Ferill 754. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1278  —  754. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um biðtíma og stöðugildi sálfræðinga.

Frá Önnu Kolbrúnu Árnadóttur.


     1.      Hversu langur biðtími er nú eftir viðtali við sálfræðing hjá eftirfarandi stofnunum:
                  a.      Heilbrigðisstofnun Austurlands,
                  b.      Heilbrigðisstofnun Norðurlands,
                  c.      Heilbrigðisstofnun Suðurlands,
                  d.      Heilbrigðisstofnun Suðurnesja,
                  e.      Heilbrigðisstofnun Vestfjarða,
                  f.      Heilbrigðisstofnun Vesturlands,
                  g.      Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins?
     2.      Hversu mörg stöðugildi sálfræðinga eru nú við hverja þessara stofnana og hversu mörg telur ráðherra að þau þurfi að vera til að tryggja viðunandi þjónustu?


Skriflegt svar óskast.