Ferill 756. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1291  —  756. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um valfrjálsa bókun við alþjóðasamninginn um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi.

Frá Helga Hrafni Gunnarssyni.


     1.      Hver tók ákvörðun og í hvaða umboði um að fullgilda ekki að svo stöddu valfrjálsa bókun, sem samþykkt var á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 10. desember 2008, við alþjóðasamninginn um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, eins og greint er frá í 7. mgr. draga að skýrslu um framkvæmd samningsins, sem voru birt í samráðsgátt stjórnvalda 9. apríl sl.?
     2.      Hvers vegna var fyrrnefnd ákvörðun tekin, hvernig var staðið að undirbúningi hennar og við hverja var haft samráð um þá ákvarðanatöku?
     3.      Hvaða kringumstæður eða hindranir leiddu til þess að fyrrnefnd ákvörðun var tekin og hvenær má búast við að þeim verði rutt úr vegi svo hægt verði að fullgilda valfrjálsu bókunina?
     4.      Telur ráðherra það samræmast þeirri megináherslu sem er lögð á mannréttindi í utanríkisstefnu íslenskra stjórnvalda að fullgilda ekki valfrjálsu bókunina að svo stöddu, meira en áratug eftir að hún var samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna?


Skriflegt svar óskast.