar.
     d.      Í stað 3. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Heimild Fiskistofu til að svipta skip leyfi til veiða í atvinnuskyni skv. 1. mgr. fellur niður þegar fimm ár eru liðin frá því háttsemi lauk. Frestur þessi rofnar þegar Fiskistofa tilkynnir aðila um upphaf rannsóknar á meintu broti.


6. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „skal afturkalla“ í 1. mgr. kemur: getur afturkallað.
     b.      3. mgr. fellur brott.
     c.      Í stað orðanna „skal Fiskistofa afturkalla“ í 1. málsl. 4. mgr. kemur: getur Fiskistofa afturkallað.
     d.      Lokamálsliður 4. mgr. fellur brott.
     e.      Í stað orðanna „skal afturkalla“ í 1. málsl. 6. mgr. kemur: getur afturkallað.
     f.      Í stað orðanna „skal Fiskistofa afturkalla“ í 7. mgr. kemur: getur Fiskistofa afturkallað.
     g.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Heimild Fiskistofu til að afturkalla leyfi aðila til vigtunar sjávarafla skv. 1. og 3. mgr. og til að afturkalla leyfi erlends fiskmarkaðar til að móttaka afla íslenskra fiskiskipa skv. 6. mgr. fellur niður þegar fimm ár eru liðin frá því háttsemi lauk. Frestur þessi rofnar þegar Fiskistofa tilkynnir aðila um upphaf rannsóknar á meintu broti.

7. gr.

    18. gr. laganna orðast svo:
    Fiskistofa getur lagt stjórnvaldssektir á eigendur eða útgerðir fiskiskipa, eftir því sem við á, og vigtunarleyfishafa, ef viðkomandi eða einhver sem í þágu hans starfar brýtur gegn einhverju eftirtalinna ákvæða eða reglum settum með stoð í þeim:
     a.      1. mgr. 2. gr. um tilhögun veiða,
     b.      2. mgr. 2. gr. um að hirða og landa öllum afla,
     c.      2. mgr. 3. gr. um að óheimilt sé að hefja veiðiferð nema skip hafi nauðsynlegar aflaheimildir sem ætla má að dugi í veiðiferðinni,
     d.      1. mgr. 4. gr. um að vitja og draga net og önnur veiðarfæri með eðlilegum og reglubundnum hætti,
     e.      5. gr. um löndun afla,
     f.      1. mgr. 6. gr. um vigtun afla á hafnarvog,
     g.      1. mgr. 8. gr. með því að hindra aðgang eftirlitsmanna Fiskistofu eða starfsmanna hafnaryfirvalda,
     h.      9. gr. um meðferð afla, upplýsingagjöf og skyldu til að halda afla- og vinnsludagbók.
    Stjórnvaldssektir geta numið frá 25 þús. kr. til 50 millj. kr.
    Við ákvörðun um fjárhæð sektar skal Fiskistofa meðal annars taka tillit til þeirra hagsmuna sem í húfi eru, alvarleika brots, hvað það hefur staðið lengi, hvort hinn brotlegi aðili hefur haft af því ávinning, veltu hins brotlega aðila næstliðið reikningsár, hvort um ítrekað brot er að ræða, hvort brot var framið af ásetningi eða gáleysi, hvort skip hafi samhliða verið svipt veiðileyfi, hvort vigtunarleyfi hafi samhliða verið afturkallað, hvort lagt hafi verið á hinn brotlega aðila sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla og samstarfsvilja hins brotlega aðila.
    Stjórnvaldssektir renna í ríkissjóð og eru á gjalddaga 30 dögum eftir að ákvörðun um sekt var tekin. Hafi stjórnvaldssekt ekki verið greidd innan 15 daga frá gjalddaga hennar skal greiða dráttarvexti af fjárhæð sektarinnar. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer eftir lögum um vexti og verðtryggingu. Ákvarðanir Fiskistofu um álagningu stjórnvaldssekta eru aðfararhæfar.
    Heimild Fiskistofu til að leggja á stjórnvaldssektir skv. 1. mgr. fellur niður þegar fimm ár eru liðin frá því háttsemi lauk. Frestur þessi rofnar þegar Fiskistofa tilkynnir aðila um upphaf rannsóknar á meintu broti.
    Beita skal ákvæðum laga um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla vegna brota gegn lögum þessum eftir því sem við á.
    Landhelgisgæslunni er heimilt að láta Fiskistofu í té upplýsingar og gögn sem hún hefur aflað og tengjast brotum gegn þeim ákvæðum sem tilgreind eru í 1. mgr.

8. gr.

    Á eftir 18. gr. laganna koma þrjár nýjar greinar, 18. gr. a – 18. gr. c, svohljóðandi:

    a. (18. gr. a.)
    Fiskistofa getur fallið frá beitingu hvers konar viðurlaga vegna á brota á lögum þessum ef um fyrsta brot viðkomandi er að ræða, brot telst óverulegt eða af öðrum ástæðum er ekki talin þörf á viðurlögum með hliðsjón af almennum réttarvörslusjónarmiðum.

    b. (18. gr. b.)
    Hafi aðili brotið gegn ákvæðum laga þessara eða ákvörðunum Fiskistofu teknum á grundvelli þeirra er Fiskistofu heimilt að ljúka málinu með sátt gangist hinn brotlegi aðili við broti og óski eftir því að ljúka málinu með þeim hætti. Slík sátt getur eftir atvikum falið í sér að hinn brotlegi greiði stjórnvaldssekt. Sátt er bindandi fyrir málsaðila þegar hann hefur samþykkt og staðfest efni hennar með undirskrift sinni. Fiskistofu er heimilt að setja reglur um framkvæmd þessa ákvæðis.

    c. (18. gr. c.)
    Í máli sem beinist að einstaklingi og lokið getur með álagningu stjórnvaldssektar eða kæru til lögreglu hefur sá, sem rökstuddur grunur leikur á að hafi gerst sekur um lögbrot, rétt til að neita að svara spurningum eða afhenda gögn eða muni nema hægt sé að útiloka að það geti haft þýðingu fyrir ákvörðun um brot hans. Fiskistofa og Landhelgisgæslan, eftir því sem við á, skulu leiðbeina hinum grunaða um þennan rétt.

9. gr.

    19. gr. laganna fellur brott.

10. gr.

    20. gr. laganna orðast svo:
    Ákvörðunum Fiskistofu samkvæmt lögum þessum um sviptingu veiðileyfis skv. 15. gr. eða afturköllun vigtunarleyfis skv. 17. gr. verður skotið til ráðuneytisins, enda sé það gert innan eins mánaðar frá því aðila var tilkynnt um ákvörðunina.
    Ákvörðunum Fiskistofu samkvæmt lögum þessum um álagningu stjórnvaldssekta og ákvörðunum þar sem samhliða er kveðið á um sviptingu veiðileyfis eða afturköllun vigtunarleyfis og álagningu stjórnvaldssektar verður einungis skotið til dómstóla. Málshöfðunarfrestur er þrír mánuðir frá því ákvörðun er tekin.
    Kæra til ráðuneytisins eða málshöfðun til dómstóla frestar ekki réttaráhrifum sviptingar veiðileyfis, afturköllunar vigtunarleyfis eða afturköllunar leyfis erlends fiskmarkaðar til að móttaka afla íslenskra fiskiskipa sem ekki hefur verið endanlega veginn.
    Málshöfðun til dómstóla frestar aðför ákvörðunar Fiskistofu um álagningu stjórnvaldssektar.

11. gr.

    23. gr. laganna orðast svo:
    Það getur varðað mann sektum eða fangelsi allt að sex árum, liggi þyngri refsing ekki við broti samkvæmt öðrum lögum, að brjóta gegn einhverju eftirtalinna ákvæða eða reglum settum með stoð í þeim:
     a.      2. mgr. 2. gr. að hirða og landa öllum afla,
     b.      6. gr. um vigtun sjávarafla,
     c.      1. mgr. 8. gr. um skyldu til að aðstoða veiðieftirlitsmenn Fiskistofu og veita þeim aðgang og aðstöðu.
    Brot skv. 1. mgr. varða sektum eða fangelsi ef þau eru framin af ásetningi eða stórfelldu gáleysi.
    Gera má lögaðila sekt samkvæmt ákvæðum II. kafla A almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, fyrir brot skv. 1. mgr.
    Tilraun til brots eða hlutdeild í brotum samkvæmt lögum þessum er refsiverð eftir því sem segir í almennum hegningarlögum.
    Heimilt er að gera upptækan með dómi ávinning sem hlotist hefur af broti skv. 1. mgr.

12. gr.

    24. gr. laganna orðast svo:
    Brot gegn lögum þessum sæta aðeins rannsókn sakamáls að undangenginni kæru Fiskistofu eða Landhelgisgæslunnar til lögreglu.
    Varði meint brot á lögum þessum bæði stjórnvaldssektum og refsingu meta Fiskistofa og Landhelgisgæslan hvort mál skuli kært til lögreglu eða því lokið með stjórnvaldsákvörðun hjá Fiskistofu. Ef brot eru meiri háttar ber að vísa þeim til lögreglu. Brot telst meiri háttar ef verknaður er framinn með sérstaklega vítaverðum hætti eða við aðstæður sem auka mjög á saknæmi brotsins. Gæta skal samræmis við úrlausn sambærilegra mála.
    Með kæru til lögreglu skulu fylgja afrit þeirra gagna sem grunur um brot styðst við. Ákvæði IV.–VII. kafla stjórnsýslulaga gilda ekki um ákvörðun um að kæra mál til lögreglu.
    Fiskistofu og Landhelgisgæslunni er heimilt að láta lögreglu og ákæruvaldi í té upplýsingar og gögn sem stofnanirnar hafa aflað og tengjast þeim brotum sem tilgreind eru í 2. mgr. Fiskistofu og Landhelgisgæslunni er heimilt að taka þátt í aðgerðum lögreglu sem varða rannsókn þeirra brota sem tilgreind eru í 2. mgr.
    Lögreglu og ákæruvaldi er heimilt að láta Fiskistofu og Landhelgisgæslunni í té upplýsingar og gögn sem hún hefur aflað og tengjast þeim brotum sem tilgreind eru í 2. mgr. Lögreglu er heimilt að taka þátt í aðgerðum Fiskistofu og Landhelgisgæslunnar sem varða rannsókn þeirra brota sem tilgreind eru í 2. mgr.
    Telji ákærandi að ekki séu efni til útgáfu ákæru vegna meints brots á lögum þessum getur hann sent málið til Fiskistofu til meðferðar og ákvörðunar.

II. KAFLI

Breyting á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006.

13. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „skal veita áminningar og svipta“ í 10. mgr. kemur: getur svipt.
     b.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Heimild Fiskistofu til að svipta skip leyfi til frístundaveiða skv. 10. mgr. fellur niður þegar fimm ár eru liðin frá því háttsemi lauk. Frestur þessi rofnar þegar Fiskistofa tilkynnir aðila um upphaf rannsóknar á meintu broti.


14. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
     a.      Síðari málsl. 2. tölul. 4. mgr. fellur brott.
     b.      Við bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                  Raunveruleg yfirráð skv. 2. tölul. 4. mgr. skapast af rétti, með samningum eða með einhverjum öðrum hætti sem annaðhvort sérstaklega eða samanlagt, og með hliðsjón af staðreyndum eða lagalegum atriðum sem við eiga, gerir aðila kleift að hafa afgerandi áhrif á félag, svo sem með:
              a.      eignarhaldi eða rétti til að nota eignir félags, allar eða að hluta,
              b.      rétti eða samningum sem veita afgerandi áhrif á samsetningu, atkvæðagreiðslu eða ákvarðanir stofnana félags.
                  Raunveruleg yfirráð öðlast aðilar sem:
              a.      eru rétthafar eða eiga tilkall til réttar samkvæmt samningum þar að lútandi, eða
              b.      þrátt fyrir að vera ekki handhafar slíks réttar eða eiga ekki tilkall til réttar samkvæmt slíkum samningum hafa möguleika til að beita slíkum réttindum.

15. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:
     a.      1. mgr. orðast svo:
                  Fari aflahlutdeild fiskiskipa einstakra eða tengdra aðila umfram þau mörk sem sett eru í 1. eða 2. mgr. 13. gr. ber aðilum að tilkynna það Fiskistofu. Fiskistofa getur hvenær sem er krafist hvers konar upplýsinga og gagna frá eigendum eða útgerðum fiskiskipa sem stofnunin telur nauðsynleg til að hafa eftirlit með því að aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila eða tengdra aðila sé ekki umfram þau mörk sem sett eru í 1. eða 2. mgr. 13. gr. Fiskistofa getur einnig óskað eftir upplýsingum og gögnum frá Skattinum, fyrirtækjaskrá, Samkeppniseftirlitinu og Þjóðskrá Íslands við framkvæmd eftirlitsins.
     b.      Í stað 1. og 2. málsl. 2. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Fiskistofa skal tilkynna aðila ef aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila eða tengdra aðila er umfram framangreind mörk og hve há umframaflahlutdeild hans er.
     c.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Fiskistofa skal birta upplýsingar um eignarhald 30 stærstu handhafa aflahlutdeildarhafa og 30 stærstu handhafa krókaflahlutdeildarhafa á vef sínum. Við sölu á hlut í útgerð sem fellur undir 1. málsl. skulu seljendur og kaupendur bera ábyrgð á því að tilkynning um söluna sé send Fiskistofu. Tilkynning um söluna skal hafa borist Fiskistofu innan 15 virkra daga frá gerð kaupsamnings. Vanræki aðilar að senda inn tilkynningu til Fiskistofu skal leggja á dagsektir frá og með ellefta virka degi eftir að samningur um sölu var undirritaður. Um dagsektir samkvæmt ákvæði þessu gilda 4. og 5. mgr. 17. gr.
    

16. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. laganna:
     a.      1. mgr. fellur brott.
     b.      Lokamálsl. 3. mgr. fellur brott.
     c.      Við bætast þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                  Nú vanrækir aðili skv. 2. mgr. að verða við beiðni ráðuneytis eða Fiskistofu um að veita tilgreindar upplýsingar og skal þá Fiskistofa skora á hann að bæta úr. Um leið skal hlutaðeigandi gefinn kostur á að upplýsa um ástæður tafa við upplýsingaskil. Leiðbeina skal um að dagsektir verði lagðar á að 20 dögum liðnum hafi umræddar upplýsingar ekki borist, nema að hlutaðeigandi upplýsi sannanlega um ástæður, sem honum verður ekki um kennt og gerðu honum ókleift að veita upplýsingarnar. Jafn skjótt og slíkum tálmunum lýkur skal veita upplýsingarnar.
                  Dagsektir skulu nema 30 þús. kr. fyrir hvern byrjaðan dag. Ákvörðun um dagsektir skal tilkynna skriflega þeim sem hún beinist að. Ákvörðun um dagsektir felur í sér að sá aðili sem ákvörðunin beinist að skal greiða sekt fyrir hvern dag frá og með upphafi fyrsta virka dags eftir að honum var tilkynnt um ákvörðunina og er það tímamark jafnframt gjalddagi kröfunnar. Síðasti sektardagur skal vera sá dagur þegar upplýsingum hefur verið skilað. Dagsektir eru aðfararhæfar og renna í ríkissjóð. Óinnheimtar dagsektir falla ekki niður þótt aðilar veiti um síðir umbeðnar upplýsingar. Dagsektir geta hæstar orðið 1,5 millj. kr.
                  Ákvörðun um dagsektir má kæra til ráðuneytisins innan fjórtán daga frá því að hún er tilkynnt þeim sem hún beinist að. Kæra frestar ekki réttaráhrifum ákvörðunar. Sé mál höfðað til ógildingar ákvörðunar Fiskistofu um dagsektir er ekki heimilt að innheimta þær fyrr en dómur hefur fallið, enda hafi ekki verið haggað við gildi ákvörðunarinnar í honum. Þrátt fyrir kæru eða málshöfðun til ógildingar ákvörðunar um dagsektir leggjast dagsektir áfram á viðkomandi aðila.

17. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 24. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „skal veita áminningar og svipta“ í 1. málsl. kemur: getur svipt.
     b.      4. málsl. fellur brott.
     c.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Heimild Fiskistofu til að svipta skip leyfi til veiða í atvinnuskyni, leyfi til strandveiða og leyfi til öflunar sjávargróðurs skv. 1. mgr. fellur niður þegar fimm ár eru liðin frá því háttsemi lauk. Frestur þessi rofnar þegar Fiskistofa tilkynnir aðila um upphaf rannsóknar á meintu broti.

18. gr.

    25. gr. laganna orðast svo:
    Fiskistofa getur lagt stjórnvaldssektir á eigendur eða útgerðir fiskiskipa, eftir því sem við á, ef viðkomandi eða einhver sem í þágu hans starfar brýtur gegn eftirfarandi ákvæðum eða reglum settum með stoð í þeim:
     a.      1. mgr. 4. gr. um almennt veiðileyfi,
     b.      6. gr. um frístundaveiðar,
     c.      6. gr. a um strandveiðar,
     d.      7. gr. um veiðarfæri krókaaflamarksbáta,
     e.      1. mgr. 14. gr. um tilkynningarskyldu og upplýsingagjöf,
     f.      3. mgr. 14. gr. um upplýsingagjöf,
     g.      15. gr. a um öflun sjávargróðurs,
     h.      3. mgr. 17. gr. um tilkynningarskyldu,
     i.      3. mgr. 18. gr. með því að hindra aðgang eftirlitsmanna Fiskistofu eða starfsmanna hafnaryfirvalda.
    Stjórnvaldssektir geta numið frá 25 þús. kr. til 50 millj. kr.
    Við ákvörðun um fjárhæð sektar skal Fiskistofa meðal annars taka tillit til þeirra hagsmuna sem í húfi eru, alvarleika brots, hvað það hefur staðið lengi, hvort hinn brotlegi aðili hefur haft af því ávinning, veltu hins brotlega aðila næstliðið reikningsár, hvort um ítrekað brot er að ræða, hvort brot var framið af ásetningi eða gáleysi, hvort skip hafi samhliða verið svipt veiðileyfi, hvort lagt hafi verið á hinn brotlega aðila sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla og samstarfsvilja hins brotlega aðila.
    Stjórnvaldssektir renna í ríkissjóð og eru á gjalddaga 30 dögum eftir að ákvörðun um sekt var tekin. Hafi stjórnvaldssekt ekki verið greidd innan 15 daga frá gjalddaga hennar skal greiða dráttarvexti af fjárhæð sektarinnar. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer eftir lögum um vexti og verðtryggingu. Ákvarðanir Fiskistofu um álagningu stjórnvaldssekta eru aðfararhæfar.
    Heimild Fiskistofu til að leggja á stjórnvaldssektir skv. 1. mgr. fellur niður þegar fimm ár eru liðin frá því háttsemi lauk. Frestur þessi rofnar þegar Fiskistofa tilkynnir aðila um upphaf rannsóknar á meintu broti.
    Beita skal ákvæðum laga um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla vegna brota gegn lögum þessum eftir því sem við á.
    Landhelgisgæslunni er heimilt að láta Fiskistofu í té upplýsingar og gögn sem hún hefur aflað og tengjast þeim brotum sem tilgreind eru í 1. mgr.

