Ferill 760. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1302  —  760. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um alþjóðlega vernd.

Frá Bergþóri Ólasyni.


     1.      Hversu mörgum einstaklingum var veitt alþjóðleg vernd (áður hæli) á Íslandi árin 2000–2020, sundurliðað eftir árum og ríkisfangi þeirra sem fengu vernd (áður hæli)?
     2.      Hvert var síðasta viðkomuland umræddra einstaklinga áður en þeir komu til Íslands?
     3.      Hversu margir þeirra sem fengu alþjóðlega vernd (áður hæli) á umræddum tíma komu hingað frá öruggu upprunalandi í skilningi 2. mgr. 29. gr. laga um útlendinga, nr. 80/2016, og hversu margir komu frá landi sem ekki er öruggt upprunaland í skilningi sama ákvæðis?


Skriflegt svar óskast.