Ferill 619. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1268  —  619. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur um heimild til nýtingar séreignarsparnaðar.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hefur verið tekin ákvörðun um að framlengja heimild til nýtingar séreignarsparnaðar vegna öflunar íbúðarhúsnæðis til eigin nota sem fellur að óbreyttu niður 1. júlí 2021, sbr. ákvæði til bráðabirgða XVI og XVII í lögum nr. 129/1997? Ef ekki, hvenær gerir ráðherra ráð fyrir að sú ákvörðun muni liggja fyrir?

    Fram hefur komið á opinberum vettvangi að ráðherra hefur haft til skoðunar framlengingu á gildandi úrræðum um skattfrjálsa ráðstöfun séreignar inn á höfuðstól fasteignaveðlána og úttekt rétthafa á séreignarsparnaði til öflunar íbúðarhúsnæðis, sem lögfest voru til þriggja ára með lögum nr. 40/2014. Frumvarp ráðherra um að framlengja um tvö ár þessar heimildir til að nýta séreignarlífeyri í tengslum við greiðslur húsnæðislána eða öflunar íbúðarhúsnæðis til eigin nota liggur nú fyrir til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda. Gert er ráð fyrir að eftir að unnið hefur verið úr samráðinu verði frumvarpið lagt fyrir Alþingi.