19. gr.

    26. gr. laganna orðast svo:
    Fiskistofa getur fallið frá beitingu hvers konar viðurlaga vegna á brota á lögum þessum ef um fyrsta brot viðkomandi er að ræða, brot telst óverulegt eða af öðrum ástæðum er ekki talin þörf á viðurlögum með hliðsjón af almennum réttarvörslusjónarmiðum.

20. gr.

    27. gr. laganna orðast svo:
    Hafi aðili brotið gegn ákvæðum laga þessara eða ákvörðunum Fiskistofu teknum á grundvelli þeirra er Fiskistofu heimilt að ljúka málinu með sátt gangist hinn brotlegi aðili við broti og óski eftir því að ljúka málinu með þeim hætti. Slík sátt getur eftir atvikum falið í sér að hinn brotlegi greiði stjórnvaldssekt og undirgangist tilteknar skuldbindingar. Sátt er bindandi fyrir málsaðila þegar hann hefur samþykkt og staðfest efni hennar með undirskrift sinni. Fiskistofu er heimilt að setja reglur um framkvæmd ákvæðisins.

21. gr.

    Við lögin bætast fjórar nýjar greinar, 28.–31. gr., svohljóðandi:

    a. (28. gr.)
    Í máli sem beinist að einstaklingi og lokið getur með álagningu stjórnvaldssektar eða kæru til lögreglu hefur sá, sem rökstuddur grunur leikur á að hafi gerst sekur um lögbrot, rétt til að neita að svara spurningum eða afhenda gögn eða muni nema hægt sé að útiloka að það geti haft þýðingu fyrir ákvörðun um brot hans. Fiskistofa og Landhelgisgæslan, eftir því sem við á, skulu leiðbeina hinum grunaða um þennan rétt.

    b. (29. gr.)
    Ákvörðunum Fiskistofu um sviptingu veiðileyfis samkvæmt lögum þessum verður skotið til ráðuneytisins, enda sé það gert innan eins mánaðar frá því aðila var tilkynnt um ákvörðunina. Ákvörðunum Fiskistofu samkvæmt lögum þessum um álagningu stjórnvaldssekta og ákvörðunum þar sem samhliða er kveðið á um sviptingu veiðileyfis og álagningu stjórnvaldssektar verður einungis skotið til dómstóla. Málshöfðunarfrestur er þrír mánuðir frá því ákvörðun er tekin. Kæra til ráðuneytisins eða málshöfðun til dómstóla frestar ekki réttaráhrifum sviptingar veiðileyfis. Málshöfðun til dómstóla frestar aðför ákvörðunar Fiskistofu um álagningu stjórnvaldssektar.

    c. (30. gr.)
    Það varðar mann sektum eða fangelsi allt að sex árum, liggi þyngri refsing ekki við broti samkvæmt öðrum lögum, að brjóta gegn eftirfarandi ákvæðum og reglum settum með stoð í þeim:
     a.      1. mgr. 4. gr. um almennt veiðileyfi,
     b.      6. gr. um frístundaveiðar,
     c.      6. gr. a um strandveiðar,
     d.      15. gr. a um öflun sjávargróðurs,
     e.      3. mgr. 18. gr. með því að hindra aðgang eftirlitsmanna Fiskistofu eða starfsmanna hafnaryfirvalda.
    Brot skv. 1. mgr. varða sektum eða fangelsi ef þau eru framin af ásetningi eða stórfelldu gáleysi.
    Gera má lögaðila sekt samkvæmt ákvæðum II. kafla A almennra hegningarlaga fyrir brot skv. 1. mgr.
    Tilraun til brots eða hlutdeild í brotum samkvæmt lögum þessum er refsiverð eftir því sem segir í almennum hegningarlögum.
    Heimilt er að gera upptækan með dómi ávinning sem hlotist hefur af broti skv. 1. mgr.

    d. (31. gr.)
    Brot gegn lögum þessum sæta aðeins rannsókn sakamáls að undangenginni kæru Fiskistofu eða Landhelgisgæslunnar til lögreglu.
    Varði meint brot á lögum þessum bæði stjórnvaldssektum og refsingu meta Fiskistofa og Landhelgisgæslan hvort mál skuli kært til lögreglu eða því lokið með stjórnvaldsákvörðun hjá Fiskistofu. Ef brot eru meiri háttar ber að vísa þeim til lögreglu. Brot telst meiri háttar ef verknaður er framinn með sérstaklega vítaverðum hætti eða við aðstæður sem auka mjög á saknæmi brotsins. Gæta skal samræmis við úrlausn sambærilegra mála.
    Með kæru til lögreglu skulu fylgja afrit þeirra gagna sem grunur um brot styðst við. Ákvæði IV.–VII. kafla stjórnsýslulaga gilda ekki um ákvörðun um að kæra mál til lögreglu.
    Fiskistofu og Landhelgisgæslunni er heimilt að láta lögreglu og ákæruvaldi í té upplýsingar og gögn sem stofnanirnar hafa aflað og tengjast þeim brotum sem tilgreind eru í 2. mgr. Fiskistofu og Landhelgisgæslunni er heimilt að taka þátt í aðgerðum lögreglu sem varða rannsókn þeirra brota sem tilgreind eru í 2. mgr.
    Lögreglu og ákæruvaldi er heimilt að láta Fiskistofu og Landhelgisgæslunni í té upplýsingar og gögn sem hún hefur aflað og tengjast þeim brotum sem tilgreind eru í 2. mgr. Lögreglu er heimilt að taka þátt í aðgerðum Fiskistofu og Landhelgisgæslunnar sem varða rannsókn þeirra brota sem tilgreind eru í 2. mgr.
    Telji ákærandi að ekki séu efni til útgáfu ákæru vegna meints brots á lögum þessum getur hann sent málið til Fiskistofu til meðferðar og ákvörðunar.


III. KAFLI

Breyting á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79/1997.

22. gr.

    15. gr. laganna orðast svo:
    Fiskistofa getur svipt skip leyfi til veiða í atvinnuskyni fyrir brot á lögum þessum eða reglum settum samkvæmt þeim eftir því sem nánar er mælt fyrir um í lögum um umgengni um nytjastofna sjávar. Ef veiðitímabili er lokið áður en ákvörðun Fiskistofu um sviptingu veiðileyfis tekur gildi, eða gildistíma sviptingar lýkur, skal leyfissvipting samkvæmt ákvörðuninni gilda við upphaf næsta veiðitímabils. Þar til réttaráhrifum leyfissviptingar lýkur er hvorki heimilt að flytja réttindi grásleppuveiðileyfis af bát né réttindi grásleppuveiðileyfis til viðkomandi báts.
    Heimild Fiskistofu til að svipta skip leyfi til veiða í atvinnuskyni skv. 1. mgr. fellur niður þegar fimm ár eru liðin frá því háttsemi lauk. Frestur þessi rofnar þegar Fiskistofa tilkynnir aðila um upphaf rannsóknar á meintu broti.

23. gr.

    16. gr. laganna orðast svo:
    Fiskistofa getur lagt stjórnvaldssektir á eigendur eða útgerðir fiskiskipa, eftir því sem við á, ef viðkomandi eða einhver sem í þágu hans starfar brýtur gegn eftirfarandi ákvæðum eða reglum settum með stoð í þeim:
     a.      3. gr. um bann við veiðum erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands,
     b.      4. gr. um bann við veiðum íslenskra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands án leyfis til veiða í atvinnuskyni,
     c.      1. mgr. 5. gr. um bann við veiðum með botnvörpu, flotvörpu og dragnót á tilteknum hafsvæðum,
     d.      6. gr. um veiðar með dragnót,
     e.      9. gr. um sérstakt bann við veiðum á ákveðnum friðunarsvæðum eða með tilteknum veiðarfærum,
     f.      10. gr. um að veita veiðieftirlitsmönnum aðstoð og aðstöðu um borð í skipi.
    Stjórnvaldssektir geta numið frá 25 þús. kr. til 50 millj. kr.
    Við ákvörðun um fjárhæð sektar skal Fiskistofa meðal annars taka tillit til þeirra hagsmuna sem í húfi eru, alvarleika brots, hvað það hefur staðið lengi, hvort hinn brotlegi aðili hefur haft af því ávinning, veltu hins brotlega aðila næstliðið reikningsár, hvort um ítrekað brot er að ræða, hvort brot var framið af ásetningi eða gáleysi, hvort skip hafi samhliða verið svipt veiðileyfi, hvort lagt hafi verið á hinn brotlega aðila sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla og samstarfsvilja hins brotlega aðila.
    Stjórnvaldssektir renna í ríkissjóð og eru á gjalddaga 30 dögum eftir að ákvörðun um sekt var tekin. Hafi stjórnvaldssekt ekki verið greidd innan 15 daga frá gjalddaga hennar skal greiða dráttarvexti af fjárhæð sektarinnar. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer eftir lögum um vexti og verðtryggingu. Ákvarðanir Fiskistofu um álagningu stjórnvaldssekta eru aðfararhæfar.
    Heimild Fiskistofu til að leggja á stjórnvaldssektir skv. 1. mgr. fellur niður þegar fimm ár eru liðin frá því háttsemi lauk. Frestur þessi rofnar þegar Fiskistofa tilkynnir aðila um upphaf rannsóknar á meintu broti.
    Beita skal ákvæðum laga um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla vegna brota gegn lögum þessum eftir því sem við á.
    Landhelgisgæslunni er heimilt að láta Fiskistofu í té upplýsingar og gögn sem hún hefur aflað og tengjast þeim brotum sem tilgreind eru í 1. mgr.

24. gr.

    Á eftir 16. gr. koma fjórar nýjar greinar, 16. gr. a – 16. gr. d, svohljóðandi:

    a. (16. gr. a.)
    Fiskistofa getur fallið frá beitingu hvers konar viðurlaga vegna á brota á lögum þessum ef um fyrsta brot viðkomandi er að ræða, brot telst óverulegt eða af öðrum ástæðum er ekki talin þörf á viðurlögum með hliðsjón af almennum réttarvörslusjónarmiðum.

    b. (16. gr. b.)
    Hafi aðili brotið gegn ákvæðum laga þessara eða ákvörðunum Fiskistofu teknum á grundvelli þeirra er Fiskistofu heimilt að ljúka málinu með sátt gangist hinn brotlegi aðili við broti og óski eftir því að ljúka málinu með þeim hætti. Slík sátt getur eftir atvikum falið í sér að hinn brotlegi greiði stjórnvaldssekt og undirgangist tilteknar skuldbindingar. Sátt er bindandi fyrir málsaðila þegar hann hefur samþykkt og staðfest efni hennar með undirskrift sinni. Fiskistofu er heimilt að setja reglur um framkvæmd ákvæðisins.

    c. (16. gr. c.)
    Í máli sem beinist að einstaklingi og lokið getur með álagningu stjórnvaldssekta eða kæru til lögreglu hefur sá, sem rökstuddur grunur leikur á að hafi gerst sekur um lögbrot, rétt til að neita að svara spurningum eða afhenda gögn eða muni nema hægt sé að útiloka að það geti haft þýðingu fyrir ákvörðun um brot hans. Fiskistofa og Landhelgisgæslan, eftir því sem við á, skulu leiðbeina hinum grunaða um þennan rétt.

    d. (16. gr. d.)
    Ákvörðunum Fiskistofu um sviptingu veiðileyfis samkvæmt lögum þessum verður skotið til ráðuneytisins, enda sé það gert innan eins mánaðar frá því aðila var tilkynnt um ákvörðunina. Ákvörðunum Fiskistofu samkvæmt lögum þessum um álagningu stjórnvaldssekta og ákvörðunum þar sem samhliða er kveðið á um sviptingu veiðileyfis og álagningu stjórnvaldssektar verður einungis skotið til dómstóla. Málshöfðunarfrestur er þrír mánuðir frá því ákvörðun er tekin. Kæra til ráðuneytisins eða málshöfðun til dómstóla frestar ekki réttaráhrifum sviptingar veiðileyfis. Málshöfðun til dómstóla frestar aðför ákvörðunar Fiskistofu um álagningu stjórnvaldssektar.

25. gr.

    17. gr. laganna orðast svo:
    Það getur varðað mann sektum eða fangelsi allt að sex árum, liggi þyngri refsing ekki við broti samkvæmt öðrum lögum, að brjóta gegn eftirfarandi ákvæðum eða reglum settum með stoð í þeim:
     a.      3. gr. um bann við veiðum erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands,
     b.      4. gr. um bann við veiðum íslenskra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands án leyfis til veiða í atvinnuskyni,
     c.      1. mgr. 5. gr. um bann við veiðum með botnvörpu, flotvörpu og dragnót á tilteknum hafsvæðum,
     d.      6. gr. um veiðar með dragnót,
     e.      9. gr. um sérstakt bann við veiðum á ákveðnum friðunarsvæðum eða með tilteknum veiðarfærum,
     f.      10. gr. um að veita veiðieftirlitsmönnum aðstoð og aðstöðu um borð í skipi.
    Brot skv. 1. mgr. varða sektum eða fangelsi ef þau eru framin af ásetningi eða stórfelldu gáleysi.
    Gera má lögaðila sekt samkvæmt ákvæðum II. kafla A almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, fyrir brot skv. 1. mgr.
    Tilraun til brots eða hlutdeild í brotum samkvæmt lögum þessum er refsiverð eftir því sem segir í almennum hegningarlögum.
    Heimilt er að gera upptæk þau veiðarfæri sem notuð hafa verið við brot skv. 1. mgr. sem og þann afla sem veiðst hefur við slík brot. Í stað þess að gera veiðarfæri og afla upptæk er heimilt að gera upptæka fjárhæð sem svarar til andvirðis afla og veiðarfæra samkvæmt mati dómkvaddra kunnáttumanna.
    Heimilt er að gera upptækan með dómi ávinning sem hlotist hefur af broti skv. 1. mgr.
    

26. gr.

    18. gr. laganna orðast svo:
    Brot gegn lögum þessum sæta aðeins rannsókn sakamáls að undangenginni kæru Fiskistofu eða Landhelgisgæslunnar til lögreglu.
    Varði meint brot á lögum þessum bæði stjórnvaldssektum og refsingu meta Fiskistofa og Landhelgisgæslan hvort mál skuli kært til lögreglu eða því lokið með stjórnvaldsákvörðun hjá Fiskistofu. Ef brot eru meiri háttar ber að vísa þeim til lögreglu. Brot telst meiri háttar ef verknaður er framinn með sérstaklega vítaverðum hætti eða við aðstæður sem auka mjög á saknæmi brotsins. Gæta skal samræmis við úrlausn sambærilegra mála.
    Með kæru til lögreglu skulu fylgja afrit þeirra gagna sem grunur um brot styðst við. Ákvæði IV.–VII. kafla stjórnsýslulaga gilda ekki um ákvörðun um að kæra mál til lögreglu.
    Fiskistofu og Landhelgisgæslunni er heimilt að láta lögreglu og ákæruvaldi í té upplýsingar og gögn sem stofnanirnar hafa aflað og tengjast þeim brotum sem tilgreind eru í 2. mgr. Fiskistofu og Landhelgisgæslunni er heimilt að taka þátt í aðgerðum lögreglu sem varða rannsókn þeirra brota sem tilgreind eru í 2. mgr.
    Lögreglu og ákæruvaldi er heimilt að láta Fiskistofu og Landhelgisgæslunni í té upplýsingar og gögn sem hún hefur aflað og tengjast þeim brotum sem tilgreind eru í 2. mgr. Lögreglu er heimilt að taka þátt í aðgerðum Fiskistofu og Landhelgisgæslunnar sem varða rannsókn þeirra brota sem tilgreind eru í 2. mgr.
    Telji ákærandi að ekki séu efni til útgáfu ákæru vegna meints brots á lögum þessum getur hann sent málið til Fiskistofu til meðferðar og ákvörðunar.

27. gr.

    21. gr. laganna fellur brott.

IV. KAFLI

Breyting á lögum um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 22/1998.

28. gr.

    Við 3. gr. laganna bætast þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
    Fiskistofa skal skora á hvern þann sem vanrækir að veita stofnuninni upplýsingar skv. 3. mgr. að bæta úr. Um leið skal hlutaðeigandi gefinn kostur á að upplýsa um ástæður tafa við upplýsingaskil. Leiðbeina skal um að dagsektir verði lagðar á að sjö dögum liðnum hafi umræddar upplýsingar ekki borist, nema að hlutaðeigandi upplýsi sannanlega um ástæður, sem honum verður ekki um kennt og gerðu honum ókleift að veita upplýsingarnar. Jafn skjótt og slíkum tálmunum lýkur skal veita Fiskistofu upplýsingarnar.
    Dagsektir skulu nema 30 þús. kr. fyrir hvern byrjaðan dag. Ákvörðun um dagsektir skal tilkynna skriflega þeim sem hún beinist að. Ákvörðun um dagsektir felur það í sér að sá aðili sem ákvörðunin beinist að skal greiða sekt fyrir hvern dag frá og með upphafi fyrsta virka dags eftir að honum var tilkynnt um ákvörðunina og er það tímamark jafnframt gjalddagi kröfunnar. Síðasti sektardagur skal vera sá dagur þegar upplýsingum hefur verið skilað. Dagsektir eru aðfararhæfar og greiðast í ríkissjóð. Óinnheimtar dagsektir falla ekki niður þótt aðilar veiti um síðir upplýsingar skv. 2. mgr. Dagsektir geta hæstar orðið 1,5 millj. kr.
    Ákvörðun um dagsektir má kæra til ráðuneytisins innan fjórtán daga frá því að hún er tilkynnt þeim sem hún beinist að. Kæra til ráðuneytisins frestar ekki réttaráhrifum ákvörðunar. Sé mál höfðað til ógildingar ákvörðunar Fiskistofu um dagsektir er ekki heimilt að innheimta þær fyrr en dómur hefur fallið, enda hafi ekki verið haggað við gildi ákvörðunarinnar í honum. Þrátt fyrir kæru eða málshöfðun til ógildingar ákvörðunar um dagsektir leggjast dagsektir áfram á viðkomandi aðila.

