Ferill 265. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1248  —  265. mál.




Frumvarp til laga


um breytingu á lögum um fiskeldi, nr. 71/2008 (vannýttur lífmassi í fiskeldi).

(Eftir 2. umræðu, 19. apríl.)


1. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Heimilt er að úthluta opinberlega því magni í lífmassa sem heimilt getur verið að ala í Arnarfirði, Berufirði, Fáskrúðsfirði, Ísafjarðardjúpi, Reyðarfirði og Önundarfirði og er umfram heimildir í leyfum til fiskeldis og heimildir sem kunna að verða veittar á grundvelli umsókna sem til meðferðar koma samkvæmt ákvæði til bráðabirgða II. Við útboð er skylt að setja lágmarksverð og skal það ákvarðað á grundvelli hlutlægra og málefnalegra forsendna sem taka mið af íslenskum aðstæðum og gjaldaumhverfi. Við mat á tilboðum gilda ákvæði 3. mgr. 4. gr. a auk þess sem líta skal til frumkvöðla á þeim svæðum sem slíkt á við. Sá lífmassi sem hér um ræðir tekur hlutfallslegum breytingum innan viðkomandi fjarðar eða hafsvæðis, sbr. 6. gr. b, uns rekstrarleyfi er gefið út. Ekki kemur til útgáfu eða breytinga á leyfum til fiskeldis til hækkunar á lífmassa á kostnað þess sem kemur til úthlutunar samkvæmt ákvæði þessu. Sá lífmassi sem hér um ræðir kemur ekki til ráðstöfunar á annan hátt en með úthlutun samkvæmt þessu ákvæði. Umsókn um rekstrarleyfi í kjölfar úthlutunar samkvæmt þessu ákvæði skulu fylgja gögn um úthlutun lífmassa.
    Ráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um úthlutun lífmassa samkvæmt þessu ákvæði til bráðabirgða, þar á meðal um úthlutun til frumkvöðla.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.