Ferill 654. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1418  —  654. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Gunnari Braga Sveinssyni um ráðgjafarþjónustu, verktöku og tímabundin verkefni.


     1.      Hver hefur verið kostnaður ráðuneytisins við hvers kyns ráðgjafarþjónustu frá 1. janúar 2018?
    Kostnaður ráðuneytisins vegna ráðgjafarþjónustu hefur á tímabilinu 1. janúar 2018 – 31. mars 2021 verið 86.598.297 kr. Er þá bæði talin aðkeypt vinna ráðgjafa og verktaka. Skilin milli þessara þjónustuþátta eru óljós og erfitt er að aðgreina þar á milli.

     2.      Af hvaða fyrirtækjum eða einstaklingum hefur ráðgjafarþjónusta verið keypt á tímabilinu, hvenær hófst þjónustan og hvenær lauk henni, ef henni er lokið? Hve mikið hefur hverjum aðila verið greitt?
    Í meðfylgjandi töflu má finna upplýsingar um þá ráðgjafarþjónustu og verktöku sem keypt hefur verið á tímabilinu. Þjónusta þýðenda og túlka er ekki talin með í töflunni.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




     3.      Hve marga samninga hefur ráðuneytið gert um kaup á ráðgjöf, hvenær voru þeir gerðir, við hverja og til hve langs tíma?
    Ráðuneytið hefur gert samninga eins og sést í töflunni hér að framan. Þetta eru ýmist samningar vegna lögfræðiráðgjafar, rekstrarráðgjafar eða annarra þjónustuþátta í rekstri ráðuneytisins.

     4.      Hvaða fyrirtæki eða einstaklingar hafa þegið verktakagreiðslur frá 1. janúar 2018?
    Sjá upplýsingar í töflu í 2. tölul., en greiðslur fyrir utanaðkomandi sérfræðiþjónustu og ráðgjöf er ætíð í formi verktakagreiðslna.

     5.      Hvaða einstaklingar hafa verið ráðnir í tímabundin verkefni frá 1. janúar 2018? Hvaða verkefni voru þeir ráðnir í og hvaða verkefnum er lokið?


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.