29. gr.

    5. gr. laganna orðast svo:
    Um veiðar erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands skulu, ef ekki er um annað samið í milliríkjasamningum, gilda ákvæði laga og reglugerða sem gilda um veiðar íslenskra skipa í fiskveiðilandhelginni eftir því sem við á. Sama gildir um vigtun og skráningu sjávarafla erlendra skipa sem landað er í íslenskum höfnum, sbr. þó 9. gr.

30. gr.

    3. málsl. 6. gr. laganna fellur brott.

31. gr.

    Við 8. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Heimild Fiskistofu til að svipta skip leyfi til veiða innan fiskveiðilandhelginnar skv. 1. mgr. fellur niður þegar fimm ár eru liðin frá því háttsemi lauk. Frestur þessi rofnar þegar Fiskistofa tilkynnir aðila um upphaf rannsóknar á meintu broti.

32. gr.

    10. gr. laganna orðast svo:
    Fiskistofa getur lagt stjórnvaldssektir á eigendur eða útgerðir fiskiskipa, eftir því sem við á, ef viðkomandi eða einhver sem í þágu hans starfar brýtur gegn eftirfarandi ákvæðum eða reglum settum með stoð í þeim:
     a.      1. mgr. 2. gr. um bann við því að erlend veiðiskip og vinnsluskip hafist við í fiskveiðilandhelgi Íslands,
     b.      1. mgr. 4. gr. um tilkynningarskyldu og upplýsingagjöf um afla,
     c.      2. mgr. 7. gr. um skyldu hlutaðeigandi til að fara að fyrirmælum um að halda til nálægrar hafnar þar sem eftirlit getur farið fram og um nauðsynlegan aðgang eftirlitsmanna til að geta sinnt starfi sínu,
     d.      ákvæðum reglna sem ráðherra setur á grundvelli 9. gr.
    Stjórnvaldssektir geta numið frá 25 þús. kr. til 50 millj. kr.
    Við ákvörðun um fjárhæð sektar skal Fiskistofa meðal annars taka tillit til þeirra hagsmuna sem í húfi eru, alvarleika brots, hvað það hefur staðið lengi, hvort hinn brotlegi aðili hefur haft af því ávinning, veltu hins brotlega aðila næstliðið reikningsár, hvort um ítrekað brot er að ræða, hvort brot var framið af ásetningi eða gáleysi, hvort skip hafi samhliða verið svipt veiðileyfi, hvort lagt hafi verið á hinn brotlega aðila sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla og samstarfsvilja hins brotlega aðila.
    Stjórnvaldssektir renna í ríkissjóð og eru á gjalddaga 30 dögum eftir að ákvörðun um sekt var tekin. Hafi stjórnvaldssekt ekki verið greidd innan 15 daga frá gjalddaga hennar skal greiða dráttarvexti af fjárhæð sektarinnar. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer eftir lögum um vexti og verðtryggingu. Ákvarðanir Fiskistofu um álagningu stjórnvaldssekta eru aðfararhæfar.
    Heimild Fiskistofu til að leggja á stjórnvaldssektir skv. 1. mgr. fellur niður þegar fimm ár eru liðin frá því háttsemi lauk. Frestur þessi rofnar þegar Fiskistofa tilkynnir aðila um upphaf rannsóknar á meintu broti.
    Beita skal ákvæðum laga um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla vegna brota gegn lögum þessum eftir því sem við á.
    Landhelgisgæslunni er heimilt að láta Fiskistofu í té upplýsingar og gögn sem hún hefur aflað og tengjast þeim brotum sem tilgreind eru í 1. mgr.

33. gr.

    Á eftir 10. gr. laganna koma fjórar nýjar greinar, 10. gr. a – 10. gr. d, svohljóðandi:

    a. (10. gr. a.)
    Fiskistofa getur fallið frá beitingu hvers konar viðurlaga vegna á brota á lögum þessum ef um fyrsta brot viðkomandi er að ræða, brot telst óverulegt eða af öðrum ástæðum er ekki talin þörf á viðurlögum með hliðsjón af almennum réttarvörslusjónarmiðum.

    b. (10. gr. b.)
    Hafi aðili brotið gegn ákvæðum laga þessara eða ákvörðunum Fiskistofu teknum á grundvelli þeirra er Fiskistofu heimilt að ljúka málinu með sátt gangist hinn brotlegi aðili við broti og óski eftir því að ljúka málinu með þeim hætti. Slík sátt getur eftir atvikum falið í sér að hinn brotlegi greiði stjórnvaldssekt og undirgangist tilteknar skuldbindingar. Sátt er bindandi fyrir málsaðila þegar hann hefur samþykkt og staðfest efni hennar með undirskrift sinni. Fiskistofu er heimilt að setja reglur um framkvæmd ákvæðisins.

    c. (10. gr. c.)
    Í máli sem beinist að einstaklingi og lokið getur með álagningu stjórnvaldssekta eða kæru til lögreglu hefur sá, sem rökstuddur grunur leikur á að hafi gerst sekur um lögbrot, rétt til að neita að svara spurningum eða afhenda gögn eða muni nema hægt sé að útiloka að það geti haft þýðingu fyrir ákvörðun um brot hans. Fiskistofa og Landhelgisgæslan, eftir því sem við á, skulu leiðbeina hinum grunaða um þennan rétt.

    d. (10. gr. d.)
    Ákvörðunum Fiskistofu um sviptingu veiðileyfis samkvæmt lögum þessum verður skotið til ráðuneytisins, enda sé það gert innan eins mánaðar frá því aðila var tilkynnt um ákvörðunina. Ákvörðunum Fiskistofu samkvæmt lögum þessum um álagningu stjórnvaldssekta og ákvörðunum þar sem samhliða er kveðið á um sviptingu veiðileyfis og álagningu stjórnvaldssektar verður einungis skotið til dómstóla. Málshöfðunarfrestur er þrír mánuðir frá því ákvörðun er tekin. Kæra til ráðuneytisins eða málshöfðun til dómstóla frestar ekki réttaráhrifum sviptingar veiðileyfis. Málshöfðun til dómstóla frestar aðför ákvörðunar Fiskistofu um álagningu stjórnvaldssektar.

34. gr.

    11. gr. laganna orðast svo:
    Það varðar mann sektum eða fangelsi allt að sex árum, liggi þyngri refsing ekki við broti samkvæmt öðrum lögum, að brjóta gegn ákvæðum:
     a.      1. mgr. 2. gr. um bann við því að erlend veiðiskip og vinnsluskip hafist við í fiskveiðilandhelgi Íslands,
     b.      1.mgr. 4. gr. um tilkynningarskyldu og upplýsingagjöf um afla,
     c.      2. mgr. 7. gr. um skyldu hlutaðeigandi til að fara að fyrirmælum um að halda til nálægrar hafnar þar sem eftirlit getur farið fram og um nauðsynlegan aðgang eftirlitsmanna til að geta sinnt starfi sínu,
     d.      reglna sem ráðherra setur á grundvelli 9. gr.
    Brot skv. 1. mgr. varða sektum eða fangelsi ef þau eru framin af ásetningi eða stórfelldu gáleysi.
    Gera má lögaðila sekt samkvæmt ákvæðum II. kafla A almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, fyrir brot skv. 1. mgr.
    Tilraun til brots eða hlutdeild í brotum samkvæmt lögum þessum er refsiverð eftir því sem segir í almennum hegningarlögum.
    Við brot skv. 1. mgr. er heimilt að gera upptæk öll veiðarfæri um borð í viðkomandi skipi sem og allan afla skipsins. Í stað þess að gera veiðarfæri og afla upptæk er heimilt að gera upptæka fjárhæð sem svarar til andvirðis afla og veiðarfæra samkvæmt mati dómkvaddra kunnáttumanna.
    Heimilt er að gera upptækan með dómi ávinning sem hlotist hefur af broti skv. 1. mgr.

35. gr.

    12. gr. laganna orðast svo:
    Brot gegn lögum þessum sæta aðeins rannsókn sakamáls að undangenginni kæru Fiskistofu eða Landhelgisgæslunnar til lögreglu.
    Varði meint brot á lögum þessum bæði stjórnvaldssektum og refsingu meta Fiskistofa og Landhelgisgæslan hvort mál skuli kært til lögreglu eða því lokið með stjórnvaldsákvörðun hjá Fiskistofu. Ef brot eru meiri háttar ber að vísa þeim til lögreglu. Brot telst meiri háttar ef verknaður er framinn með sérstaklega vítaverðum hætti eða við aðstæður sem auka mjög á saknæmi brotsins. Gæta skal samræmis við úrlausn sambærilegra mála.
    Með kæru til lögreglu skulu fylgja afrit þeirra gagna sem grunur um brot styðst við. Ákvæði IV.–VII. kafla stjórnsýslulaga gilda ekki um ákvörðun Umhverfisstofnunar um að kæra mál til lögreglu.
    Fiskistofu og Landhelgisgæslunni er heimilt að láta lögreglu og ákæruvaldi í té upplýsingar og gögn sem stofnanirnar hafa aflað og tengjast þeim brotum sem tilgreind eru í 2. mgr. Fiskistofu og Landhelgisgæslunni er heimilt að taka þátt í aðgerðum lögreglu sem varða rannsókn þeirra brota sem tilgreind eru í 2. mgr.
    Lögreglu og ákæruvaldi er heimilt að láta Fiskistofu og Landhelgisgæslunni í té upplýsingar og gögn sem hún hefur aflað og tengjast þeim brotum sem tilgreind eru í 2. mgr. Lögreglu er heimilt að taka þátt í aðgerðum Fiskistofu og Landhelgisgæslunnar sem varða rannsókn þeirra brota sem tilgreind eru í 2. mgr.
    Telji ákærandi að ekki séu efni til útgáfu ákæru vegna meints brots á lögum þessum getur hann sent málið til Fiskistofu til meðferðar og ákvörðunar.

36. gr.

    13. gr. laganna fellur brott.

V. KAFLI

Breyting á lögum um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, nr. 151/1996.

37. gr.

    12. gr. laganna orðast svo:
    Fiskistofa getur svipt skip leyfi til veiða í atvinnuskyni fyrir brot á lögum þessum eða reglum settum samkvæmt þeim eftir því sem nánar er mælt í lögum um umgengni um nytjastofna sjávar. Ef veiðitímabili er lokið áður en ákvörðun Fiskistofu um sviptingu veiðileyfis tekur gildi, eða gildistíma sviptingar lýkur, skal leyfissvipting samkvæmt ákvörðuninni gilda við upphaf næsta veiðitímabils.
    Heimild Fiskistofu til að svipta skip leyfi til veiða í atvinnuskyni skv. 1. mgr. fellur niður þegar fimm ár eru liðin frá því háttsemi lauk. Frestur þessi rofnar þegar Fiskistofa tilkynnir aðila um upphaf rannsóknar á meintu broti.

38. gr.

    13. gr. laganna orðast svo:
    Fiskistofa getur lagt stjórnvaldssektir á eigendur eða útgerðir fiskiskipa, eftir því sem við á, ef viðkomandi eða einhver sem í þágu hans starfar brýtur gegn eftirfarandi ákvæðum eða reglum settum með stoð í þeim:
     a.      4. gr. um leyfi til veiða utan lögsögu Íslands,
     b.      7. gr. um gerð og frágang veiðarfæra,
     c.      3. mgr. 8. gr. um skil á aflatilkynningum og tilkynningarskyldu,
     d.      9. gr. um meðferð og nýtingu afla.
    Stjórnvaldssektir geta numið frá 25 þús. kr. til 50 millj. kr.
    Við ákvörðun um fjárhæð sektar skal Fiskistofa meðal annars taka tillit til þeirra hagsmuna sem í húfi eru, alvarleika brots, hvað það hefur staðið lengi, hvort hinn brotlegi aðili hefur haft af því ávinning, veltu hins brotlega aðila næstliðið reikningsár, hvort um ítrekað brot er að ræða, hvort brot var framið af ásetningi eða gáleysi, hvort skip hafi samhliða verið svipt veiðileyfi, hvort lagt hafi verið á hinn brotlega aðila sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla og samstarfsvilja hins brotlega aðila.
    Stjórnvaldssektir renna í ríkissjóð og eru á gjalddaga 30 dögum eftir að ákvörðun um sekt var tekin. Hafi stjórnvaldssekt ekki verið greidd innan 15 daga frá gjalddaga hennar skal greiða dráttarvexti af fjárhæð sektarinnar. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer eftir lögum um vexti og verðtryggingu. Ákvarðanir Fiskistofu um álagningu stjórnvaldssekta eru aðfararhæfar.
    Heimild Fiskistofu til að leggja á stjórnvaldssektir skv. 1. mgr. fellur niður þegar fimm ár eru liðin frá því háttsemi lauk. Frestur þessi rofnar þegar Fiskistofa tilkynnir aðila um upphaf rannsóknar á meintu broti.
    Beita skal ákvæðum laga um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla vegna brota gegn lögum þessum eftir því sem við á.
    Landhelgisgæslunni er heimilt að láta Fiskistofu í té upplýsingar og gögn sem hún hefur aflað og tengjast þeim brotum sem tilgreind eru í 1. mgr.

39. gr.

    Á eftir 13. gr. koma fjórar nýjar greinar, 13. gr. a – 13. gr. d, svohljóðandi:

    a. (13. gr. a.)
    Fiskistofa getur fallið frá beitingu hvers konar viðurlaga vegna á brota á lögum þessum ef um fyrsta brot viðkomandi er að ræða, brot telst óverulegt eða af öðrum ástæðum er ekki talin þörf á viðurlögum með hliðsjón af almennum réttarvörslusjónarmiðum.

    b. (13. gr. b.)
    Hafi aðili brotið gegn ákvæðum laga þessara eða ákvörðunum Fiskistofu teknum á grundvelli þeirra er Fiskistofu heimilt að ljúka málinu með sátt gangist hinn brotlegi aðili við broti og óski eftir því að ljúka málinu með þeim hætti. Slík sátt getur eftir atvikum falið í sér að hinn brotlegi greiði stjórnvaldssekt og undirgangist tilteknar skuldbindingar. Sátt er bindandi fyrir málsaðila þegar hann hefur samþykkt og staðfest efni hennar með undirskrift sinni. Fiskistofu er heimilt að setja reglur um framkvæmd ákvæðisins.

    c. (13. gr. c.)
    Í máli sem beinist að einstaklingi og lokið getur með álagningu stjórnvaldssekta eða kæru til lögreglu hefur sá, sem rökstuddur grunur leikur á að hafi gerst sekur um lögbrot, rétt til að neita að svara spurningum eða afhenda gögn eða muni nema hægt sé að útiloka að það geti haft þýðingu fyrir ákvörðun um brot hans. Fiskistofa og Landhelgisgæslan, eftir því sem við á, skulu leiðbeina hinum grunaða um þennan rétt.

    d. (13. gr. d.)
    Ákvörðunum Fiskistofu um sviptingu veiðileyfis samkvæmt lögum þessum verður skotið til ráðuneytisins, enda sé það gert innan eins mánaðar frá því aðila var tilkynnt um ákvörðunina. Ákvörðunum Fiskistofu samkvæmt lögum þessum um álagningu stjórnvaldssekta og ákvörðunum þar sem samhliða er kveðið á um sviptingu veiðileyfis og álagningu stjórnvaldssektar verður einungis skotið til dómstóla. Málshöfðunarfrestur er þrír mánuðir frá því ákvörðun er tekin. Kæra til ráðuneytisins eða málshöfðun til dómstóla frestar ekki réttaráhrifum sviptingar veiðileyfis. Málshöfðun til dómstóla frestar aðför ákvörðunar Fiskistofu um álagningu stjórnvaldssektar.

40. gr.

    14. gr. laganna orðast svo:
    Það getur varðað mann sektum eða fangelsi allt að sex árum, liggi þyngri refsing ekki við broti samkvæmt öðrum lögum, að brjóta gegn eftirfarandi ákvæðum og reglum settum með stoð í þeim:
     a.      4. gr. um leyfisbindingu veiða utan lögsögu Íslands,
     b.      7. gr. um gerð og frágang veiðarfæra,
     c.      9. gr. um meðferð og nýtingu afla.
    Brot skv. 1. mgr. varða sektum eða fangelsi ef þau eru framin af ásetningi eða stórfelldu gáleysi.
    Gera má lögaðila sekt samkvæmt ákvæðum II. kafla A almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, fyrir brot skv. 1. mgr.
    Tilraun til brots eða hlutdeild í brotum samkvæmt lögum þessum er refsiverð eftir því sem segir í almennum hegningarlögum.
    Heimilt er að gera upptæk þau veiðarfæri sem notuð hafa verið við brot skv. 1. mgr. sem og þann afla sem veiðst hefur við slík brot. Í stað þess að gera veiðarfæri og afla upptæk er heimilt að gera upptæka fjárhæð sem svarar til andvirðis afla og veiðarfæra samkvæmt mati dómkvaddra kunnáttumanna.
    Heimilt er að gera upptækan með dómi ávinning sem hlotist hefur af broti skv. 1. mgr.

41. gr.

