Ferill 723. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Prentað upp.

Þingskjal 1208  —  723. mál.
Málsnúmer.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um ný verkefni Landspítala.

Frá Óla Birni Kárasyni.


    Hefur Landspítali tekið við nýjum verkefnum frá árinu 2010? Ef svo er, hvaða verkefni eru það, hvenær tók spítalinn við þeim, hver var árlegur kostnaður vegna þeirra til ársins 2020 og hversu margir starfsmenn sinntu þeim? Hver sinnti þessum verkefnum áður en þau voru færð til Landspítala og hver var árlegur kostnaður vegna þeirra síðustu fimm árin í umsjón þess aðila?


Skriflegt svar óskast.