Ferill 758. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1300  —  758. mál.




Fyrirspurn


til félags- og barnamálaráðherra um örorkumat og endurhæfingarlífeyri.


Frá Ágústi Ólafi Ágústssyni.


     1.      Hversu margir umsækjendur um örorkulífeyri í aldurshópnum 18–20 ára voru fyrir 18 ára aldur með umönnunarmat í flokki 1, 2 eða 3? Svar óskast sundurliðað eftir flokkum.
     2.      Hversu margir þessara umsækjenda fengu ekki metna 75% örorku, sundurliðað eftir flokki umönnunarmats?
     3.      Hversu stórt hlutfall umsækjenda um örorkumat fékk 75% örorkumat sem:
                  a.      gilti í eitt ár,
                  b.      gilti í tvö ár,
                  c.      gilti í þrjú ár,
                  d.      gilti í fjögur ár,
                  e.      gilti í fimm ár,
                  f.      er varanlegt? Svar óskast sundurliðað eftir árunum 2016–2020.
     4.      Hve mörgum umsóknum um endurhæfingarlífeyri var hafnað á grundvelli þess að umsækjandi uppfyllti ekki skilyrði um þriggja ára búsetu á Íslandi áður en umsókn var lögð fram? Svar óskast flokkað eftir árunum 2016–2020 og hversu margir umsækjendur hvert ár voru 18–20 ára, 21–30 ára, 31–40 ára, 41–50 ára, 51–60 ára og 61 árs og eldri.
     5.      Hversu margir umsækjendur um endurmat örorku fengu lækkað mat úr 75% örorku í 50%, sundurliðað eftir árunum 2016–2020?
     6.      Hversu margir umsækjendur um endurmat örorku voru færðir úr því að vera með 75% örorku í að örorka var metin minni en 50%, sundurliðað eftir árunum 2016–2020?


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.

    Fyrirspurnin er viðbót við fyrirspurn á þskj. 1261, 746. mál, sem fjallar einnig um endurhæfingarlífeyri.