    15. gr. laganna orðast svo:
    Brot gegn lögum þessum sæta aðeins rannsókn sakamáls að undangenginni kæru Fiskistofu eða Landhelgisgæslunnar til lögreglu.
    Varði meint brot á lögum þessum bæði stjórnvaldssektum og refsingu meta Fiskistofa og Landhelgisgæslan hvort mál skuli kært til lögreglu eða því lokið með stjórnvaldsákvörðun hjá Fiskistofu. Ef brot eru meiri háttar ber að vísa þeim til lögreglu. Brot telst meiri háttar ef verknaður er framinn með sérstaklega vítaverðum hætti eða við aðstæður sem auka mjög á saknæmi brotsins. Gæta skal samræmis við úrlausn sambærilegra mála.
    Með kæru til lögreglu skulu fylgja afrit þeirra gagna sem grunur um brot styðst við. Ákvæði IV.–VII. kafla stjórnsýslulaga gilda ekki um ákvörðun Umhverfisstofnunar um að kæra mál til lögreglu.
    Fiskistofu og Landhelgisgæslunni er heimilt að láta lögreglu og ákæruvaldi í té upplýsingar og gögn sem stofnanirnar hafa aflað og tengjast þeim brotum sem tilgreind eru í 2. mgr. Fiskistofu og Landhelgisgæslunni er heimilt að taka þátt í aðgerðum lögreglu sem varða rannsókn þeirra brota sem tilgreind eru í 2. mgr.
    Lögreglu og ákæruvaldi er heimilt að láta Fiskistofu og Landhelgisgæslunni í té upplýsingar og gögn sem hún hefur aflað og tengjast þeim brotum sem tilgreind eru í 2. mgr. Lögreglu er heimilt að taka þátt í aðgerðum Fiskistofu og Landhelgisgæslunnar sem varða rannsókn þeirra brota sem tilgreind eru í 2. mgr.
    Telji ákærandi að ekki séu efni til útgáfu ákæru vegna meints brots á lögum þessum getur hann sent málið til Fiskistofu til meðferðar og ákvörðunar.

VI. KAFLI

Breyting á lögum um Fiskistofu, nr. 36/1992.

42. gr.

    Við 2. gr. laganna bætast þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
    Eftirlitsmönnum Fiskistofu er heimilt að nota fjarstýrð loftför í eftirlitsstörfum sínum sem eru búin myndavélum til upptöku eða annan fjarstýrðan búnað sem getur safnað upplýsingum. Skal gæta þess að einungis sé rafræn vöktun á þeim stöðum sem nauðsynlegt er talið vegna almannahagsmuna og til þess að eftirlitsmenn Fiskistofu geti uppfyllt eftirlitsskyldu sína.
    Persónuupplýsingum sem safnast við rafræna vöktun skal eytt þegar ekki er lengur málefnaleg ástæða til að varðveita þær en í síðasta lagi þegar heimild til að beita viðurlögum við háttsemi fellur niður. Verði eftirlitsmenn Fiskistofu áskynja um ætlað brot gegn lögum á sviði fiskveiðistjórnar í upplýsingum sem verða til við rafræna vöktun er stofnuninni heimilt að varðveita upplýsingarnar þar til máli telst lokið. Hafi máli lokið með beitingu stjórnsýsluviðurlaga telst því lokið þegar frestur til að höfða dómsmál er runninn út eða endanlegur dómur hefur fallið um það.
    Fiskistofu er ekki heimilt að láta í té upplýsingar sem verða til við rafræna vöktun nema til lögreglu vegna rannsóknar á ætluðu broti.

43. gr.

    Á eftir 2. gr. laganna kemur ný grein, 2. gr. a, svohljóðandi:
    Fiskistofu er heimil vinnsla persónuupplýsinga, þar á meðal upplýsinga sem verða til við rafrænt eftirlit og um eignarhald útgerðarfélaga og annarra upplýsinga sem hinn skráði leggur í té, í þeim tilgangi að sinna lögbundnu hlutverki sínu samkvæmt lögum á sviði fiskveiðistjórnar að uppfylltum skilyrðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

44. gr.

    Á eftir 8. gr. laganna kemur ný grein, 9. gr., ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Gagnsæi í störfum Fiskistofu.

    Fiskistofa skal birta opinberlega ákvarðanir stofnunarinnar um sviptingu veiðileyfa, afturköllun vigtunarleyfa og álagningu stjórnvaldssekta.
    Jafnframt skal Fiskistofa birta opinberlega upplýsingar um gerð sátta. Í þeim tilvikum skal stofnunin birta heiti þess skips sem um ræðir, skipaskrárnúmer, útgerð skips, vigtunarleyfishafa og tilefni viðbragða Fiskistofu, eftir því sem við á hverju sinni.

45. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Fiskistofu er heimilt að fara í samstarf við útgerðaraðila um tímabundið verkefni um rafræna vöktun í fiskiskipum árin 2021 til 2022. Tilgangur verkefnisins skal vera prófun á tæknibúnaði við hagnýtingu rafræns eftirlits um borð í fiskveiðiskipum, þ.e. notkunar, eiginleika og gæða myndefnis. Fiskistofa skal láta útgerðaraðila myndavélar í té vegna samstarfsins og skal eftirlitsmönnum Fiskistofu vera heimill aðgangur að þeim upplýsingum sem til verða við rafræna vöktun um borð. Upplýsingar sem til verða við framkvæmd verkefnisins skulu einungis nýttar í samræmi við framangreindan tilgang verkefnisins en ekki í eftirlitsskyni. Fiskistofu er ekki heimilt að afhenda öðrum aðila þær upplýsingar sem safnast við framkvæmd verkefnisins nema það sé í nauðsynlegt í þágu verkefnisins.

46. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. september 2021. Ákvæðum laga þessara verður beitt um verknaði sem lýkur eftir gildistöku þeirra.

Greinargerð.

1. Inngangur.
    Í desember 2018 skilaði Ríkisendurskoðun skýrslu til Alþingis um eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum þar sem álitið var að ráðast þyrfti í ýmsar úrbætur hjá stofnuninni til að hún gæti sinnt eftirliti með skilvirkum og árangursríkum hætti. Unnið hefur verið að úrbótum samkvæmt ábendingum í skýrslunni og er frumvarp þetta liður í því starfi.
    Í mars 2019 skipaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra verkefnastjórn um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni. Um leið var settur á fót samráðshópur með fulltrúum allra þingflokka á Alþingi, stofnana og helstu hagaðila í sjávarútvegi. Í skýrslu verkefnastjórnarinnar frá júní 2020 er einkum fjallað um heimildir til ákvörðunar viðurlaga við fiskveiðieftirlit og ákvæði laga um stjórn fiskveiða um hámarksaflahlutdeild. Auk þess er fjallað um rafrænt eftirlit. Skýrslan „Bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni“ var birt opinberlega.
    Frumvarp þetta er unnið í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

2. Tilefni og nauðsyn lagasetningar.
    Fiskistofa hefur með höndum heimildir til að veita áminningu eða svipta skip leyfi til veiða í atvinnuskyni fyrir brot gegn lögum á sviði fiskveiða eða ákvæðum leyfisbréfs. Stofnunin hefur sambærilegar heimildir til að afturkalla leyfi til vigtunar verði upplýst um brot á lögum eða skilyrðum vigtarleyfis. Ekki er fullt samræmi í löggjöf um viðurlög þessi, meðal annars hvað snertir skilyrði fyrir því að mál verði kært til lögreglu, hvort veita beri áminningu o.fl. og hefur verið bent á þörf fyrir að koma upp heildstæðara fyrirkomulagi viðurlaga. Fjallað er nánar um þetta í skýrslu verkefnastjórnar sem og í kafla 3 og skýringum við einstakar greinar hér á eftir. Þá hefur verið bent á að meðferð mála geti verið breytileg eftir því hvort Landhelgisgæslan eða Fiskistofa verði áskynja um brot.
    Verkefnastjórnin tók til umfjöllunar möguleika Fiskistofu til að efla eftirlit með rafrænni vöktun, þ.m.t. notkun svonefndra flygilda (dróna) sem talið er að geti aukið þekju og styrkt framkvæmd eftirlits. Var í framhaldi bent á að nánari þróun og hagnýting slíkra tækja kalli á sérstaka lagaheimild og er með frumvarpinu lagt til að hún verði veitt.
    Í lögum um stjórn fiskveiða er mælt fyrir um að samanlögð aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila megi aldrei fara yfir tiltekin mörk. Að baki þessu standa einkum samkeppnisrök svo sem ráða má af skýringargögnum með lögum um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 27/1998, en einnig var vísað til jafnræðissjónarmiða. Talin var þörf á sérstökum reglum um hámarksaflahlutdeild í lögum um stjórn fiskveiða þar sem almennar reglur samkeppnisréttar varðandi markaðsráðandi stöðu einstakra aðila voru ekki taldar hafa þýðingu fyrr en samþjöppun aflaheimilda væri orðin mun hærri en talið hefur verið viðunandi (þskj. 222, 209. mál á 122. lögþ.). Við framkvæmd hámarkshlutdeildarreglna skal telja í einu lagi aðila sem teljast tengdir í skilningi laganna. Með því er átt við þegar annar aðilinn á meiri hluta hlutafjár í hinum eða fyrir hendi eru svonefnd raunveruleg yfirráð annars aðilans yfir hinum. Fiskistofa hefur bent á að erfitt geti reynst að afmarka með fullnægjandi hætti hvenær aðilar teljist tengdir og var af þeim sökum fjallað ítarlega um þetta í skýrslu Ríkisendurskoðunar og af hálfu verkefnastjórnar, þar sem gerðar voru ábendingar um breytingar. Því er lagt til að hugtakið raunveruleg yfirráð verði afmarkað betur í lögunum.

3. Meginefni frumvarpsins.
    Með frumvarpi þessu er lagt til að:
          heildstæðu viðurlagakerfi verði komið á fót vegna brota á lögum á sviði fiskveiðistjórnar,
          heimildir Fiskistofu til að sinna rafrænu eftirliti verði styrktar,
          hugtakið raunveruleg yfirráð við framkvæmd reglna um hámarksaflahlutdeild verði afmarkað betur.

3.1. Heildstætt viðurlagakerfi vegna brotamála.
3.1.1. Heimild til álagningar stjórnvaldssekta.
    Lagt er til að Fiskistofu verði heimilt að leggja stjórnvaldssektir á eigendur eða útgerðir fiskiskipa, eftir því sem við á, og vigtunarleyfishafa. Lagt er til að stjórnvaldssektir geti numið frá 25 þús. kr. til 50 millj. kr. Lagt er til að háð sé mati Fiskistofu hvaða viðurlögum er beitt í hverju tilviki fyrir sig og því geti Fiskistofa t.d. ákveðið þegar um smávægilegt brot er að ræða að beita fremur lægstu mögulegu stjórnvaldssekt en að svipta það skip sem í hlut á veiðileyfi. Ber Fiskistofu því að leggja ígrundað mat á það í hverju tilviki fyrir sig hvaða viðurlög eru best til þess fallin að skila tilætluðum áhrifum og gæta að því að ganga ekki lengra en nauðsynlegt er til að ná þeim markmiðum sem að er stefnt. Lagt er til að afmarkað verði til hvaða atriða Fiskistofa skuli líta við ákvörðun um fjárhæð sektar. Verður þannig skylt að taka tillit til þeirra hagsmuna sem í húfi eru, alvarleika brots, hvað það hafi staðið lengi, hvort hinn brotlegi aðili hafi haft af því ávinning, veltu hins brotlega næstliðið reikningsár, hvort um ítrekað brot sé að ræða, hvort brot var framið af ásetningi eða gáleysi, hvort skip hafi samhliða verið svipt veiðileyfi eða vigtunarleyfi samhliða afturkallað, hvort lagt hafi verið á hinn brotlega aðila sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla og samstarfsvilja hins brotlega. Ákvörðun um fjárhæð sektar er því háð fjölþættu mati sem ætlað er að tryggja að hún sé í samræmi við eðli og umfang brots hverju sinni. Heimilt er að bera ákvörðun um álagningu stjórnvaldssekta undir dómstóla verði frumvarpið að lögum.

3.1.2. Mat fari fram áður en viðurlögum er beitt.
    Með frumvarpinu er lagt til að gerðar verði breytingar á þeim viðurlagaákvæðum gildandi laga sem mæla fyrir um að Fiskistofa skuli svipta skip veiðileyfi eða afturkalla leyfi til vigtunar sjávarafla við tilteknar aðstæður á þann veg að Fiskistofa geti við umræddar aðstæður gripið til slíkra ráðstafana. Þessi breyting helst í hendur við að Fiskistofu verði veitt heimild til álagningar stjórnvaldssekta. Er þá ráðgert að það verði háð mati Fiskistofu með hliðsjón af eðli og umfangi þess brots sem um ræðir hverju sinni hvort forsendur standi til að beita sviptingu veiðileyfis, afturköllun á leyfi til vigtunar sjávarafla, eða leggja stjórnvaldssekt á eiganda eða útgerð viðkomandi fiskiskips eða viðkomandi vigtunarleyfishafa. Enn fremur er ráðgert að Fiskistofa geti eftir atvikum beitt hvoru tveggja samhliða. Gert er þó ráð fyrir því að framkvæmdin verði með þeim hætti að einungis geti komið til sviptingar veiðileyfis í þeim tilvikum þar sem stjórnvaldssektir eru ekki taldar duga til að skapa nægjanleg fælingar- og varnaðaráhrif.
    Þá er lagt til að Fiskistofa hafi heimild til að falla frá beitingu viðurlaga ef um fyrsta brot viðkomandi er að ræða, ef brot telst óverulegt eða af öðrum ástæðum er ekki talin þörf á viðurlögum með hliðsjón af almennum réttarvörslusjónarmiðum. Þannig er ráðgert að Fiskistofa geti þrátt fyrir niðurstöðu um að brot hafi átt sér stað fallið frá beitingu viðurlaga á þeim grundvelli. Samhliða er lagt til að ákvæði viðeigandi laga um áminningar sem og ákvæði laga um umgengni um nytjastofna sjávar um ítrekunaráhrif falli brott enda ekki þörf á þeim ákvæðum þegar tryggt er að mat fari fram á því hvort forsendur standi til að beita viðurlögum í hverju tilviki fyrir sig og kostur er á fleiri en einu úrræði í því sambandi með hliðsjón af eðli og umfangi þess brots sem um ræðir.
    Loks er lagt til að Fiskistofu verði veitt heimild til að ljúka máli með sátt gangist hinn brotlegi aðili við broti og óski eftir því að ljúka málinu með þeim hætti. Gert er ráð fyrir því að slík sátt geti falið í sér að hinn brotlegi greiði stjórnvaldssekt eða undirgangist tilteknar skuldbindingar. Meginreglan verður þó eftir sem áður sú að beita skuli viðurlögum við brotum á lögum á sviði fiskveiðistjórnunar en þeim breytingum sem lagðar eru til með frumvarpinu er ætlað að tryggja að þau viðurlög sem beitt er hverju sinni séu í samræmi við eðli og umfang brots. Er þessu ætlað að tryggja að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til og að eðlilegt samræmi sé milli eðlis og umfangs brots og þeirra viðurlaga sem beitt er.

3.1.3. Sambærileg mál hljóti sambærilega meðferð.
    Í framkvæmd hefur gerst að þegar starfsmenn Landhelgisgæslu verða áskynja um brot eru þau kærð til lögreglu en ef starfsmenn Fiskistofu verða áskynja um brot eru þau send lögfræðisviði stofnunarinnar til meðferðar. Því getur komið til þess að sambærileg mál sæti ólíkri meðferð. Til að koma í veg fyrir það er lagt til að mælt verði skýrt fyrir um hvaða brot sæta rannsókn sakamáls að undangenginni kæru Fiskistofu eða Landhelgisgæslu. Varði meint brot á lögum bæði stjórnvaldssektum og refsingu skuli Fiskistofa og Landhelgisgæslan meta hvort mál skuli kært til lögreglu eða því lokið með stjórnvaldsákvörðun hjá Fiskistofu. Lagt er til að ef brot telst meiri háttar í þeim skilningi að það hafi verið framið með sérstaklega vítaverðum hætti eða við aðstæður sem auka mjög á saknæmi þess skuli það alla jafna kært til lögreglu. Þá er lagt til að gæta skuli samræmis við úrlausn sambærilegra mála. Í því felst eðli máls samkvæmt að nauðsynlegt er að Fiskistofa og Landhelgisgæslan hafi reglulega almennt samráð eða eftir atvikum í einstökum málum um mat á því hvort mál skuli kærð til lögreglu.
    Verði frumvarpið að lögum má gera ráð fyrir því að þeim brotum á löggjöf á sviði fiskveiðistjórnunar sem sæta rannsókn sakamáls muni fækka verulega og það verði í undantekningartilvikum sem mál sæta slíkri meðferð.
    Loks er vert að árétta að gert er ráð fyrir því að mál verði annaðhvort kært til lögreglu eða málinu lokið með stjórnvaldsákvörðun Fiskistofu. Með kæru til lögreglu lýkur meðferð máls hjá Fiskistofu þar sem það sætir þá rannsókn lögreglu. Að því sögðu er þó gert ráð fyrir því að ákærandi geti sent mál sem kært hefur verið til lögreglu til Fiskistofu á ný til meðferðar og ákvörðunar séu ekki efni til útgáfu ákæru. Sama mál getur hins vegar aldrei verið til eiginlegrar meðferðar hjá bæði Fiskistofu og lögreglu á sama tíma og hinn brotlegi því ekki sætt tvöfaldri refsingu eða málsmeðferð.
    Lagt er til að lögfest verði ákvæði sem tryggir rétt einstaklinga til að fella ekki á sig sök. Í máli sem beinist að einstaklingi og lokið getur með álagningu stjórnvaldssektar eða kæru til lögreglu, hafi sá sem grunur leikur á að hafi gerst sekur um lögbrot þannig rétt til að neita að svara spurningum eða afhenda gögn eða muni. Er þetta í samræmi við meginreglur á sviði refsiréttar og sakamálaréttarfars.

3.1.4. Brottfall heimildar til að beita viðurlögum.
    Lagt er til að lögfest verði ákvæði sem kveða á um að heimild Fiskistofu til svipta skip veiðileyfi, afturkalla leyfi til vigtunar og leggja á stjórnvaldssektir falli niður þegar fimm ár eru liðin frá því að þeirri háttsemi sem viðurlögum varðar lauk. Í gildandi lögum er ekki að finna sambærilegar heimildir. Fellur þetta vel að sjónarmiðum um meðalhóf við meðferð opinbers valds og eru sambærileg fyrirmæli í refsilöggjöf.

