Ferill 80. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1326  —  80. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, með síðari breytingum (kynjahlutföll).

Frá minni hluta allsherjar- og menntamálanefndar (BÁ, ÞorS).


     1.      1. gr. falli brott.
     2.      2. gr. orðist svo:
                      Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:
                  a.      1. mgr. orðast svo:
                      Í hverja fastanefnd skulu kosnir níu þingmenn hlutbundinni kosningu, sbr. 82. gr., og jafnmargir til vara.
                  b.      3. mgr. orðast svo:
                      Fastanefnd kýs sér formann og 1. og 2. varaformann á fyrsta fundi nefndarinnar eftir kosningu hennar. Sá nefndarmaður er fyrstur var kjörinn, sbr. 2.–4. mgr. 82. gr., boðar til fundarins og stýrir hann kjöri formanns og varaformanna.
     3.      3. gr. orðist svo:
                      Við 35. gr. laganna bætist ný málsgrein er verður 3. mgr., svohljóðandi:
                      Á fyrsta fundi alþjóðanefndar að loknum alþingiskosningum skal nefndin kjósa sér formann og varaformann.