Ferill 584. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1422  —  584. mál.
2. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til laga um aðgerðir gegn markaðssvikum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (ÓBK, BN, BHar, HBH, JSV, ÓGunn, SMc).


     1.      Við 2. gr. bætist tíu nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                      Með vísunum til hugtaka eins og þau eru skilgreind í tilskipun 2014/65/ESB í 3. gr. reglugerðar (ESB) nr. 596/2014 er átt við hugtök skv. 4. gr. laga um markaði fyrir fjármálagerninga.
                      Með vísun til 21.–27. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2012/30/ESB í 17. tölul. 1. mgr. 3. gr. reglugerðar (ESB) nr. 596/2014 er átt við VIII. kafla laga um hlutafélög.
                      Með vísun til skrár um umferðargögn eins og þau eru skilgreind í b-lið 2. mgr. 2. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2002/58/EB í 27. tölul. 1. mgr. 3. gr. reglugerðar (ESB) nr. 596/2014 er átt við gögn um fjarskipti skv. IX. kafla laga um fjarskipti.
                      Með vísun til 31. og 54. gr. tilskipunar 2014/65/ESB í 1. mgr. 16. gr. reglugerðar (ESB) nr. 596/2014 er átt við 55. og 95. gr. laga um markaði fyrir fjármálagerninga.
                      Með vísun til tilskipunar 2003/87/EB í 3. mgr. 6. gr. og 2. mgr. 17. gr. reglugerðar (ESB) nr. 596/2014 er átt við lög um loftslagsmál.
                      Með vísun til opinberra kerfa sem um getur í 21. gr. tilskipunar 2004/109/EB í 1. mgr. 17. gr. og 3. mgr. 19. gr. reglugerðar (ESB) nr. 596/2014 er átt við miðlægt geymslukerfi skv. 36. gr. laga um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu, nr. 20/2021.
                      Með vísun til stöðva í skilningi e-liðar 3. gr. tilskipunar 2003/87/EB í 2. mgr. 17. gr. reglugerðar (ESB) nr. 596/2014 er átt við starfsstöð í skilningi 11. tölul. 3. gr. laga um loftslagsmál.
                      Með vísun til tilskipunar 2009/138/EB í c-lið 7. mgr. 19. gr. reglugerðar (ESB) nr. 596/2014 er átt við lög um vátryggingastarfsemi.
                      Með vísun til tilskipunar 95/46/EB í 28. og 29. gr. reglugerðar (ESB) nr. 596/2014 er átt við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
                      Með vísun til samstæðureikningsskila í 2. mgr. 30. gr. reglugerðar (ESB) nr. 596/2014 er átt við samstæðureikningsskil í skilningi laga um ársreikninga.
     2.      Við 3. gr.
                  a.      1. málsl. 1. mgr. orðist svo: Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með að farið sé að lögum þessum.
                  b.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Seðlabanki Íslands er lögbært yfirvald í skilningi reglugerðar (ESB) nr. 596/2014.
     3.      Við 7. gr.
                  a.      2. mgr. orðist svo:
                      Þá getur Fjármálaeftirlitið lagt stjórnvaldssektir á hvern þann sem verður ekki við kröfum þess skv. 3. eða 6. gr., þó að teknu tilliti til 14. gr.
                  b.      5. mgr. orðist svo:
                      Þrátt fyrir 3. og 4. mgr. er heimilt að ákvarða einstaklingi eða lögaðila stjórnvaldssekt sem nemur allt að þrefaldri fjárhæð ávinnings af broti eða taps sem forðað er með broti.
     4.      Á eftir orðunum „starfsleyfi fyrirtækisins“ í 8. gr. komi: eða fellt það niður tímabundið.
     5.      Í stað orðsins „stjórnstörfum“ í 1. málsl. 9. gr. og 1. málsl. 10. gr. komi: stjórnunarstörfum.
     6.      1. málsl. 14. gr. orðist svo: Í máli sem beinist að einstaklingi og lokið getur með ákvörðun um stjórnsýsluviðurlög eða kæru til lögreglu hefur sá, sem rökstuddur grunur leikur á að hafi gerst sekur um lögbrot, rétt til að neita að svara spurningum eða afhenda gögn eða muni nema hægt sé að útiloka að það geti haft þýðingu fyrir mat á því hvort brot hafi átt sér stað.
     7.      Í stað orðanna „leggja á stjórnsýsluviðurlög“ í fyrirsögn 15. gr. komi: beita stjórnsýsluviðurlögum.
     8.      Við 18. gr.
                  a.      Í stað orðsins „stofnuninni“ í 1. málsl. 2. mgr. komi: því.
                  b.      Í stað orðsins „stofnunin“ í 1. málsl. 4. mgr. komi: það.
     9.      Í stað „1. maí 2021“ í 20. gr. komi: 1. september 2021.
     10.      Við 21. gr.
                  a.      Á eftir a-lið komi nýr liður, svohljóðandi: 2. málsl. 1. mgr. 109. gr. laganna orðast svo: Frá upphafi tilboðstímabils og fram að því tímamarki þegar upplýsingar um niðurstöður tilboðs eru birtar gilda ekki reglur um birtingu upplýsinga um viðskipti stjórnenda, sbr. 19. gr. reglugerðar (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik, enda sé um að ræða viðskipti vegna samþykkis yfirtökutilboðs.
                  b.      Á eftir d-lið, sem verði e-liður, komi þrír nýir liðir, svohljóðandi:
                      f.      34.–44. tölul. 1. mgr. 141. gr. laganna falla brott.
                      g.      15.–21. tölul. 145. gr. laganna falla brott.
                      h.      146. gr. laganna fellur brott.