3.1.5 Heimild til að leggja á dagsektir og innheimta uppsafnaðar dagsektir.
    Með frumvarpinu er lagt til að Fiskistofu verði í ákveðnum tilvikum heimilt að leggja dagsektir     á hvern þann sem vanrækir að veita stofnuninni þær upplýsingar sem viðkomandi ber að veita lögum samkvæmt. Þá er gert ráð fyrir sterkari heimildum Fiskistofu til innheimtu dagsekta. Ráðgert að stofnunin skuli fyrst skora á hvern þann sem vanrækir að veita upplýsingar að bæta úr og gefa viðkomandi kost á að upplýsa um ástæður tafa við upplýsingaskil. Þá skuli Fiskistofa leiðbeina viðkomandi um að dagsektir verði lagðar á að sjö dögum liðnum hafi umræddar upplýsingar ekki borist, nema hlutaðeigandi upplýsi sannanlega um ástæður, sem honum verður ekki um kennt og gerðu honum ókleift að veita upplýsingarnar. Lagt er til að kveðið verði á um það að óinnheimtar dagsektir falli ekki niður. Er það gert til að tryggja að úrræðið hafi tilhlýðileg fælingar- og varnaðaráhrif. Lagt er til að dagsektir skuli nema 30 þús. kr. fyrir hvern byrjaðan dag og geti hæstar orðið 1,5 millj. kr.

3.1.6. Gagnsæi í störfum Fiskistofu.
    Lagt er til að skýrt verði mælt fyrir um heimild Fiskistofu til að birta opinberlega ákvarðanir um sviptingu veiðileyfa, afturköllun vigtunarleyfa og álagningu stjórnvaldssekta sem og upplýsingar um gerð sátta. Miðar þetta að því að auka enn frekar gagnsæi í störfum Fiskistofu sem og fyrirsjáanleika fyrir þá sem starfa í greininni og veita bæði þeim og Fiskistofu tilhlýðilegt aðhald.

3.2. Heimildir Fiskistofu til rafræns eftirlits verði efldar.
    Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem miða að því að styrkja heimildir Fiskistofu til rafræns eftirlits. Lagt er til að eftirlitsmönnum Fiskistofu verði heimill aðgangur að upplýsingum sem verða til við rafræna vöktun á löndunarhöfnum í þeim tilgangi að hafa eftirlit með löndun afla. Við eftirlitið þarf að huga að lögum um persónuvernd og gæta þess að eftirlit sé í samræmi við tilgang heimildarinnar að teknu tilliti til meðalhófs. Þá eru lagðar til breytingar á lögum um Fiskistofu sem miða að því að veita Fiskistofu heimild til rafræns eftirlits og heimild til vinnslu upplýsinga. Að auki er lagt til að sett verði bráðabirgðaákvæði sem heimilar Fiskistofu að fara í samstarf við útgerðaraðila um notkun myndavéla um borð í fiskiskipum í eftirlitsskyni. Er þetta í samræmi við tillögur verkefnastjórnarinnar um að stofnunin fái skýrar lagaheimildir í þessu efni.

3.3. Hugtakið raunveruleg yfirráð við framkvæmd reglna um hámarksaflahlutdeild verði afmarkað betur.
    Í 14. gr. laga um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006, er mælt fyrir um skyldu aðila til að tilkynna Fiskistofu ef fyrirsjáanlegt er að aflahlutdeild fari yfir mörk skv. 13. gr. Láta skal stofnuninni „reglubundið í té“ nánar greindar upplýsingar um meðal annars eignarhluta allra þeirra sem eiga meira en 10% af hlutafé, stofnfé eða atkvæðisrétti í viðkomandi aðila. Fiskistofa skal fara yfir upplýsingarnar og tilkynna hlutaðeigandi um aflahlutdeild fiskiskipa og hvort farið sé yfir hámörk hámarkshlutdeildarregla, en sé það raunin er gefinn sex mánaða frestur til að koma hlutdeildinni niður fyrir mörkin, ella fellur hlutdeildin niður og er ráðstafað til annarra skipa.
    Það sem helst hefur valdið erfiðleikum við framkvæmd þessara lagaákvæða, svo sem rakið er í skýrslu Ríkisendurskoðunar, er hvenær aðilar teljast tengdir í skilningi 4. mgr. 13. gr. laganna.
    Í 1. tölul. 4. mgr. 13. gr. laganna er tilgreint að aðilar, þar sem annar aðilinn, einstaklingur eða lögaðili, á beint eða óbeint meiri hluta hlutafjár eða stofnfjár í hinum aðilanum eða fer með meiri hluta atkvæðisréttar skuli teljast tengdir. Undir þennan tölulið falla því bæði bein og óbein yfirráð á grundvelli hlutafjáreignar eða stofnfjáreignar eða eftir atvikum meiri hluta atkvæðisréttar. Í slíkum tilvikum liggja yfirráð almennt ljós fyrir og litlum vandkvæðum bundið að sýna fram á að þau séu til staðar. Í því sambandi skal þó áréttað að samkvæmt orðalagi ákvæðisins getur aðili farið með meiri hluta atkvæðisréttar í öðrum aðila á öðrum grundvelli en meiri hluta hlutafjár eða stofnfjár og þarf þá að sýna fram á að svo sé.
    Í 2. tölul. 4. mgr. er svo tilgreint að aðilar, þar sem annar aðilinn, einstaklingur eða lögaðili, hefur með öðrum hætti en greinir í 1. tölul. „raunveruleg yfirráð“ yfir hinum skuli teljast tengdir. Slík yfirráð eru ekki afmörkuð nánar í lögunum sjálfum, en hugtakið er þekkt í hlutafélagarétti og samkeppnisrétti. Í lögskýringargögnum segir að til slíkra yfirráða teldust hvers konar yfirráð sem ekki væru áður talin og gæfu einum aðila úrslitaáhrif í rekstri og stjórn annars aðila. Einnig mætti hugsa sér þá aðstöðu að aðili hefði svo sterka samningsstöðu gagnvart öðrum aðila að hann réði í raun stjórnarákvörðunum, svo sem vegna samnings um notkun eða ráðstöfun eigna viðkomandi, samnings um einkarétt til að nýta allan afla aðilans eða samnings við hluthafa eða stjórnarmenn sem gætu haft úrslitaáhrif við ákvarðanatöku (þskj. 222, 209. mál á 122. lögþ.). Raunveruleg yfirráð geta talist vera fyrir hendi jafnvel þótt viðkomandi fari hvorki með meiri hluta hlutafjár eða stofnfjár né heldur meiri hluta atkvæðisréttar í eiginlegum skilningi.
    Svo sem segir í skýrslu verkefnastjórnarinnar er nauðsynlegt að reglur um tengda aðila séu eins skýrar og mögulegt er og eftirlit með þeim skilvirkt. Með frumvarpinu er því lagt til að hugtakið „raunveruleg yfirráð“ verði afmarkað betur með tveimur nýjum málsgreinum sem bætist við 13. gr. laga um stjórn fiskveiða. Þessi afmörkun byggir á 3. gr. reglna nr. 1390/2020 um tilkynningu og málsmeðferð í samrunamálum, sbr. 17. gr. samkeppnislega, nr. 44/2005, þar sem lýst er hvað þurfi til svo samruni teljist hafa átt sér stað í skilningi samkeppnisréttar, vegna breytinga á yfirráðum yfir fyrirtækjum. Ákvæði 17. gr. samkeppnislaga eru rúm og taka til víðtækra þátta sem geta verið til staðar þegar meta á hvort um tengda aðila sé að ræða og hvort raunveruleg yfirráð séu til staðar milli aðila. Þannig getur verið horft til meðal annars stjórnunar- eða fjölskyldutengsla sem er í samræmi við tillögu verkefnastjórnar. Horft var til þess að tryggja nægilega víða afmörkun á slíkum tengslum sem gæti vegið inn í heildstætt mat á því hvort raunverulegum áhrifum sé til að dreifa. Mikilvægt er þó að hafa hugfast að niðurstaða um það hvort raunveruleg yfirráð séu fyrir hendi byggist eftir sem áður á heildstæðu mati.
    Fiskistofa skal leggja mat á það hvort yfirráð eru fyrir hendi og aðilar þar með tengdir með svipuðu móti og Samkeppniseftirlitið gerir á grundvelli samkeppnislaga. Í ljósi þess er lagt til að í 1. mgr. 14. gr. laganna verði skýr heimild fyrir Fiskistofu til að afla þeirra upplýsinga og gagna sem hún telur nauðsynleg í því skyni. Eftir sem áður er aðilum gert að upplýsa Fiskistofu ef fyrirsjáanlegt er að aflahlutdeild fiskiskipa einstakra eða tengdra aðila fari yfir mörk skv. 1. eða 2. mgr. 13. gr. laganna. Með þessum tillögum er miðað að því að styrkja verulega eftirlit Fiskistofu með því að aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila, einstaklinga eða lögaðila, eða í eigu tengdra aðila fari ekki umfram lögbundin mörk til samræmis við tillögur verkefnastjórnarinnar.

4. Samræmi við stjórnarskrá og alþjóðlegar skuldbindingar.
    Við samningu ákvæða um heimildir Fiskistofu til að viðhafa rafrænt eftirlit var gætt að 71. gr. stjórnarskrár Íslands um friðhelgi einkalífs og að reglurnar samræmdumst lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018.
    Ekki var talið tilefni til að taka til sérstakrar skoðunar hvort efni frumvarpsins færi gegn öðrum ákvæðum stjórnarskrár.
    Alþjóðasamningur Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna um hafnríkisaðgerðir til að fyrirbyggja, hindra og uppræta ólöglegar, ótilkynntar og eftirlitslausar veiðar var fullgiltur á Íslandi árið 2015 og samhliða því voru helstu skuldbindingar Íslands samkvæmt samningum innleiddar í lög um veiðar og vinnslu erlendra skipa. Við samningu frumvarpsins kom til skoðunar hvort efni þess sem varðar breytt viðurlagaákvæði í framangreindum lögum hefði áhrif á skuldbindingar Íslands samkvæmt áðurnefndum samningi. Talið er að svo sé ekki.

5. Samráð.
    Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á helstu lögum á sviði fiskveiðistjórnunar sem varða eftirlit Fiskistofu. Efni þess mun fyrst og fremst hafa áhrif á þá aðila sem stunda veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og þá aðila sem hafa vigtunarleyfi samkvæmt lögum um umgengni um nytjastofna sjávar. Frumvarpið byggist á tillögum og athugasemdum sem fram komu í skýrslu verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni. Til að styðja við starf verkefnastjórnarinnar var skipaður samráðshópur með fulltrúum helstu haghafa í sjávarútvegi; Félags skipstjórnarmanna, Félags vélstjóra og málmtæknimanna, Fiskistofu, Hafnasambandi Íslands, Hafrannsóknastofnun, Landhelgisgæslu Íslands, Landssambands smábátaeigenda, Matís ohf., Matvælastofnun, Samtökum fiskframleiðenda og útflytjenda, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtökum smærri útgerða, og Sjómannasambandi Íslands. Einnig voru fulltrúar allra þingflokka í samráðshópnum.
    Verkefnastjórnin hélt fjóra fundi með samráðshópnum þar sem vinna verkefnastjórnarinnar var kynnt og óskað eftir sjónarmiðum frá fulltrúum hópsins. Einnig voru haldnir sérstakir fundir með Fiskistofu, Landhelgisgæslu Íslands, Matís, Ríkisendurskoðun, dómsmálaráðuneytinu, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtökum fiskvinnslu og fiskútflytjenda.
    Frumvarpið var samið í atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytinu í nánu samstarfi við Fiskistofu og Landhelgisgæsluna. Einnig voru haldnir fundir með dómsmálaráðuneytinu varðandi ákvæði er snúa að Landhelgisgæslunni. Drög að frumvarpi voru kynnt á fundum með helstu félagasamtökum útgerðaraðila (Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Landssambandi smábátaeigenda og Samtökum smærri útgerða) haustið 2020.
    Drög að frumvarpinu voru birt 26. febrúar 2021 í samráðsgátt stjórnvalda á vefnum Ísland.is (mál nr. 62/2021). Bárust 14 umsagnir um frumvarpið á umsagnartíma, frá átta einstaklingum, Landhelgisgæslu Íslands, Landssambandi smábátaeigenda, Samkeppniseftirlitinu, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Smábátafélaginu Hrollaugi og Útgerðarfélagi Reykjavíkur hf. Þá bárust einnig umsagnir frá Fiskistofu og Hafnasambandi Íslands.
    Í umsögnum einstaklinga eru einkum gerðar athugasemdir við rafrænar afladagbækur, rafrænt eftirlit Fiskistofu og matsþætti tengdra aðila.
    Í umsögn Landhelgisgæslu Íslands kemur fram að einföldun og samræming viðurlagaumhverfis á sviði fiskveiðistjórnunar sé framfaraskref og talið jákvætt að Fiskistofu sé veitt heimild til að ljúka málum er varða brot á fiskveiðilöggjöfinni með stjórnvaldssekt. Þá tekur Landhelgisgæslan undir að mikilvægt sé að Fiskistofa og Landhelgisgæslan hafi samráð um hvaða mál skuli teljast meiri háttar brot og kærð til lögreglu og þannig hægt að tryggja að sambærileg mál fái sambærilega meðferð.
    Í umsögn Landssambands smábátaeigenda koma fram athugasemdir um gjaldtöku vegna afladagbóka og að tekið verði tillit til stærðar skipa við ákvarðanir um dagsektir. Þá er lagt til að fyrningarfrestur brota verði lækkaður úr fimm árum í þrjú ár. Þá er lagður til lengri aðlögunartími vegna ákvæða um tengda aðila sem landssambandið styður að öðru leyti. Eftirlit með fjarstýrðum loftförum er gagnrýnt og hvatt til þess að farið verði varlega svo ekki verði gengið nærri persónuverndarsjónarmiðum með rafrænu eftirliti, sbr. meðalhófsreglu.
    Í umsögn Samkeppniseftirlitsins kemur fram að mat á tengdum aðilum virðist að hluta til byggjast á eðlislíku mati í lögum um stjórn fiskveiða og framkvæmt er í samkeppnisrétti. Með frumvarpinu er yfirráðahugtak laganna afmarkað nánar og fært til samræmis við ákvæði 17. gr. samkeppnislaga. Að mati Samkeppniseftirlitsins er þessi breyting til verulegra bóta enda felist mikilvægir hagsmunir í því að samræmi sé í framkvæmd stjórnvalda að þessu leyti. Leggur Samkeppniseftirlitið til frekari breytingar á 13. gr. laganna. Þá telur Samkeppniseftirlitið að endurskoða þurfi sektarfjárhæðir dagsekta þannig að þær verði í samræmi við mismunandi efnahagslega styrkleika aðila.
    Í umsögn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi kemur fram að samtökin gjaldi varhug við því að Fiskistofa fái jafn víðtæka heimild til að leggja á stjórnvaldssektir og að hægt sé að beita leyfissviptingu og stjórnvaldssekt samhliða. Þá telja samtökin að ekki eigi að vísa til meðal annars veltu aðila næstliðið reikningsár þegar upphæð stjórnvaldssekta er metin og sektir geti því orðið misháar. Þá er bent á að nauðsynlegt sé að hafa kæruleið innan stjórnsýslunnar á stjórnvaldsákvörðunum Fiskistofu. Þá er farið yfir ákvæði um rof fyrningarfrests gagnvart einstaklingum. Samtökin lýsa sig mótfallin þeim breytingum sem kynntar hafa verið á lögum um stjórn fiskveiða varðandi skilgreiningar á tengdum aðilum og telja að slíkar breytingar þurfi að ígrunda betur. Talið er að Fiskistofa fái of víðtæka heimild til túlkunar á matsþáttum. Gæta verði að því að ekki sé gengið of langt í kröfum um birtingu upplýsinga í samræmi við önnur fyrirtæki á markaði. Þá er lagður til lengri frestur til að tilkynna kaup á fyrirtækjum til Fiskistofu. Samtökin telja ekki ástæðu til umfangsmikils eftirlits með myndavélum á sjó en leggjast ekki gegn því tilraunaverkefni sem frumvarpið mælir fyrir.
    Í umsögn Smábátafélags Hrollaugs koma fram sjónarmið um að í stað afladagbóka kæmi gagnagrunnur á vegum stjórnvalda.
    Í umsögn Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. kemur fram að fimm ára fyrningarregla um heimildir Fiskistofu til að beita viðurlögum sé til bóta og feli í sér réttaröryggi. Þá er farið yfir ákvæði um rof fyrningarfrests gagnvart einstaklingum, um kæruheimild sekta og leyfissviptinga og sjónarmið um frestun réttaráhrifa. Þá gerir félagið alvarlegar athugasemdir við útfærslu skilgreininga á tengdum aðilum og raunverulegum yfirráðum. Ekki sé rétt að byggja fullum fetum á sjónarmiðum samkeppnisréttarins þar sem markmið laganna eru ekki þau sömu. Telur félagið að með frumvarpinu sé gengið lengra en í samkeppnisrétti.
    Í umsögn Fiskistofu er fjallað um rafræna aflaskráningu, samvinnu við Landhelgisgæsluna, hugtökin um tengda aðila og yfirráð, birtingu upplýsinga og myndavélaeftirlit.
    Í umsögn Hafnasambands Íslands er bent á að höfnum verði ekki skylt að koma sér upp eftirlitsmyndakerfi heldur að Fiskistofu sé heimilt að nýta kerfi ef það er til staðar, og að heimildin sé sambærileg við heimildir lögreglu um að skoða verði tímabil tengt skilgreindum atvikum sem eru til rannsóknar.
    Farið hefur verið yfir efnisatriði þeirra umsagna sem bárust. Umsagnir leiddu til eftirfarandi breytinga frá þeim drögum sem voru kynnt í samráðsgátt:
    Fallist er á að ákvæði er mæla fyrir um rof frests fyrir Fiskistofu til að beita viðurlögum innan fimm ára með tilkynningu til aðila (lögaðila) hafi réttaráhrif gagnvart öllum aðilum (einstaklingum) sem komu að broti séu ekki í fullu samræmi við meginreglur refsiréttar. Breytingar voru því gerðar á 5., 6., 7., 13., 17., 18., 22., 23., 31., 32., 37. og 38. gr. frumvarpsins.
    Breytingar voru gerðar á 3., 16. og 28. gr. og eru ákvarðanir um dagsektir kæranlegar til ráðuneytisins, en kæra frestar þó ekki réttaráhrifum.
    Breytingar voru gerðar á 14. gr. frumvarpsins um breytingar á 13. gr. laga um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006, sem varða tengda aðila og raunveruleg yfirráð, með því að fella brott sérstaka tilvísun til stjórnunar- og fjölskyldutengsla úr áður birtum frumvarpstexta. Eftir sem áður eru þessir þættir inni í því heildarmati sem fara verður fram á vegum eftirlitsaðila. Þetta er gert til einföldunar og til samræmis við eðlislík hugtök í samkeppnisrétti. Þannig er áfram byggt á mati Fiskistofu á því hvort hámarksaflahlutdeild sé náð en matsþættir og hugtök eru færð til samræmis við samkeppnislög þannig að stofnanir séu með svipaðar heimildir við eftirlit sitt og geta átt samstarf við úrlausn mála, þótt markmið laga sé ekki það sama. Áherslan er á raunverulega aðstöðu aðila til að hafa yfirráð yfir öðrum. Hvaða eða hvers konar aðstæður eru til staðar skipti ekki höfuðmáli heldur víðtæk skilgreining hugtaksins. Möguleikinn til að hafa áhrif getur dugað til að yfirráð séu til staðar.
    Þá er einnig lagt til að Samkeppniseftirlitinu verði bætt við í upptalningu stofnana í a-lið 15. gr. frumvarpsins um breytingar á 1. mgr. 14. gr. laganna um þær stofnanir sem Fiskistofa getur óskað eftir upplýsingum og gögnum frá við framkvæmd eftirlits.
    Gerðar voru breytingar á c-lið 15. gr. frumvarpsins um að frestir fyrir tilkynningar til Fiskistofu um kaup og sölu í útgerð verði 15 virkir dagar í stað 10, þar sem slíkir gerningar geta tekið lengri tíma.
    Þá er lagt til að gildistaka laganna verði 1. september 2021 við upphaf nýs fiskveiðiárs.
    Þess ber að geta að athugasemdir leiddu einnig til þess að bætt var við skýringar í greinargerð með frumvarpinu. Jafnframt geta umsagnir leitt til nánari skoðunar þótt ekki hafi verið brugðist við eintökum athugasemdum sérstaklega að þessu sinni.

