Ferill 744. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1258  —  744. mál.
Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um breytingu eldri námslána á grundvelli laga um Menntasjóð námsmanna.

Frá Helga Hrafni Gunnarssyni.


     1.      Hefur verið unnin greining á áhrifum þess ef lánþegar í eldra kerfi Lánasjóðs íslenskra námsmanna gætu breytt lánum í samræmi við nýtt lánakerfi Menntasjóðs námsmanna, þá sér í lagi í óverðtryggð lán, sbr. lög nr. 60/2020? Ef svo er, hvað leiddi sú greining í ljós?
     2.      Ef svo er ekki, stendur til að framkvæma slíka greiningu fyrir lánþega í eldra lánakerfi við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna innan þriggja ára frá því þau komu til framkvæmda samkvæmt ákvæði til bráðabirgða VIII?


Skriflegt svar óskast.