Ferill 722. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1207  —  722. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um rekstur Landspítala árin 2010–2020.

Frá Óla Birni Kárasyni.


     1.      Hvernig þróuðust heildarframlög ríkisins til Landspítala árin 2010–2020? Óskað er eftir sundurliðun eftir árum, bæði á verðlagi ársins og á föstu verðlagi.
     2.      Hvernig þróuðust á sama tíma framlög ríkisins til Landspítala sem hlutfall af útgjöldum ríkisins til heilbrigðismála og sem hlutfall af heildarútgjöldum ríkisins? Óskað er eftir sundurliðun eftir árum.
     3.      Hver var árlegur brúttókostnaður launa á Landspítala í heild á sama tíma? Óskað er eftir sundurliðun eftir árum, bæði á verðlagi ársins og á föstu verðlagi. Einnig er óskað eftir sundurliðun eftir sviðum og undirsviðum, sbr. skipurit spítalans:
                  a.      Meðferðarsvið (bráðaþjónusta, lyflækninga- og endurhæfingarþjónusta, öldrunarþjónusta og geðþjónusta).
                  b.      Aðgerðasvið (skurðlækningaþjónusta, skurðstofur og gjörgæsla, krabbameinsþjónusta, hjarta- og æðaþjónusta og kvenna- og barnaþjónusta).
                  c.      Þjónustusvið (rannsóknaþjónusta, aðföng og umhverfi, lyfjaþjónusta, ráðgjafarþjónusta, fjarheilbrigðisþjónusta og heilbrigðis- og upplýsingatækni).
                  d.      Framkvæmdastjórn. Yfirstjórn.
                  e.      Fjármál. Mannauðsmál.
     4.      Hvernig þróaðist hlutfall launakostnaðar af heildarrekstrarkostnaði hvert ár?
     5.      Hver var heildarfjöldi starfsmanna og hver var heildarfjöldi stöðugilda á Landspítala í lok hvers árs? Hver var skipting starfsmanna eftir sviðum og undirsviðum spítalans á sama tímabili, sundurliðað eftir sviðum og starfsheitum, þ.e. læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, lífeindafræðingum, riturum og svo framvegis? Óskað er eftir sundurliðun eftir árum.
     6.      Hversu stór hluti starfsmanna Landspítala var í fullu starfi (100%) og hversu stór hluti í hlutastarfi? Óskað er eftir sundurliðun eftir árum.
     7.      Hversu stór hluti starfsmanna Landspítala var í fullu starfi (100%) en fékk einnig launagreiðslur frá öðrum opinberum stofnunum sem fjármagnaðar voru af ríkinu að hluta eða öllu leyti? Hversu háar voru þær launagreiðslur og hvert var hlutfall þeirra af heildarlaunagreiðslum Landspítala til þessa hóps starfsmanna? Óskað er eftir sundurliðun eftir árum.


Skriflegt svar óskast.