Ferill 728. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1213  —  728. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um offituaðgerðir.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að gangast undir offituaðgerð?
     2.      Hversu margar offituaðgerðir hafa verið framkvæmdar árlega sl. tíu ár, sundurliðað eftir kyni, aldri og því hvort aðgerðin hafi verið framkvæmd á Landspítala, hjá einkaaðilum eða erlendis?
     3.      Hversu oft sl. tíu ár hafa komið fram alvarlegir fylgikvillar í kjölfar offituaðgerða og í hversu mörgum tilfellum hafa slíkar aðgerðir leitt til dauðsfalla, sundurliðað eftir árum, kyni, aldri og því hvort aðgerð hafi verið framkvæmd á Landspítala, hjá einkaaðilum eða erlendis?
     4.      Aukast lífslíkur þeirra sem gangast undir offituaðgerð?


Skriflegt svar óskast.