6. Mat á áhrifum.
    Með frumvarpinu er lagt til að viðurlagakaflar laga á sviði fiskveiðistjórnar verði samræmdir svo heildstætt viðurlagakerfi gildi um brot gegn þeim. Er umræddum breytingum ætlað að efla skilvirkni og gagnsæi eftirlits með fiskveiðiauðlindinni og skapa tilætluð fælingar- og varnaðaráhrif. Verði frumvarpið að lögum mun það einkum hafa áhrif á þá sem stunda útgerð og aðila sem eru með leyfi til vigtunar á sjávarafla.
    Fiskistofa er það stjórnvald sem fer með eftirlit með lögum á sviði fiskveiðistjórnunar. Efni frumvarpsins fellur vel að starfsemi stofnunarinnar en felur jafnframt í sér þau nýmæli að Fiskistofu verði fengnar heimildir til álagningar stjórnvaldssekta vegna brota á lögum á sviði fiskveiðistjórnunar. Einhver kostnaður mun falla til við undirbúning þess þáttar og fellur hann innan útgjaldaramma Fiskistofu. Til lengri tíma litið eru fjárhagsáhrif frumvarpsins jákvæð fyrir ríkissjóð þar sem stjórnvaldssektir munu renna í ríkissjóð. Ekki er hægt að segja til um hve mikil þau verða þar sem ekki hefur farið fram mat á umfangi álagningar stjórnvaldssekta auk þess sem reglunum er ætlað að hafa fælingar- og varnaðaráhrif til lengri tíma litið. Frumvarpið mun ekki hafa áhrif á áætlaðar fjárheimildir.

Um einstakar greinar frumvarpsins.

Um 1. gr.

    Lagt til að eftirlitsmönnum Fiskistofu verði heimilaður aðgangur að upplýsingum sem fást við rafræna vöktun í löndunarhöfn í því skyni að hafa eftirlit með löndun afla. Flestar löndunarhafnir eru búnar rafrænu vöktunarkerfi en eftirlitsmönnum Fiskistofu er ekki heimill aðgangur að upplýsingum sem fást við rafræna vöktun í höfnum nema fyrir því sé skýr lagaheimild, sem lagt er til að bætist við 8. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar.

Um 2. gr.

    Í gildandi lögum er kveðið á um afladagbækur í 17. gr. laga um stjórn fiskveiða og í 9. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Lagt er til að efnisreglur ákvæðanna verði sameinaðar í eitt ákvæði, 4. mgr. 9. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Afladagbækur eða aflaskráning verður rafræn með snjallsímaforriti.
    Þær breytingar eru lagðar til á reglum varðandi afladagbækur að Fiskistofu verði heimilt að svipta skip leyfi til veiða í atvinnuskyni vegna vanskila á afladagbók en ekki skylt líkt og í gildandi lögum. Eru þessar breytingar í samræmi við aðrar tillögur frumvarpsins. Þá er felld út heimild Fiskistofu að innheimta gjald fyrir afladagbækur þar sem stofnunin mun ekki lengur láta þær í té. Jafnframt er því breytt að Fiskistofu er ekki gert að láta í té sérstakar vinnsludagbækur fyrir vinnsluskip heldur er vísað til þess að skipstjórar skuli halda um vinnslu aflans í sérstaka vinnsludagbók á því formi sem Fiskistofa samþykkir.

Um 3. gr.

    Lagðar eru til breytingar á 12. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Annars vegar eru lagðar til breytingar á 2. mgr. í því skyni að skerpa á því að vigtar- og ráðstöfunarskýrslum skuli skilað til Fiskistofu og að stofnunin ákveði form þeirra og skilahátt. Hins vegar er lagt til að í stað 3. og 4. mgr. þar sem kveðið er á um að hver sá sem vanrækir að veita Fiskistofu upplýsingar skv. 2. mgr. skuli sæta dagsektum komi þrjár nýjar málsgreinar um sama efni. Þannig er lagt til að álagðar dagsektir falli ekki niður enda þótt upplýsingum sé skilað um síðir. Finna má mörg dæmi í íslenskum rétti um slíkt úrræði og má þar nefna 3. mgr. 11. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998, en þar segir að óinnheimtar dagsektir falli ekki niður þótt aðilar verði síðar við kröfum Fjármálaeftirlitsins nema Fjármálaeftirlitið ákveði það sérstaklega.
    Lagt er til að Fiskistofa þurfi fyrst að skora á þann sem vanrækt hefur að veita upplýsingar um að sinna lögboðnum skyldum sínum. Um leið gefur stofnunin hlutaðeigandi andmælarétt í tilefni af því að dagsektir verði lagðar á innan sjö daga hafi upplýsingar ekki borist. Ekki skal þó leggja dagsektir á upplýsi hlutaðeigandi sannanlega um ástæður, sem honum verður ekki um kennt og gerðu honum ókleift að skila upplýsingunum. Jafn skjótt og slíkum tálmunum lýkur skal hins vegar veita Fiskistofu upplýsingarnar. Komi ekki fram í andmælum að um slíkar aðstæður sé að ræða skal Fiskistofa leggja á 30 þús. kr. dagsekt sem hæst getur þó orðið 1,5 millj. kr. sem jafngildir 50 dagsektardögum. Dagsektir eru aðfararhæfar og renna í ríkissjóð.

Um 4. gr.

    Með hliðsjón af öðrum þeim breytingum sem lagðar eru til með frumvarpi þessu og varða breytingar á ákvæðum um viðurlög við brotum er með frumvarpsgreininni lagt til að 2. mgr. 14. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar falli brott.

Um 5. gr.

    Lagðar eru til breytingar á 15. gr. laga um umgengni við nytjastofna sjávar.
    Lagt er til að gerð verði sú breyting á 1. mgr. ákvæðisins að í stað orðanna „skal svipta“ komi orðin „getur svipt“. Er þessi tillaga liður í því að tryggja að mat fari fram áður en viðurlögum er beitt og helst hún í hendur við þá tillögu að Fiskistofu verði veitt heimild til álagningar stjórnvaldssekta. Er ráðgert að það sé háð mati Fiskistofu með hliðsjón af eðli og umfangi þess brots sem um er að tefla hverju sinni hvort forsendur standi til að beita sviptingu veiðileyfis eða afturköllun á leyfi til vigtunar sjávarafla eða leggja stjórnvaldssekt á eiganda eða útgerð viðkomandi fiskiskips eða viðkomandi vigtunarleyfishafa. Enn fremur er ráðgert að Fiskistofa geti eftir atvikum beitt hvoru tveggja samhliða. Í þessu sambandi skal og tekið fram að með a-lið 6. gr. frumvarpsins er aukinheldur lagt til að Fiskistofa geti fallið frá beitingu hvers konar viðurlaga vegna brota á lögunum ef um fyrsta brot viðkomandi er að ræða, brot telst óverulegt, eða af öðrum ástæðum er ekki talin þörf á viðurlögum með hliðsjón af almennum réttarvörslusjónarmiðum. Samhliða er lagt til að ákvæði 3. mgr. 15. gr. sem kveður á um að Fiskistofa skuli veita hlutaðeigandi útgerð skriflega áminningu við fyrsta minni háttar brot falli brott enda ekki þörf á slíku úrræði þegar tryggt er að mat fari fram á því hvort forsendur standi til að beita viðurlögum í hverju tilviki fyrir sig og kostur á fleiri en einu úrræði í því sambandi með hliðsjón af eðli og umfangi þess brots sem um er að ræða. Þá er lagt til að í stað 3. mgr. 15. gr. komi ný málsgrein sem kveður skýrlega á um það að heimild Fiskistofu til að svipta skip leyfi til veiða í atvinnuskyni skv. 1. mgr. falli niður þegar fimm ár eru liðin frá því háttsemi lauk. Í gildandi lögum er ekki að finna almennt ákvæði um brottfall heimildar til að beita stjórnsýsluviðurlögum og þykir því rétt að skýrlega verði kveðið á um að heimild Fiskistofu að því leyti falli niður að tilteknum tíma liðnum til að tryggja réttaröryggi þeirra sem hlut eiga að máli. Þá er lagt til að mælt verði fyrir um að frestur rofni þegar Fiskistofa tilkynnir aðila um upphaf rannsóknar á meintu broti.

Um 6. gr.

    Lagðar eru til sams konar breytingar á 17. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar og lagðar eru til með 5. gr. frumvarpsins á 15. gr. laganna. Um skýringar vísast því til skýringa við ákvæði 5. gr. eftir því sem við á.

Um 7. gr.

    Lagt er til að í stað gildandi 18. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar komi nýtt ákvæði sem kveður á um að Fiskistofa geti lagt stjórnvaldssektir á eigendur eða útgerðir fiskiskipa, eftir því sem við á, og vigtunarleyfishafa, ef viðkomandi eða einhver sem starfar í hans þágu brýtur gegn þeim ákvæðum sem tilgreind eru í 1. mgr. frumvarpsgreinarinnar. Lagði verkefnastjórnin í skýrslu sinni til að Fiskistofu yrði veitt slík heimild. Í skýrslunni kemur fram að verkefnastjórnin telji að viðurlög í formi stjórnvaldssekta geti í ákveðnum tilvikum verið markvissari og betur til þess fallin að skapa tilætluð varnaðaráhrif. Enn fremur geri slík úrræði Fiskistofu betur kleift að taka tillit til alvarleika brots við ákvörðun viðurlaga.
    Með 2. mgr. er lagt er til að stjórnvaldssektir geti numið frá 25 þús. krónum til 50 millj. kr. Líkt og að framan greinir er ráðgert að það sé háð mati Fiskistofu hvaða viðurlögum er beitt í hverju tilviki fyrir sig og því geti Fiskistofa svo dæmi sé nefnt ákveðið þegar um smávægilegt brot er að ræða að beita fremur lægstu mögulegu stjórnvaldssekt en að svipta það skip sem í hlut á veiðileyfi.
    Enn fremur er lagt til með 3. mgr. að tiltekið verði til hvaða atriða Fiskistofa á að líta við ákvörðun um fjárhæð sektar. Þannig er gert ráð fyrir því að við ákvörðun sektar skuli Fiskistofa meðal annars taka tillit til þeirra hagsmuna sem í húfi eru, alvarleika brots, hvað það hafi staðið lengi, hvort hinn brotlegi aðili hafi haft af því ávinning, veltu hins brotlega næstliðið reikningsár, hvort um ítrekað brot sé að ræða, hvort brot var framið af ásetningi eða gáleysi, hvort skip hafi samhliða verið svipt veiðileyfi eða vigtunarleyfi samhliða afturkallað, hvort lagt hafi verið á hinn brotlega aðila sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla og samstarfsvilja hins brotlega. Ákvörðun um fjárhæð sektar er því háð fjölþættu mati sem ætlað er að tryggja að hún sé í samræmi við eðli og umfang brots hverju sinni. Þau atriði sem tilgreind eru í frumvarpsgreininni geta hvort heldur sem er horft til þess að fjárhæð sektar verði ákveðin hærri eða lægri en ella. Í því sambandi má sem dæmi nefna að ef fyrir liggur að brot var framið af ásetningi getur það eftir atvikum leitt til þess að sekt verði ákveðin hærri en ella og ef hinn brotlegi gengst greiðlega við broti og aðstoðar Fiskistofu við að upplýsa málið getur það eftir atvikum leitt til þess að sekt verði ákveðin lægri en ella. Þá er og vert að árétta að áfram er ráðgert að tiltekin brot gegn lögunum varði hinn brotlega refsingu ef þau eru framin af ásetningi eða stórfelldu gáleysi en að þau sæti eingöngu rannsókn sakamáls að undangenginni kæru Fiskistofu eða Landhelgisgæslunnar til lögreglu líkt og nánar er kveðið á um í 11. og 12. gr. frumvarpsins. Í þeim tilvikum þegar einhver sem í þágu eiganda fiskiskips, útgerðar eða vigtunarleyfishafa starfar brýtur af ásetningi eða stórfelldu gáleysi gegn viðeigandi ákvæðum laganna þurfa Fiskistofa og Landhelgisgæslan því aukinheldur að leggja mat á það hvort tilætluð áhrif eru betur tryggð með því að kæra viðkomandi mál til lögreglu fremur en að ljúka því með sviptingu veiðileyfis, afturköllun vigtunarleyfis og/eða álagningu stjórnvaldssektar.
    Með 4. mgr. er svo lagt til að stjórnvaldssektir renni í ríkissjóð og að gjalddagi þeirra verði 30 dögum eftir að ákvörðun um sekt var tekin. Þá er lagt til að kveðið verði á um að hafi stjórnvaldssekt ekki verið greidd innan 15 daga frá gjalddaga hennar skuli greiða dráttarvexti af fjárhæð sektarinnar. Loks er lagt til að ákvarðanir Fiskistofu um álagningu stjórnvaldssekta verði aðfararhæfar.
    Með 5. mgr. er lagt til að heimild Fiskistofu til að leggja á stjórnvaldssektir falli brott þegar tiltekinn tími er liðinn frá því að háttsemi lauk á sama hátt og lagt er til um heimild stofnunarinnar til að svipta skip veiðileyfi og afturkalla leyfi til vigtunar sjávarafla í 5. og 6. gr. frumvarpsins. Um skýringar vísast því til skýringa við ákvæði 5. gr. eftir því sem við á.
    Með 6. mgr. er svo lagt til að áfram verði kveðið á um það að beita skuli ákvæðum laga um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla vegna brota gegn lögunum eftir því sem við á en ákvæðið er samhljóða gildandi ákvæði 3. mgr. 23. gr. laganna.
    Með 7. mgr. er lagt til að skýrlega verði kveðið á um það að Landhelgisgæslunni verði heimilt að láta Fiskistofu í té upplýsingar og gögn sem hún hefur aflað og tengjast brotum gegn þeim ákvæðum sem tilgreind eru í 1. mgr. Umrædd tillaga helst í hendur við þær breytingar sem ráðgerðar eru með 12. gr. frumvarpsins en þar er lagt til að það verði háð mati Fiskistofu og Landhelgisgæslunnar hvort mál skuli kært til lögreglu eða því lokið með stjórnvaldsákvörðun hjá Fiskistofu. Því getur háttað þannig til að starfsmenn Landhelgisgæslunnar verði áskynja um brot og afli upplýsinga og gagna af því tilefni en mat aðila verði að viðkomandi máli skuli lokið með stjórnvaldsákvörðun hjá Fiskistofu. Er því nauðsynlegt að skýrlega sé kveðið á um að Landhelgisgæslunni verði heimilt að láta Fiskistofu slíkar upplýsingar og gögn í té. Er umrædd tillaga því liður í því að tryggja að sambærileg mál hljóti sambærilega meðferð.
    Líkt og að framan greinir er ráðgert að frumvarpsgreinin komi í stað 18. gr. gildandi laga þar sem kveðið er á um málskot til ráðuneytisins. Með 10. gr. frumvarpsins er svo lagt til að kveðið verði á um málskot í 20. gr. laganna. Áfram er hins vegar gert ráð fyrir því að ákvörðunum Fiskistofu þar sem einvörðungu er kveðið á um sviptingu veiðileyfis, afturköllun vigtunarleyfis eða afturköllun leyfis erlends fiskmarkaðar til að móttaka afla íslenskra fiskskipa sem ekki hefur verið endanlega veginn verði skotið til ráðuneytisins.

Um 8. gr.

    Lagt er til að á eftir 18. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar komi þrjár nýjar greinar, 18. gr. a – 18. gr. c.
    Í a-lið er lagt til að Fiskistofa geti fallið frá beitingu viðurlaga vegna brota á umræddum lögum ef um fyrsta brot viðkomandi er að ræða, brot telst óverulegt eða af öðrum ástæðum er ekki talin þörf á viðurlögum með hliðsjón af almennum réttarvörslusjónarmiðum. Þannig er ráðgert að Fiskistofa geti þrátt fyrir niðurstöðu um að brot hafi átt sér stað fallið frá beitingu viðurlaga á þeim grundvelli. Umrædd tillaga er liður í því að tryggja að mat fari fram áður en viðurlögum er beitt og að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til.
    Í b-lið er lagt til að Fiskistofu sé við ákveðnar aðstæður heimilt að ljúka málum vegna brota á lögunum eða ákvörðunum stofnunarinnar teknum á grundvelli þeirra með sátt, ef viðkomandi gengst við broti. Lagt er til að slík sátt geti eftir atvikum falið í sér að hinn brotlegi greiði stjórnvaldssekt. Loks er lagt til að Fiskistofa setji nánari reglur um framkvæmd ákvæðisins. Umrædd tillaga er liður í því að efla skilvirkni eftirlits Fiskistofu en eðli máls samkvæmt er ekki þörf á hefðbundinni málsmeðferð ef vilji aðila stendur til að ljúka máli með þessum hætti.
    Í c-lið er lagt til að lögfest verði ákvæði sem tryggir rétt aðila til að fella ekki á sig sök. Þannig er með frumvarpsgreininni kveðið á um að í máli sem beinist að einstaklingi og lokið getur með álagningu stjórnvaldssekta eða kæru til lögreglu hafi sá, sem rökstuddur grunur leikur á að hafi gerst sekur um lögbrot, rétt til að neita að svara spurningum eða afhenda gögn eða muni nema hægt sé að útiloka að það geti haft þýðingu fyrir ákvörðunum um brot hans. Þá er lagt til að sérstaklega verði áréttað að Fiskistofu eða ef við á Landhelgisgæslunni beri að leiðbeina hinum grunaða um þennan rétt. Þar sem ráðgert er að í ákveðnum tilvikum geti máli sem beinist að einstaklingi lokið hvort heldur sem er með álagningu stjórnvaldssektar eða kæru til lögreglu er mikilvægt að umræddur réttur verði tryggður.

