Ferill 741. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1253  —  741. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um einelti innan lögreglunnar.

Frá Birgi Þórarinssyni.


     1.      Hvað hefur dómsmálaráðuneytið gert til að draga úr einelti og tryggja hag, styðja við, vernda og byggja upp þolendur í eineltismálum innan lögreglunnar?
     2.      Hvaða stuðning fá starfsmenn lögreglu sem tilkynna einelti og tengd mál og hvert er verklag við eftirfylgni mála?
     3.      Hvað hafa mörg eineltismál verið tilkynnt eða upplýst og hversu hátt hlutfall þeirra mála hefur komið til fagráðs ríkislögreglustjóra til umsagnar?
     4.      Hve margir meintir gerendur hafa rannsakað mál gegn þolendum, eftir embættum?
     5.      Hve mörgum hefur verið sagt upp störfum eftir að hafa tilkynnt einelti eða brot á almennum siðareglum og hversu hátt hlutfall þeirra mála voru tilkynnt til fagráðs ríkislögreglustjóra?
     6.      Hvert er hlutfall karla og kvenna sem hafa hætt eða verið sagt upp störfum eftir að hafa tilkynnt einelti og önnur samskiptavandamál til dómsmálaráðuneytisins, fagráðs ríkislögreglustjóra eða yfirmanna?
     7.      Hefur verið lagt mat á faglegt tjón vegna tilvika skv. 5. og 6. lið, þ.e. vinnu- og þekkingartap?
     8.      Hvað hafa margir gerendur verið látnir sæta ábyrgð fyrir einelti innan lögreglunnar, og hvernig, og hve mörgum gerendum hefur verið sagt upp störfum, eftir embættum?


Skriflegt svar óskast.