Ferill 280. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1371  —  280. mál.
3. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum, nr. 77/2019 (umframlosunargjald og einföldun regluverks)

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      A-liður 1. gr. falli brott.
     2.      12. gr. falli brott.

Greinargerð.

    Lagðar eru til tvíþættar breytingar á frumvarpinu. Annars vegar að fallið verði frá hækkun hámarkshraða ökutækja í vistgötum úr 10 km á klst. í 15 km á klst., enda er öryggi óvarinna vegfarenda í vistgötum frekar tryggt með því að umferðarhraði sé sem næst gönguhraða. Hins vegar að fallið verði frá áformum um sektarheimild við brotum á 43. gr. umferðarlaga sem fjallar um undanþáguheimildir hjólreiðafólks. Full ástæða er til að hafa sem skýrastan lagaramma þar sem sérstaklega reynir á samspil ólíkra samgöngumáta, en ráðast þarf í ítarlegri greiningu til að meta þörfina á sektarheimild og tryggja að mögulegur sektargrundvöllur sé skýr.