Ferill 725. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1210  —  725. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um sjúkrahótel Landspítala.

Frá Óla Birni Kárasyni.


     1.      Hvert var áætlað rekstrarhagræði af sjúkrahóteli á sama reit þegar staðarval fyrir nýjan Landspítala var kynnt?
     2.      Hvert hefur verið raunverulegt rekstrarhagræði Landspítala af hótelinu á ári frá því að það var opnað árið 2019?
     3.      Hver var endanlegur byggingarkostnaður sjúkrahótelsins með innréttingum og tækjum?
     4.      Hver hefur rekstrarkostnaður sjúkrahótelsins verið á ári frá opnun þess? Óskað er eftir sundurliðun eftir launum og launatengdum gjöldum, húsnæðiskostnaði og öðrum kostnaði.


Skriflegt svar óskast.