Ferill 779. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Nr. 22/151.

Þingskjal 1417  —  779. mál.


Þingsályktun

um hreinsun Heiðarfjalls.


    Alþingi ályktar að fela umhverfis- og auðlindaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins að gangast fyrir rannsókn á umfangi mengunar í jarðvegi og grunnvatni í Heiðarfjalli, frá þeim tíma er þar var rekin eftirlitsstöð á vegum Bandaríkjahers í tengslum við varnarkerfi Atlantshafsbandalagsins. Samhliða verði gerð tímasett áætlun um kostnað og hreinsun á úrgangs- og spilliefnum þannig að tryggt verði að staða umhverfis- og mengunarmála samræmist kröfum dagsins í dag. Ráðherra skuli leggja áætlunina fyrir Alþingi eigi síðar en 15. mars 2022. Þessi vinna fari fram í nánu samstarfi við landeigendur.

Samþykkt á Alþingi 11. maí 2021.