Ferill 785. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1391  —  785. mál.
Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um kostnað vegna rammaáætlunar.

Frá Jóni Gunnarssyni.


    Hver hefur kostnaður vegna rammaáætlunar verið frá árinu 2009, sundurliðað eftir árum og eftir stofnunum og ráðuneytum? Óskað er eftir því að svör taki mið af öllum kostnaði vegna verkefnisins í heild, jafnt beinum sem óbeinum kostnaði, svo sem vegna verkefnastjórnar, faghópa og aðkeyptrar þjónustu.


Skriflegt svar óskast.