Ferill 761. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1303  —  761. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um ríkisborgararétt.

Frá Bergþóri Ólasyni.


     1.      Hversu mörgum erlendum ríkisborgurum, bæði fullorðnum og börnum, var veittur íslenskur ríkisborgararéttur á árunum 2005–2020, sundurliðað eftir árum,
                  a.      af dómsmálaráðuneytinu og forverum þess,
                  b.      með lögum frá Alþingi?
     2.      Hvernig dreifast hinir nýju íslensku ríkisborgarar eftir búsetu á sveitarfélög með 500 íbúa eða fleiri?
     3.      Hversu margir hinna nýju íslensku ríkisborgara eru skráðir með búsetu utan Íslands?
     4.      Hvernig skiptast hinir nýju íslensku ríkisborgarar milli trú- og lífsskoðunarfélaga og hversu margir þeirra eru utan trú- og lífsskoðunarfélaga?


Skriflegt svar óskast.