Ferill 642. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1382  —  642. mál.




Frumvarp til laga


um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002 (innleiðing, endurbótaáætlanir).

(Eftir 2. umræðu, 6. maí.)


1. gr.


    Í stað orðanna „hæfu fjármagni“ í 29. tölul. 1. mgr. 1. gr. a laganna kemur: þætti 1, sbr. 84. gr. a, 84. gr. b og 85. gr.

2. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 30. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „hæfu fjármagni“ fimm sinnum í greininni kemur: þætti 1.
     b.      Í stað tilvísunarinnar „84. gr., 84. gr. a – 84. gr. f og 85. gr.“ í 1. mgr. kemur: 84. gr. a, 84. gr. b og 85. gr.

3. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 85. gr. laganna:
     a.      Við c-lið bætist: að frátöldum varfærnislega metnum hugbúnaðareignum sem falla ekki í virði vegna skila- eða slitameðferðar fjármálafyrirtækis.
     b.      Við bætast tveir nýir stafliðir, svohljóðandi:
              l.      hluta fjárhæðar vegna áhættuskuldbindinga í vanskilum sem hvorki hefur verið mætt með varúðarniðurfærslum né telst nægjanlega tryggður að því marki sem greinir í reglugerð sem ráðherra setur á grundvelli 117. gr. a,
              m.      mismun á núvirði ábyrgðar sem fyrirtækið hefur veitt á virði hlutdeildarskírteina og hluta í sjóðum um sameiginlega fjárfestingu annars vegar og markaðsvirði hlutdeildarskírteinanna og hlutanna hins vegar hafi fyrirtækið ekki þegar greint frá rýrnun á almennu eigin fé þáttar 1 af þessum sökum.

4. gr.


    Við 107. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Fjármálaeftirlitinu er heimilt að veita litlum og einföldum fjármálafyrirtækjum undanþágur frá upplýsingagjöf skv. 18. gr. og gagnaskilum skv. a-lið 2. mgr. 117. gr. b.

5. gr.


    Við 116. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    IX. kafli A um endurbótaáætlun gildir ekki um Byggðastofnun og Lánasjóð sveitarfélaga ohf.

6. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 117. gr. b laganna:
     a.      Orðið „og“ í lok c-liðar 2. mgr. og g-liðar 3. mgr. fellur brott.
     b.      Við 2. mgr. bætast tveir nýir stafliðir, svohljóðandi:
        e.    verklag og form fyrir samráð viðeigandi lögbærra yfirvalda varðandi yfirtöku á virkum eignarhlutum, sbr. VI. kafla,
        f.        útlistanir í tengslum við áhættuþætti í starfsemi fjármálafyrirtækja, sbr. 78. gr. a – 78. gr. i.
     c.      Við 3. mgr. bætist nýr stafliður, svohljóðandi:
              i.      afmörkun á kerfislega mikilvægu fjármálafyrirtæki á alþjóðavísu, sbr. 52. gr. e.

7. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.
    Þrátt fyrir 1. mgr. öðlast ákvæði 1.–4. gr. gildi 28. júní 2021.