Ferill 733. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1224  —  733. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um upplýsingar um fjölda íbúða sem Landsbankinn hf., Íslandsbanki hf. og tengd félög eignuðust á tímabilinu 2008–2019.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Óskaði ráðuneytið eftir umbeðnum upplýsingum frá annars vegar Íslandsbanka hf. og hins vegar Landsbankanum hf. við vinnslu svara við fyrirspurnum um fjölda íbúða sem bankarnir og tengd félög eignuðust á tímabilinu 2008–2019, sbr. þskj. 499, 500 og 501? Ef ekki, hvers vegna?
     2.      Telur ráðherra að það skipti máli við mat á því hvort umbeðnar upplýsingar séu einkaréttarlegs eðlis og varði ekki opinber málefni að dómsmálaráðherra hafi þegar svarað sambærilegum fyrirspurnum um fjölda fasteigna sem tiltekin fjármálafyrirtæki urðu eigendur að á sama tímabili, sbr. svör á þskj. 730 og 1088 frá 150. löggjafarþingi? Telur ráðherra æskilegt að gæta samræmis við þetta mat á milli ráðuneyta?


Skriflegt svar óskast.