Ferill 778. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1366  —  778. mál.
Fyrirspurn


til félags- og barnamálaráðherra um rafræna byggingargátt og úttektarapp.

Frá Sigurði Páli Jónssyni.


     1.      Hver var kostnaður Mannvirkjastofnunar við smíði rafrænnar byggingargáttar og úttektarapps á árunum 2018–2020?
     2.      Er þróun byggingargáttar og úttektarapps lokið? Ef ekki, hver er áætlaður kostnaður við að ljúka smíðinni?
     3.      Hafa verið smíðaðar nýjar eða uppfærðar útgáfur af byggingargátt og úttektarappi? Ef svo er, þjóna þær upphaflegum markmiðum þarfagreiningar sem unnin var árin 2011 og 2012?
     4.      Hver er áætlaður árlegur kostnaður hins opinbera við rafræna byggingargátt og úttektarapp?


Skriflegt svar óskast.