Um 9. gr.

    Lagt er til að ákvæði 19. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar falli brott. Helst sú tillaga í hendur við þær breytingar sem lagðar eru til með frumvarpinu að öðru leyti. Þannig þykir ekki þörf á að kveða sérstaklega á um ítrekunaráhrif þegar tryggt er að mat fari fram á því hvort forsendur standi til að beita viðurlögum í hverju tilviki fyrir sig og kostur á fleiri en einu úrræði í því sambandi með hliðsjón af eðli og umfangi þess brots sem um ræðir. Í því sambandi skal og tekið fram að með 7. gr. frumvarpsins er lagt til að við ákvörðun sektar skuli auk annars tekið tillit til þess hvort um ítrekað brot er að ræða. Ítrekun getur því haft þýðingu í því sambandi verði frumvarpið að lögum.

Um 10. gr.

    Lagðar eru til breytingar á 20. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Lagt er til að þar verði heildstætt kveðið á um málskot ákvarðana Fiskistofu á grundvelli laganna, fresti í því sambandi og áhrif slíks málskots. Líkt og fram kemur í greininni er áfram gert ráð fyrir því að ákvörðunum Fiskistofu þar sem einvörðungu er kveðið á um sviptingu veiðileyfis, afturköllun vigtunarleyfis eða afturköllun leyfis erlends fiskmarkaðar til að móttaka afla íslenskra fiskskipa sem ekki hefur verið endanlega veginn verði skotið til ráðuneytisins. Hins vegar er gert ráð fyrir því að ákvörðunum stofnunarinnar um álagningu stjórnvaldsekta sem og ákvörðunum stofnunarinnar þar sem samhliða er kveðið á um álagningu stjórnvaldssektar og sviptingu eða afturköllun leyfis verði eingöngu skotið til dómstóla enda hafa dómstólar lokaorðið um gildi allra þátta ákvarðana um stjórnvaldssektir.

Um 11. gr.

    Lagðar eru til breytingar á 23. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Áfram er gert ráð fyrir því að brot gegn lögunum varði refsingu en lagt til að afmarkað verði nánar hvaða brot falli þar undir. Ekki er lögð til breyting á saknæmisskilyrðum eða refsiramma. Þá er lagt til að efni 24. gr. laganna verði í meginatriðum fellt undir 23. gr. þeirra. Loks er lagt til að heimilt verði að gera upptækan ávinning sem hlotist hefur af broti.

Um 12. gr.

    Lagt er til að í stað 24. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar sem með 11. gr. frumvarpsins er lagt til að verði sameinuð 23. gr. laganna komi nýtt ákvæði sem miðar að því að tryggja að sambærileg mál hljóti sambærilega meðferð. Líkt og áður er vikið að hefur framkvæmdin almennt verið sú að ef starfsmenn Landhelgisgæslunnar verða áskynja um brot eru þau kærð til lögreglu en ef starfsmenn Fiskistofu verða áskynja um brot eru þau send lögfræðisviði stofnunarinnar til meðferðar. Því getur samkvæmt gildandi lögum komið til þess að sambærileg mál sæti ólíkri meðferð. Til að koma í veg fyrir það er með 1. mgr. frumvarpsgreinarinnar lagt til að lögfest verði ákvæði sem mælir fyrir um að brot gegn viðkomandi lögum sæti aðeins rannsókn sakamáls að undangenginni kæru Fiskistofu eða Landhelgisgæslunnar til lögreglu.
    Með 2. mgr. er lagt til að ef meint brot á lögunum varðar bæði stjórnvaldssektum og refsingu skuli Fiskistofa og Landhelgisgæslan reglulega meta, almennt eða í einstökum málum, hvort mál skuli kært til lögreglu eða því lokið með stjórnvaldsákvörðun hjá Fiskistofu. Ráðgert er að ef brot telst meiri háttar í þeim skilningi að það hafi verið framið með sérstaklega vítaverðum hætti eða við aðstæður sem auka mjög á saknæmi þess skuli það alla jafna kært til lögreglu. Þá er lagt til að sérstaklega verði tekið fram í ákvæðinu að gæta skuli samræmis við úrlausn sambærilegra mála. Í því felst eðli máls samkvæmt að nauðsynlegt er að Fiskistofa og Landhelgisgæslan hafi samráð um mat á því hvort einstök mál skuli kærð til lögreglu. Vert að árétta að það er gert ráð fyrir því að mál verði annaðhvort kært til lögreglu eða því lokið með stjórnvaldsákvörðun hjá Fiskistofu. Sjá einnig umfjöllun í kafla 3.1.3.
    Með 3. og 4. mgr. er lagt til að kveðið verði á um það að afrit allra viðeigandi gagna skuli fylgja kæru til lögreglu sem og að ákvæði IV.–VII. kafla stjórnsýslulaga skuli ekki gilda um ákvörðun um að kæra mál til lögreglu. Er það í samræmi við sambærileg ákvæði í öðrum lögum.
    Loks er í 5. og 6. mgr. lagt til að mælt verði fyrir um heimild Fiskistofu og Landhelgisgæslunnar til að láta lögreglu og ákæruvaldi í té upplýsingar og gögn viðvíkjandi þeim brotum sem um er að ræða og taka þátt í rannsóknaraðgerðum vegna þeirra og öfugt.

Um 13. gr.

    Með frumvarpsgreininni eru lögð til sambærileg breyting á 10. mgr. 6. gr. laga um stjórn fiskveiða og lögð er til með 5. gr. frumvarpsins á 1. mgr. 15. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Enn fremur er á sama hátt lagt til að við ákvæðið bætist ný málsgrein þar sem kveðið verði á um brottfall heimildar Fiskistofu til að svipta skip leyfi til frístundaveiða að tilteknum tíma liðnum. Um skýringar vísast því til skýringa við ákvæði 5. gr. eftir því sem við á.

Um 14. gr.

    Með 14. gr. er annars vegar lagt til að lokamálsliður 2. tölul. 4. mgr. 13. gr. laga um stjórn fiskveiða falli brott og hins vegar að á eftir 4. mgr. ákvæðisins komi tvær nýjar málsgreinar þar sem nánar verði afmarkað með hvaða hætti raunveruleg yfirráð skv. 2. tölul. 4. mgr. ákvæðisins geta skapast. Í 4. mgr. 13. gr. laga um stjórn fiskveiða er tilgreint hverjir skuli teljast tengdir aðilar. Um tillögu þá sem greinin hefur að geyma er fjallað í almennum athugasemdum, en árétta má að niðurstaða um það hvort raunveruleg yfirráð á öðrum grundvelli en tilgreint er í 1. tölul. 4. mgr. 13. gr. eru fyrir hendi er óhjákvæmilega matskennd. Það gerir þá kröfu til Fiskistofu að lagt sé ígrundað mat á það með hliðsjón af frumvarpsgreininni hvort einn aðili fari í reynd með raunveruleg yfirráð yfir öðrum. Hugtök eru færð til samræmis við samkeppnislög þannig að stofnanir hafi svipaðar heimildir við eftirlit sitt og geti átt samstarf við úrlausn mála. Áherslan er á raunverulega aðstöðu aðila til að hafa yfirráð yfir öðrum. Hvaða eða hvers konar aðstæður eru til staðar skipti ekki höfuðmáli heldur víðtæk skilgreining hugtaksins.

Um 15. gr.

    Lagðar eru til breytingar á 14. gr. laga um stjórn fiskveiða. Í fyrsta lagi er lagt til að í stað þess að lögaðilar sem eiga fiskiskip með aflahlutdeild skuli veita Fiskistofu þær upplýsingar sem kveðið er á um í 1. mgr. 14. gr. reglubundið er lagt til að eftirlitið verði á forræði Fiskistofu sem veitt verði skýr heimild til að afla þeirra upplýsinga og gagna frá eigendum eða útgerðum fiskiskipa sem stofnunin telur nauðsynleg til að hafa eftirlit með því að aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila eða tengdra aðila fari ekki umfram þau mörk sem sett eru í 1. eða 2. mgr. 13. gr. laganna. Þá er lagt til að Fiskistofa geti einnig óskað eftir upplýsingum og gögnum frá Skattinum, fyrirtækjaskrá, Samkeppniseftirlitinu og Þjóðskrá Íslands við framkvæmd eftirlitsins. Á grundvelli þessa ákvæðis er því ráðgert að Fiskistofa geti auk annars aflað þeirra gagna sem stofnunin telur nauðsynlegt til að leggja mat á það hvort aðilar skuli teljast tengdir skv. 4. mgr. 13. gr. Eftir sem áður er aðilum gert að upplýsa Fiskistofu ef fyrirsjáanlegt er að aflahlutdeild fiskiskipa einstakra eða tengdra aðila fari umfram þau mörk sem sett eru í 1. eða 2. mgr. 13. gr. laganna.
    Þá er lagt til að það sé í höndum Fiskistofu að tilkynna aðila ef stofnunin telur að hann eða tengdir aðilar fari umfram lögbundin mörk og hve há aflahlutdeildin er.
    Jafnframt er lagt til að Fiskistofa birti upplýsingar um eignarhald 30 stærstu handhafa aflahlutdeildar og krókaaflahlutdeildar á vef sínum. Miðar þessi tillaga að því að auka gagnsæi um eignarhald fyrirtækja sem eiga fiskiskip með aflahlutdeild.
    Að lokum eru þau nýmæli lögð til að seljendum og kaupendum á hlut í útgerðarfélögum verði gert að tilkynna Fiskistofu um kaupin.
    Með þessum tillögum er miðað að því að styrkja verulega eftirlit Fiskistofu með því að aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila, einstaklinga eða lögaðila eða í eigu tengdra aðila fari ekki umfram lögbundin mörk.

Um 16. gr.

    Lagðar eru til breytingar á 17. gr. laga um stjórn fiskveiða. Í fyrsta lagi er lagt til að 1. mgr. falli brott. Í 2. gr. frumvarpsins er lögð til ný 4. mgr. 8. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar er varðar skil á aflaupplýsingum og er því óþarft að kveða einnig á um það í lögum um stjórn fiskveiða.
    Í öðru lagi er lagt til að lokamálsl. 3. mgr. falli brott. Helst sú tillaga í hendur við þá breytingu sem lögð er til með 18. gr. frumvarpsins en þar er ráðgert að Fiskistofa geti lagt stjórnvaldssekt á eigendur eða útgerðir fiskiskipa, eftir því sem við á, vegna vanrækslu á tilkynningarskyldu samkvæmt umræddu ákvæði.
    Í þriðja lagi er lagt til að gerð verði sú breyting að vanhöld á upplýsingagjöf skv. 2. mgr. 17. gr. laganna varði dagsektum. Samkvæmt umræddu ákvæði er útgerðarmönnum, skipstjórnarmönnum og kaupendum afla, svo og umboðsmönnum, útflytjendum, flutningsaðilum, bönkum, lánastofnunum og opinberum stofnunum, skylt að láta ráðuneytinu eða Fiskistofu ókeypis í té og á því formi, sem ráðherra ákveður, allar þær upplýsingar sem unnt er að láta í té og nauðsynlegar eru taldar vegna eftirlits með framkvæmd laganna. Engin viðurlög eru við því að veita ekki umbeðnar upplýsingar og því hefur í framkvæmd reynst örðugt að knýja fram upplýsingar ef aðilar verða ekki við beiðni Fiskistofu þar að lútandi. Er því lagt til að á eftir 3. mgr. komi þrjár nýjar málsgreinar sama efnis og lagt er til með 3. gr. frumvarpsins að komi í stað 3. og 4. mgr. 12. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Um skýringar vísast því til skýringa með ákvæði 3. gr. eftir því sem við á.

Um 17. gr.

    Lagðar eru til sams konar breytingar á 24. gr. laga um stjórn fiskveiða og lagðar eru til með 5. gr. frumvarpsins á 15. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Um skýringar vísast því til skýringa með ákvæði 5. gr. eftir því sem við á.

Um 18. gr.

    Lagt er til að í stað 25. gr. laga um stjórn fiskveiða komi nýtt ákvæði sem kveður á um að Fiskistofa geti lagt stjórnvaldssektir á eigendur eða útgerðir fiskiskipa, eftir því sem við á, ef viðkomandi eða einhver sem starfar í hans þágu brýtur gegn þeim ákvæðum laganna sem tilgreind eru í 1. mgr. frumvarpsgreinarinnar. Ákvæðið er eftir því sem við á samhljóða því ákvæði sem lagt er til að tekið verði upp í 18. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar með 7. gr. frumvarpsins. Um skýringar vísast því til skýringa við það ákvæði. Vert er að árétta að áfram er ráðgert að brot gegn lögunum varði refsingu en lagt til með 21. gr. frumvarpsins að mælt verði fyrir um það í nýrri 30. gr. sem verði efnislega samhljóða gildandi ákvæðum 25. gr. og 26. gr. laganna.

Um 19. gr.

    Lagt er til að í stað 26. gr. laga um stjórn fiskveiða komi nýtt ákvæði sem kveður á um að Fiskistofa geti fallið frá beitingu hvers konar viðurlaga vegna brota á lögunum við tilteknar aðstæður. Ákvæðið er efnislega samhljóða því ákvæði sem lagt er til að tekið verði upp sem 18. gr. a laga um umgengni um nytjastofna sjávar með a-lið 8. gr. frumvarpsins. Um skýringar vísast því til skýringa við það ákvæði. Líkt og að framan greinir er áfram ráðgert að brot gegn lögunum varði refsingu en lagt til með 21. gr. frumvarpsins að mælt verði fyrir um það í nýrri 30. gr. sem verði efnislega samhljóða gildandi ákvæðum 25. gr. og 26. gr. laganna.

Um 20. gr.

    Lagt er til að tekið verði upp nýtt ákvæði 27. gr. laga um stjórn fiskveiða en eldra ákvæði 27. gr. var fellt brott með lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008. Þannig er lagt til að kveðið verði á um að Fiskistofu sé við ákveðnar aðstæður heimilt að ljúka málum vegna brota á lögunum eða ákvörðunum stofnunarinnar teknum á grundvelli þeirra með sátt. Ákvæðið er efnislega samhljóða því ákvæði sem lagt er til að tekið verði upp sem 18. gr. b laga um umgengni um nytjastofna sjávar með 8. gr. frumvarpsins. Um skýringar vísast því til skýringa við það ákvæði.

Um 21. gr.

    Lagt er til að á eftir 27. gr. laga um stjórn fiskveiða komi fjórar nýjar greinar sem verði 28.–31. gr. laganna.
    Í a-lið er lagt til að lögfest verði ákvæði sem tryggir rétt aðila til að fella ekki á sig sök. Ákvæðið er efnislega samhljóða því ákvæði sem lagt er til að tekið verði upp sem 18. gr. c laga um umgengni um nytjastofna sjávar með 8. gr. frumvarpsins. Um skýringar vísast því til skýringa við það ákvæði.
    Með b-lið er lagt til að lögfest verði ákvæði sem mælir heildstætt fyrir um málskot ákvarðana Fiskistofu á grundvelli laganna, fresti í því sambandi og áhrif slíks málskots. Ákvæðið er eftir því sem við á samhljóða því ákvæði sem lagt er til að verði 20. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar með 10. gr. frumvarpsins. Um skýringar vísast því til skýringa við það ákvæði.
    Með c- og d-lið er svo lagt til að tekin verði upp sams konar ákvæði og með 11. og 12. gr. frumvarpsins er lagt til að verði 23. og 24. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Um skýringar vísast því til skýringa við 11. og 12. gr. frumvarpsins eftir því sem við á. Rétt er að taka fram að það ákvæði sem lagt er til að tekið verði upp með c-lið er í meginatriðum efnislega samhljóða ákvæðum gildandi 25. og 26. gr. laganna. Þannig er áfram gert ráð fyrir því að brot gegn lögunum varði refsingu en lagt til að afmarkað verði nánar hvaða brot falli þar undir. Ekki er lögð til breyting á saknæmisskilyrðum eða refsiramma. Lagt til að heimilt verði að gera upptækan ávinning sem hlotist hafur af broti en slíkt ákvæði er ekki í gildandi lögum að því er ávinning af broti á lögum um stjórn fiskveiða varðar. Tillagan er því liður í því að koma á heildstæðu viðurlagakerfi í samræmi við tillögur verkefnastjórnarinnar að því leyti.

Um 22. gr.

    Lagt er til að í stað 15. gr. laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands komi nýtt ákvæði sem kveður á um að Fiskistofa geti svipt skip leyfi til veiða í atvinnuskyni fyrir brot á lögunum eða reglum settum samkvæmt þeim. Ákvæðið er efnislega samhljóða ákvæði 24. gr. laga um stjórn fiskveiða að teknu tilliti til þeirra breytinga á því ákvæði sem lagðar eru til með 17. gr. frumvarpsins. Er því lagt til að Fiskistofu verði veitt sams konar heimild til að svipta skip leyfi til veiða í atvinnuskyni vegna brota á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stofnunin hefur vegna brota á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar og lögum um stjórn fiskveiða. Tillagan er liður í því að koma á heildstæðu viðurlagakerfi í samræmi við tillögur verkefnastjórnarinnar þar að lútandi. Tekið skal fram að samhliða er lagt til að gildandi ákvæði 21. gr. laganna þar sem mælt er fyrir um að Fiskistofa skuli svipta skip sérveiðileyfum á grundvelli laganna ef útgerð eða áhöfn skips eða aðrir þeir sem í þágu útgerðar starfa hafa brotið gegn ákvæðum laganna eða reglum settum samkvæmt þeim falli brott.

