Ferill 266. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1328  —  266. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi.

Frá meiri hluta allsherjar- og menntamálanefndar (PállM, BÁ, GuðmT, BjG, SilG, SÞÁ, ÞorbG, ÞorS).


     1.      14. tölul. 2. gr. orðist svo: Brottför af frjálsum vilja: Einstaklingur sem yfirgefur landið sjálfviljugur samkvæmt fyrirmælum eða ákvörðun á grundvelli laga um útlendinga.
     2.      Við 3. gr.
                  a.      1. málsl. 1. mgr. orðist svo: Ríkislögreglustjóri rekur upplýsingakerfið og ber ábyrgð á því.
                  b.      4. mgr. falli brott.
     3.      Við 7. gr.
                  a.      1. málsl. 1. mgr. orðist svo: Í upplýsingakerfið má skrá eftirfarandi upplýsingar þegar einstaklingur er skráður í kerfið.
                  b.      Í stað orðanna „svo lengi sem sú skráning er“ í 2. málsl. 6. mgr. komi: að því tilskildu að sú skráning sé.
     4.      Við 11. gr.
                  a.      Í stað orðanna „er staðsettur“ í 1. mgr. komi: finnst.
                  b.      Orðin „undir 18 ára aldri“ í 3. mgr. falli brott.
                  c.      Í stað orðanna „barnið var staðsett“ í 3. mgr. komi: að barnið fannst.
     5.      Í stað orðanna „h- og i-lið 1. mgr. 35. gr.“ í 3. mgr. 13. gr. komi: h- og i-lið 35. gr.
     6.      Við 14. gr.
                  a.      Tilvísunin „1. mgr.“ í f-lið 1. mgr. falli brott.
                  b.      Í stað orðanna „persónuupplýsingar má einungis fara fram á“ í 2. mgr. komi: einungis má fara fram á að fá persónuupplýsingar.
                  c.      5. mgr. orðist svo:
                      Við bein afskipti skal afla upplýsinga eða beina spurningum til viðkomandi einstaklings á grundvelli skráningar skv. 1. mgr. eða á grundvelli upplýsinga sem óskað er eftir skv. 2. mgr. Um bein afskipti lögreglu fer eftir gildandi lögum.
     7.      Við 19. gr.
                  a.      Í stað orðanna „hafi verið framfylgt“ í 1. mgr. komi: verði framfylgt.
                  b.      Í stað orðanna „sjálfviljugrar brottfarar“ í 3. mgr. komi: brottfarar af frjálsum vilja.
     8.      Við 20. gr.
                  a.      1. málsl. 1. mgr. orðist svo: Í upplýsingakerfið má skrá eftirfarandi upplýsingar þegar ríkisborgari þriðja ríkis er skráður í kerfið á grundvelli 19. gr.
                  b.      T-liður 1. mgr. orðist svo: síðasta dag frests til brottfarar af frjálsum vilja ef við á.
                  c.      Í stað orðanna „skráning í upplýsingakerfið skv. 1. mgr. fer fram“ í 1. málsl. 2. mgr. komi: skráð er í upplýsingakerfið skv. 1. mgr.
                  d.      Í stað orðanna „sjálfviljugrar brottfarar“ í 3. mgr. komi: frests til brottfarar af frjálsum vilja.
                  e.      1. málsl. 4. mgr. orðist svo: Áður en upplýsingar um einstakling eru skráðar í kerfið skv. 1. mgr. skal ganga úr skugga um að sami einstaklingur sé ekki þegar skráður í kerfið.
                  f.      Í stað orðanna „svo lengi sem sú skráning er“ í 5. mgr. komi: að því tilskildu að sú skráning sé.
     9.      Í stað orðsins „Íslandi“ í 2. mgr. 21. gr. komi: landinu.
     10.      Á eftir orðunum „þriðja ríkis“ í 22. gr. komi: sem hefur ekki verið framfylgt.
     11.      Orðið „Íslands“ í 1. mgr. 23. gr. falli brott.
     12.      Við 24. gr.
                  a.      Í stað orðsins „beiðni“ í 2. mgr. komi: samráðsbeiðni.
                  b.      Í stað orðsins „samráðsbeiðni“ í 2. mgr. komi: beiðni.
                  c.      Í stað orðanna „þar á meðal hvort viðkomandi er“ í 2. mgr. komi: þar á meðal hvort af viðkomandi stafar.
     13.      Í stað orðanna „fer fram“ í 3. málsl. 2. mgr. 24. gr., 2. málsl. 1. mgr. 25. gr., 3. málsl. 26. gr., 3. málsl. 2. mgr. 31. gr., 3. málsl. 33. gr. og 3. málsl. 34. gr. komi: er haft.
     14.      Í stað orðanna „viðkomandi í upplýsingakerfið og hvort viðkomandi telst ógn“ í 2. mgr. 25. gr. komi: viðkomandi einstakling í upplýsingakerfið og hvort af honum telst stafa ógn.
     15.      Við 26. gr.
                  a.      1. málsl. orðist svo: Ef í ljós kemur að ríki hefur vegna brottvísunar eða frávísunar skráð í upplýsingakerfið ríkisborgara þriðja ríkis, sem annað Schengen-ríki hefur veitt dvalarleyfi eða langtímavegabréfsáritun, ber ríkjunum að hafa samráð samkvæmt ákvæðum 25. gr.
                  b.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Eftirásamráð þegar ríkisborgari þriðja ríkis hefur verið skráður í upplýsingakerfið vegna brottvísunar eða frávísunar.
