Ferill 740. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1246 —  740. mál.
Fyrirspurn


til félags- og barnamálaráðherra um stuðning við fjölskyldur fatlaðra barna í dreifbýli.

Frá Hönnu Katrínu Friðriksson.


     1.      Hvaða leiðir telur ráðherra bestar til að tryggja að fjölskyldur fatlaðra barna með mikla stuðningsþörf sem búsettar eru í dreifbýli njóti þess stuðnings sem lög kveða á um?
     2.      Telur ráðherra koma til greina að fjármagnið fylgi barninu þegar fjölskyldur geta ekki vegna búsetu nýtt sér hefðbundna stuðningsþjónustu fyrir fötluð börn sín. Eða telur ráðherra rétt að stuðningurinn falli niður við þær aðstæður, eins og nú er?