Ferill 737. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1232  —  737. mál.
Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um garðyrkjunám á Reykjum.

Frá Ara Trausta Guðmundssyni.


     1.      Hverjir skipa samráðs- og vinnuhóp um yfirfærslu garðyrkjunáms á Reykjum í Ölfusi frá Landbúnaðarháskóla Íslands til Fjölbrautaskóla Suðurlands? Hvaða sérfræðingar í málefnum garðyrkjunáms eru með í hópnum?
     2.      Hvernig er samráði við fulltrúa atvinnulífs garðyrkjugreina í landinu háttað við yfirfærsluna?
     3.      Hvernig er samráði við nemendur og starfsfólk á Reykjum háttað við yfirfærsluna?
     4.      Hvernig verður tryggt að garðyrkjunám í Garðyrkjuskólanum á Reykjum, á vegum Fjölbrautaskóla Suðurlands, sé aðgengilegt nemum alls staðar að af landinu og á öllum aldri?
     5.      Hvernig verður fjármögnun garðyrkjunámsins háttað?
     6.      Hvernig verður stjórnun garðyrkjunámsins á Reykjum háttað eftir að það hefur færst undir Fjölbrautaskóla Suðurlands?
     7.      Hvernig verður rekstri og umsjón með Garðyrkjuskólanum á Reykjum fyrir komið?
     8.      Hver fer með staðarhald og umsjón með fasteignum og landareignum Reykjatorfunnar, þ.m.t. skólahúsnæði, gróðurhúsum og öðrum fasteignum á staðnum, eftir fyrrgreindar breytingar?
     9.      Hver er staða verkefna sem lögð voru til í þarfagreiningu sem unnin var árið 2017 um aðstöðu í tengslum við uppbyggingu og endurbætur á húsnæði skólans?


Skriflegt svar óskast.