Ferill 275. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1202  —  275. mál.
2. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (uppbygging innviða og íbúðarhúsnæðis).

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      1.–14. gr. falli brott.
     2.      A- og b-liður 19. gr. falli brott.
     3.      21.–23. gr. falli brott.
     4.      1.–3. tölul. 25. gr. falli brott.
     5.      Fyrirsögn frumvarpsins verði: Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (gagna- og samráðsgátt).

Greinargerð.

    Lagt er til að felldur verði brott sá hluti frumvarpsins sem lýtur að raflínunefnd og raflínuskipulagi. Frumvarpið felur í sér veigamiklar breytingar sem geta skapað varasamt fordæmi þar sem skipulagsvald er fært frá sveitarfélögum og dregið getur úr möguleikum almennings til að hafa áhrif á stefnumótun í skipulagsmálum. Mikilvægt er að lagarammi utan um uppbyggingu flutningskerfis raforku verði mun traustari en lagt er til samkvæmt því frumvarpi sem hér er til umfjöllunar.