Ferill 730. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1215  —  730. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um fulltrúa Hæstaréttar í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum stjórnvalda.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvaða viðmið eru höfð til grundvallar þegar Hæstiréttur tilnefnir starfsmenn lagadeilda háskólanna í nefndir, ráð og stjórnir á vegum stjórnvalda?
     2.      Hversu margir starfsmenn lagadeilda hafa verið tilnefndir af Hæstarétti síðan árið 2003? Svar óskast sundurliðað eftir háskóla og ári.
     3.      Hvaða reglur gilda um hæfi dómara sem gegna jafnframt akademískri stöðu við lagadeild háskóla þegar þeir tilnefna samstarfsmenn sína við deildina í nefndir, ráð og stjórnir á vegum framkvæmdarvaldsins?


Skriflegt svar óskast.