Ferill 747. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1282  —  747. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga (sóttvarnahús og för yfir landamæri).

Frá Halldóru Mogensen.


     1.      Við 1. gr.
                  a.      Á eftir 2. efnismgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Barn skal að jafnaði sæta sóttkví í heimahúsi. Telji sóttvarnalæknir nauðsynlegt að vista barn í sóttvarnahúsi skal fyrst fara fram mat á áhrifum vistunarinnar á barnið. Við það skal lagt mat á hvort önnur vægari úrræði geti náð sama markmiði og eins hvort grípa þurfi til mótvægisaðgerða til að draga úr neikvæðum áhrifum á barnið.
                  b.      Við bætist fjórar nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                     Einstaklingum í sérstaklega viðkvæmri stöðu og fötluðu fólki sem ekki getur sætt sóttkví í sóttvarnahúsi vegna aðstæðna sinna eða fötlunar skal ekki gert að sæta slíkri dvöl.
                     Við setningu reglugerðar skv. 1. mgr. skal framkvæmt mat á samræmi við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
                     Einstaklingar sem dvelja í sóttvarnahúsi í sóttkví skulu eiga rétt til útivistar í klukkustund á dag.
                     Einstaklingar sem dvelja í sóttvarnahúsi í sóttkví eða einangrun skulu eiga rétt á upplýsingum um réttindi sín og skyldur á tungumáli sem þeir skilja.
     2.      Á eftir orðinu „útlendingum“ í 1. málsl. efnismálsgreinar 2. gr. komi: sem ekki eiga búsetu hér á landi.