Um 23. gr.

    Lagt er til að í stað 16. gr. laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands komi nýtt ákvæði sem kveður á um að Fiskistofa geti lagt stjórnvaldssektir á eigendur eða útgerðir fiskiskipa, eftir því sem við á, ef viðkomandi eða einhver sem starfar í hans þágu brýtur gegn þeim ákvæðum laganna sem tilgreind eru í 1. mgr. frumvarpsgreinarinnar. Ákvæðið er eftir því sem við á samhljóða því ákvæði sem lagt er til að tekið verði upp í 18. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar með 7. gr. frumvarpsins. Um skýringar vísast því til skýringa við það ákvæði. Vert er að árétta að áfram er ráðgert að heimilt verði að gera upptæk þau veiðarfæri sem notuð hafa verið við tiltekin brot á lögunum sem og þann afla sem veiðst hefur við slík brot. Með frumvarpinu er hins vegar lagt til að það ákvæði verði hluti af 17. gr. laganna.

Um 24. gr.

    Lagt er til að á eftir 16. gr. laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands komi fjórar nýjar greinar sem verði 16. gr. a – 16. gr. d. Ákvæði a–c liðar eru efnislega samhljóða þeim ákvæðum sem lagt er til að tekin verði upp sem 18. gr. a – 18. gr. c laga um umgengni um nytjastofna sjávar með 8. gr. frumvarpsins og vísast því til skýringa við það ákvæði. Með ákvæði d-liðar er svo lagt til að kveðið verði heildstætt á um málskot ákvarðana Fiskistofu á grundvelli laganna, fresti í því sambandi og áhrif slíks málsskots. Ákvæðið er eftir því sem við á efnislega samhljóða því ákvæði sem lagt er til að verði 20. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar með 10. gr. frumvarpsins. Vísast því til skýringa við það ákvæði.

Um 25. gr.

    Lagðar eru til breytingar á 17. gr. laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Áfram er gert ráð fyrir því að brot gegn lögunum varði refsingu en lagt til að afmarkað verði nánar hvaða brot falli þar undir. Ekki er lögð til breyting á saknæmisskilyrðum eða refsiramma. Þá er lagt til að efni 18. gr. laganna verði í meginatriðum fellt undir 17. gr. þeirra. Loks er lagt til að áfram verði heimilt að gera upptækan ávinning sem hlotist hefur af broti sem og þann afla sem veiðst hefur við brot líkt og kveðið er á um í gildandi ákvæði 16. gr. laganna.

Um 26. gr.

    Lagt er til að í stað 18. gr. laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands sem með 23. gr. frumvarpsins er lagt til að verði sameinað 17. gr. laganna komi nýtt ákvæði sem miðar að því að tryggja að sambærileg mál hljóti sambærilega meðferð. Ákvæðið er efnislega samhljóða því ákvæði sem lagt er til með 12. gr. frumvarpsins að komi í stað 24. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Um skýringar vísast því til skýringavið 12. gr.

Um 27. gr.

    Lagt er til að ákvæði 21. gr. laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands falli brott enda lagt til að efni þess verði tekið upp í önnur ákvæði.

Um 28. gr.

    Lagðar eru til breytingar á 3. gr. laga um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands. Skv. 3. mgr. 3. gr. er kaupendum afla, svo og umboðsmönnum, útflytjendum, flutningsaðilum, bönkum, lánastofnunum og opinberum stofnunum skylt að láta ráðuneytinu eða Fiskistofu í té, ókeypis og í því formi sem þessi stjórnvöld ákveða, allar þær upplýsingar sem unnt er að láta í té og nauðsynlegar eru taldar vegna eftirlits með framkvæmd ákvæðis 3. gr. Engin viðurlög eru við því að veita ekki umbeðnar upplýsingar og því hefur í framkvæmd reynst örðugt að knýja fram upplýsingar ef aðilar verða ekki við beiðni Fiskistofu þar að lútandi. Er því lagt til að á eftir 6. mgr. 3. gr. laganna komi þrjár nýjar málsgreinar sama efnis og lagt er til með 3. gr. frumvarpsins að komi í stað 3. og 4. mgr. 12. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Um skýringar vísast því til skýringa með ákvæði 3. gr. eftir því sem við á.

Um 29. gr.

    Lagt er til að ákvæði 5. gr. laga um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands verði einfaldað og uppfært. Ákvæðið mælir fyrir um að erlend skip sem stunda veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands skuli fara eftir íslenskum reglum varðandi veiðarnar. Of takmarkandi er að tiltaka hvaða ákvæði gilda um veiðar erlendra skipa líkt og gert er í gildandi lögum auk þess sem einhverjar tilvísanir vísa til eldri laga sem fallin eru brott. Meginreglan er að erlend skip sem stunda veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands lúta íslenskum lögum varðandi veiðarnar nema um annað sé sérstaklega samið í milliríkjasamningum. Sama á við um skip er landa afla sínum í íslenskum höfnum. Sé um að ræða afla sem veiddur hefur verið í fiskveiðilandhelgi Íslands skal fara um vigtun og skráningu eftir þeim lögum og reglum er gilda um vigtun og skráningu afla íslenskra skipa.

Um 30. gr.

    Lagt er til að 3. málsl. 6. gr. laga um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands falli brott sem mælir fyrir um að óheimilt sé að gefa út leyfi til erlendra skipa sem notuð hafa verið til brota gegn lögum um fiskveiðistjórn eða öðrum reglum er leiða af milliríkjasamningum. Er þetta hluti af heildarendurskoðun viðurlaga. Ef erlent skip hefur gerst brotlegt innan íslenskrar lögsögu og verið svipt leyfi til veiða þá er ekki heimilt að veita því skipi leyfi á ný. Er þetta talið vera mjög ströng regla og eðlilegt að hægt sé að veita skipi á ný leyfi til veiða síðar undir allt öðrum kringumstæðum heldur en voru til staðar þegar skip var svipt leyfi.

Um 31. gr.

    Lagt er til að við 8. gr. laga um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands bætist ný málsgrein þar sem mælt er fyrir um að heimild Fiskistofu til að svipta skip leyfi til veiða innan fiskveiðilandhelginnar falli niður þegar fimm ár eru liðin frá því háttsemi lauk. Er ákvæðið samhljóða því ákvæði sem lagt er til að tekið verði upp í 3. mgr. 15. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar með 5. gr. frumvarpsins. Um frekari skýringar vísast því til skýringa við það ákvæði.

Um 32. gr.

    Lagt er til að í stað 10. gr. laga um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands komi nýtt ákvæði sem mælir fyrir um að Fiskistofa geti lagt stjórnvaldssektir á eigendur eða útgerðir fiskiskipa, eftir því sem við á, ef viðkomandi eða einhver sem starfar í hans þágu brýtur gegn þeim ákvæðum laganna sem tilgreind eru í 1. mgr. frumvarpsgreinarinnar. Ákvæðið er eftir því sem við á samhljóða því ákvæði sem lagt er til að tekið verði upp í 18. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar með 7. gr. frumvarpsins. Um skýringar vísast því til skýringa við það ákvæði.

Um 33. gr.

    Lagt er til að á eftir 10. gr. laga um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands komi fjórar nýjar greinar sem verði 10. gr. a – 10. gr. d. Ákvæði a–c liðar eru efnislega samhljóða þeim ákvæðum sem lagt er til að tekin verði upp sem 18. gr. a – 18. gr. c laga um umgengni um nytjastofna sjávar með 8. gr. frumvarpsins og vísast því til skýringa með því ákvæði. Með ákvæði d-liðar er svo lagt til að kveðið verði heildstætt á um málskot ákvarðana Fiskistofu á grundvelli laganna, fresti í því sambandi og áhrif slíks málsskots. Ákvæðið er eftir því sem við á efnislega samhljóða því ákvæði sem lagt er til að verði 20. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar með 10. gr. frumvarpsins. Um frekari skýringar vísast því til skýringa við umrætt ákvæði.

Um 34. gr.

    Lagðar til breytingar á 11. gr. laga um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands. Áfram er gert ráð fyrir því að brot gegn lögunum varði refsingu en lagt til að afmarkað verði nánar hvaða brot falli þar undir. Þá er lagt til að efni 12. gr. og 13. gr. laganna verði fellt undir 11. gr. þeirra. Ekki er ráðgerð breyting á saknæmisskilyrðum en lagt er til að refsirammi verði færður til samræmis við sambærileg ákvæði sem með frumvarpinu er lagt til að tekin verði upp í aðra löggjöf á sviði fiskveiðistjórnunar. Er sú tillaga í samræmi við þá tillögu verkefnastjórnarinnar að komið verði á heildstæðu viðurlagakerfi. Ráðgert er að áfram verði heimilt að gera upptæk öll veiðarfæri og allan afla líkt og kveðið er á um í 2. málsl. gildandi ákvæðis 11. gr. Loks er lagt til að heimilt verði að gera upptækan með dómi ávinning sem hlotist hefur af broti sem fellur undir ákvæðið.

Um 35. gr.

    Lagt er til að í stað 12. gr. laga um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands sem með 34. gr. frumvarpsins er lagt til að sameinað verði 11. gr. laganna komi nýtt ákvæði sem miðar að því að tryggja að sambærileg mál hljóti sambærilega meðferð. Ákvæðið er efnislega samhljóða því ákvæði sem lagt er til með 12. gr. frumvarpsins að komi í stað 24. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Um skýringar vísast því til skýringa við 12. gr. frumvarpsins.

Um 36. gr.

    Lagt er til að ákvæði 13. gr. laga um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands, sem með 34. gr. frumvarpsins er lagt til að sameinað verði 11. gr. laganna, falli brott.

Um 37. gr.

    Lagt er til að í stað 12. gr. laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands komi nýtt ákvæði sem mælir fyrir um að Fiskistofa geti svipt skip leyfi til veiða í atvinnuskyni fyrir brot á lögunum eða reglum settum samkvæmt þeim. Ákvæðið er efnislega samhljóða ákvæði 24. gr. laga um stjórn fiskveiða að teknu tilliti til þeirra breytinga á því ákvæði sem lagðar eru til með 17. gr. frumvarpsins. Er því lagt til að Fiskistofu verði veitt sams konar heimild til að svipta skip leyfi til veiða í atvinnuskyni vegna brota á lögum um fiskveiðar utan lögsögu Íslands og stofnunin hefur vegna brota á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar og lögum um stjórn fiskveiða. Tillagan er liður í því að koma á heildstæðu viðurlagakerfi í samræmi við tillögur verkefnastjórnarinnar þar að lútandi.

Um 38. gr.

    Lagt er til að í stað 13. gr. laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands komi nýtt ákvæði sem mælir fyrir um að að Fiskistofa geti lagt stjórnvaldssektir á eigendur eða útgerðir fiskiskipa, eftir því sem við á, ef viðkomandi eða einhver sem starfar í hans þágu brýtur gegn þeim ákvæðum laganna sem tilgreind eru í 1. mgr. frumvarpsgreinarinnar. Ákvæðið er eftir því sem við á samhljóða því ákvæði sem lagt er til að tekið verði upp í 18. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar með 7. gr. frumvarpsins. Um skýringar vísast því til skýringa með því ákvæði. Vert er að árétta að áfram er gert ráð fyrir því líkt og í gildandi ákvæði 13. gr. gr. að heimilt verði að gera upptæk þau veiðarfæri sem notuð hafa verið við þau brot gegn lögunum sem varða refsingu en lagt til með 40. gr. frumvarpsins að ákvæði þess efnis verði tekið upp í 14. gr. laganna.

Um 39. gr.

    Lagt er til að á eftir 13. gr. laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands komi fjórar nýjar greinar sem verða 13. gr. a – 13. gr. d. Ákvæði a–c liðar eru efnislega samhljóða þeim ákvæðum sem lagt er til að tekin verði upp sem 18. gr. a – 18. gr. c laga um umgengni um nytjastofna sjávar með 8. gr. frumvarpsins og vísast því til skýringa með því ákvæði. Með ákvæði d-liðar er svo lagt til að kveðið verði heildstætt á um málskot ákvarðana Fiskistofu á grundvelli laganna, fresti í því sambandi og áhrif slíks málsskots. Ákvæðið er eftir því sem við á efnislega samhljóða því ákvæði sem lagt er til að verði 20. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar með 10. gr. frumvarpsins. Um frekari skýringar vísast því til skýringa við umrætt ákvæði.


Um 40. gr.

    Lagðar eru til breytingar á 14. gr. laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Áfram er gert ráð fyrir því að brot gegn lögunum varði refsingu en lagt til að afmarkað verði nánar hvaða brot falli þar undir. Þá er lagt til að efni 13. gr. og 15. gr. laganna verði fellt undir 14. gr. þeirra. Ekki er ráðgerð breyting á saknæmisskilyrðum en lagt er til að refsirammi verði færður til samræmis við sambærileg ákvæði sem með frumvarpinu er lagt til að tekin verði upp í aðra löggjöf á sviði fiskveiðistjórnunar. Er sú tillaga í samræmi við þá tillögu verkefnastjórnarinnar að komið verði á heildstæðu viðurlagakerfi.

Um 41. gr.

    Lagt er til að í stað 15. gr. laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands sem með 40. gr. frumvarpsins er lagt til að sameinuð verði 14. gr. laganna komi nýtt ákvæði sem miðar að því að tryggja að sambærileg mál hljóti sambærilega meðferð. Ákvæðið er efnislega samhljóða því ákvæði sem lagt er til með 12. gr. frumvarpsins að komi í stað 24. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Um skýringar vísast því til skýringa við 12. gr.

Um 42. gr.

    Lagt er til að Fiskistofa fái heimild til að nota fjarstýrð loftför í eftirlitsstörfum sínum sem eru búin myndavélum til upptöku, eða annan fjarstýrðan búnað sem getur safnað upplýsingum. Ljóst er að sú vöktun sem lögð er fram í ákvæðinu er í eðli sínu rafræn vöktun og rafræn vinnsla persónuupplýsinga í skilningi laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, og þarf þar með að uppfylla skilyrði þeirra laga. Við samningu ákvæðisins var litið til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga en í 14. gr. þeirra laga er fjallað um rafrænt eftirlit og skilyrði þess. Í skýringum við ákvæðið kemur fram að rafrænt eftirlit megi fara fram með leynd ef það styðst við skýra lagaheimild eða dóm. Um rafrænt eftirlit gilda reglur nr. 837/2006, um rafræna vöktun og meðferð persónuupplýsinga sem verða til við rafræna vöktun. Í 5. gr. reglnanna kemur fram að við rafræna vöktun skal þess gætt að ganga ekki lengra en brýna nauðsyn ber til miðað við þann tilgang sem að er stefnt. Skal gæta þess að virða einkalífsrétt þeirra sem sæta vöktun og forðast alla óþarfa íhlutun í einkalíf þeirra. Við ákvörðun um hvort viðhafa skuli rafræna vöktun skal því ávallt gengið úr skugga um hvort markmiðinu með slíkri vöktun sé unnt að ná með öðrum og vægari raunhæfum úrræðum.

Um 43.gr.

    Lagt er til að á eftir 2. gr. laga um Fiskistofu komi nýtt ákvæði um vinnslu persónuupplýsinga sem verði 2. gr. a laganna. Til að sinna eftirlitshlutverki sínu aflar Fiskistofa og vinnur með mikið magn gagna. Sum þessara gagna geta verið persónugreinanleg og því er nauðsynlegt að Fiskistofa hafi heimild til vinnslu persónuupplýsinga. Í lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga eru persónuupplýsingar skilgreindar sem sérhverjar upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling. Einstaklingur telst persónugreinanlegur ef unnt er að persónugreina hann, beint eða óbeint, svo sem með tilvísun í auðkenni eins og nafn, kennitölu, staðsetningargögn, netauðkenni eða einn eða fleiri þætti sem einkenna hann í líkamlegu, lífeðlisfræðilegu, erfðafræðilegu, andlegu, efnalegu, menningarlegu eða félagslegu tilliti. Telja verður að útgerðaraðili, skip og skipaskrárnúmer geti fallið undir persónugreinanlegar upplýsingar og er því ljóst að Fiskistofa meðhöndlar persónuupplýsingar í störfum sínum. Þá er einnig nauðsynlegt að setja slíkt heimildarákvæði í lög um Fiskistofu svo stofnuninni sé heimilt að framkvæma rafrænt eftirlit eins og lagt er til í frumvarpinu.

Um 44. gr.

    Lagt er til að á eftir 8. gr. laga um Fiskistofu komi nýtt ákvæði sem verði 9. gr. og beri fyrirsögnina gagnsæi í störfum Fiskistofu. Með ákvæðinu er lagt til að kveðið verði á um að Fiskistofa skuli birta opinberlega allar ákvarðanir um sviptingu veiðileyfa, afturköllun vigtunarleyfa og álagningu stjórnvaldssekta sem og upplýsingar um gerð sátta. Miðar umrædd tillaga að því að auka gagnsæi í störfum Fiskistofu sem og fyrirsjáanleika fyrir þá sem starfa í greininni og veita bæði þeim og Fiskistofu tilhlýðilegt aðhald.

Um 45. gr.

    Lagt er til að sett verði heimild fyrir Fiskistofu, sem bráðabirgðaákvæði, að fara í tilraunaverkefni um rafrænt eftirlit með myndavélum um borð í fiskveiðiskipum árin 2021 og 2022. Rafrænt eftirlit með myndavélum um borð í fiskveiðiskipum til stuðnings við hefðbundið eftirlit með fiskveiðum er kostnaðarminna auk þess sem slík tæki til eftirlits eru líkleg til að draga úr brottkasti vegna fælingarmáttar slíks eftirlits. Með ákvæðinu er lagt til að Fiskistofu verði heimilt að fara í samstarf við útgerðaraðila um rafræna vöktun í fiskiskipum. Með verkefninu er ætlunin að prófa tækjabúnað og framkvæmd eftirlits með myndavélum um borð í fiskveiðiskipum.

Um 46. gr.

    Greinin mælir fyrir um gildistöku. Lagt til að lagaskil verði þannig að ákvæðum frumvarpsins, verði það að lögum, verði beitt um verknaði og brot gegn lögunum sem gætu hafa hafist áður en lýkur eftir gildistöku þeirra. Um eldri mál fer samkvæmt eldri ákvæðum laganna.