Ferill 724. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1209  —  724. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um kostnað við skimun fyrir brjóstakrabbameini.

Frá Óla Birni Kárasyni.


     1.      Lá fyrir kostnaðaráætlun um flutning skimunar fyrir brjóstakrabbameini frá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands til Landspítala? Ef svo er, hver var sú kostnaðaráætlun, skipt eftir húsnæðiskostnaði, tækjakaupum, launaútgjöldum og öðrum tilfallandi kostnaði?
     2.      Hver var sambærilegur kostnaður Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands við skimun fyrir brjóstakrabbameini árin 2010 til 2020, sundurliðaður á sama hátt?


Skriflegt svar óskast.