Ferill 736. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Prentað upp.

Þingskjal 1231  —  736. mál.
Skriflegt svar.
Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um stofnun þjóðaróperu.

Frá Guðmundi Andra Thorssyni.


    Hefur nefnd sem skipuð var af ráðherra 17. nóvember 2020 og falið að kanna og vinna tillögur um stofnun þjóðaróperu á Íslandi komist að niðurstöðu? Ef svo er, hverjar voru tillögurnar og hyggst ráðherra hrinda þeim í framkvæmd?


Skriflegt svar óskast.