Ferill 729. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Prentað upp.

Þingskjal 1214  —  729. mál.
Skriflegt svar.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um endurgreiðslu ferðakostnaðar Sjúkratrygginga Íslands.

Frá Líneik Önnu Sævarsdóttur.


     1.      Hvaða reglur gilda almennt um endurgreiðslu ferðakostnaðar vegna aukins eftirlits eða fyrirbyggjandi aðgerða hjá Sjúkratryggingum Íslands?
     2.      Hvaða reglur gilda um endurgreiðslu ferðakostnaðar vegna aukins eftirlits og fyrirbyggjandi aðgerða til að fækka eða koma í veg fyrir alvarleg krabbamein, í kjölfar greiningar á erfðaþáttum (svo sem BRCA) sem auka líkur á krabbameini?
     3.      Hvernig er staðið að uppfærslu og endurskoðun reglna um endurgreiðslu ferðakostnaðar hjá Sjúkratryggingum Íslands samhliða þróun heilbrigðisþjónustu?


Skriflegt svar óskast.