     16.      Við 27. gr.
                  a.      Orðin „og hefja málsmeðferð um samráð til samræmis við 25. gr.“ í 1. málsl. falli brott.
                  b.      Á eftir 1. málsl. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Um samráð fer eftir 25. gr.
     17.      Við 29. gr.
                  a.      1. málsl. 1. mgr. orðist svo: Í upplýsingakerfið má skrá eftirfarandi upplýsingar þegar ríkisborgari þriðja ríkis er skráður í kerfið á grundvelli 28. gr.
                  b.      Í stað orðanna „skráning skv. 1. mgr. í upplýsingakerfið fer fram“ í 2. mgr. komi: skráð er í upplýsingakerfið skv. 1. mgr.
                  c.      Í stað orðanna „svo lengi sem sú skráning er“ í 5. mgr. komi: að því tilskildu að sú skráning sé.
     18.      1. mgr. 32. gr. orðist svo:
                      Ef ákvörðun hefur verið tekin um að synja ríkisborgara þriðja ríkis um komu og dvöl og til stendur að skrá upplýsingar vegna ákvörðunarinnar í upplýsingakerfið skv. 1. mgr. 28. gr., en viðkomandi er handhafi dvalarleyfis eða langtímavegabréfsáritunar sem er útgefin af öðru Schengen-ríki, ber að tilkynna ríkinu sem veitti dvalarleyfi eða langtímavegabréfsáritun um ákvörðun um skráningu, þar á meðal um ástæður skráningar. Samráð er haft með miðlun viðbótarupplýsinga.
     19.      Fyrirsögn 33. gr. verði: Eftirásamráð þegar ríkisborgari þriðja ríkis hefur verið skráður í upplýsingakerfið vegna synjunar um komu og dvöl.
     20.      Í stað orðsins „málsmeðferð“ í 34. gr. komi: samráð.
     21.      Við 35. gr.
                  a.      Orðin „líkja eftir slíkum skilríkjum en“ í h- og i-lið falli brott.
                  b.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Skráning upplýsinga um hluti vegna eftirlits með leynd, beinna afskipta, leitar eða líkamsrannsóknar.
     22.      Við 36. gr.
                  a.      Orðin „líkja eftir slíkum skilríkjum en“ í k- og l-lið falli brott.
                  b.      2. mgr. falli brott.
                  c.      4. mgr. orðist svo:
                      Ef lýst er eftir hlut vegna hryðjuverka telst það fullnægjandi grundvöllur til skráningar.
                  d.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Skráning upplýsinga um hluti vegna haldlagningar eða sem sönnunargögn í sakamáli.
     23.      1. málsl. 1. mgr. 37. gr. orðist svo: Ef hlutur sem finnst við leit reynist vera skráður skal hann gerður upptækur í samræmi við landslög og skráningarríki tilkynnt um fundinn með miðlun viðbótarupplýsinga svo hægt sé að komast að samkomulagi um frekari aðgerðir sem grípa ber til.
     24.      Við 38. gr.
                  a.      Á eftir orðinu „uppfylla“ í 1. mgr. 38. gr. komi: hið minnsta.
                  b.      1. málsl. 2. mgr. orðist svo: Fingrafaragögn sem skráð eru í upplýsingakerfið mega samanstanda af einu til tíu fingraförum af flötum fingrum og einu til tíu veltiförum.
                  c.      Í stað orðanna „ekki til staðar eða ekki viðeigandi“ í 3. mgr. komi: ekki til eða henta ekki.
     25.      Við 1. mgr. 42. gr.
                  a.      Í stað orðsins „utanríkisráðuneytið“ í e-lið komi: ráðuneyti sem fer með utanríkismál.
                  b.      Í stað orðanna „umferðarstjórnun báta, bátsvéla, loftfara og hreyfla loftfara“ í 2. tölul. f-liðar komi: eftirlit með bátum, þ.m.t. bátsvélum, og loftförum, þ.m.t. hreyflum loftfara.
     26.      Í stað orðanna „önnur sambærileg aðgerð hefur átt sér stað“ í 10. mgr. 47. gr. komi: gripið hefur verið til annarra sambærilegra aðgerða.
     27.      4. mgr. 49. gr. orðist svo:
                      Í neyðartilvikum, og einungis ef kerfið hefur verið óstarfhæft í meira en 24 klukkustundir, er stjórnvöldum sem gefa út vegabréfsáritanir heimilt að leita í afriti af kerfinu.
     28.      Í stað orðsins „afmáningu“ í 6. mgr. 50. gr. komi: eða eyðingu upplýsinga.
     29.      1. málsl. 2. mgr. 53. gr. orðist svo: Heimilt er þó að miðla kenninöfnum, eiginnöfnum, nöfnum við fæðingu, fyrri nöfnum, tökuheitum, fæðingarstað, fæðingardag og fæðingarári, kyni, ríkisfangi eða ríkisföngum, tegundum persónuskilríkja viðkomandi, hvaða ríki gaf persónuskilríki út, númerum persónuskilríkja og útgáfudagsetningu, ljósmyndum, andlitsmyndum, fingrafaragögnum og afritum af persónuskilríkjum viðkomandi, í lit ef mögulegt, sem skráðar hafa verið í kerfið skv. 1. mgr. 19. gr. í tengslum við ákvörðun um brottvísun eða frávísun ríkisborgara þriðja ríkis og tengdum viðbótarupplýsingum til þriðja ríkis.
     30.      2. mgr. 57. gr. orðist svo:
                      Ráðherra er heimilt að setja nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara, þ.m.t. til að skilgreina aðra verðmæta hluti en taldir eru upp í 1. mgr. 36. gr. sem hægt er að bera kennsl á og skal skrá í upplýsingakerfið.